Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2015 09:48 Birgir Jakobsson. Vísir/Steinar Júlíusson. Hafin er lögreglurannsókn á barkaígræðslum á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þetta kom fram í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu. Uppdrag granskning veit af átta aðilum sem gengið hafa í gegnum barkaígræðsluna. Af þeim eru fjórir látnir. Á þeim tíma sem barkaígræðslan var framkvæmd, árið 2011, var Birgir Jakobsson forstjóri Karólínska sjúkrahússins. Hann var forstjóri þess sjúkrahúss í sjö ár, eða frá árinu 2007 til 2014, en hann var skipaður landlæknir af heilbrigðisráðherra til fimm ára í nóvember í fyrra. Læknirinn Paolo Macchiarini þróaði aðferðina sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Stofnfrumur eiga svo að sjá til þess að vefur myndist utan um plastbarkann og geri honum þannig kleift að virka eðlilega. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Andemariam Beyene.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmHann lést eftir að hafa farið í gegnum aðgerð Macchiarini og fengið barkaígræðslu. Andemariam var frá Erítreu og stundaði nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein. Rituð var grein um þessa barkaígræðslu og voru læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson titlaðir meðhöfundar hennar en hún var sögð vera einhverjar mestu lygar læknasögunnar í Uppdrag granskning. Tómas var einnig beðinn um að taka þátt í aðgerðinni á Andemariam því hann hafði framkvæmt aðgerð á Eritríumanninum á Íslandi. Í fyrra kom þó í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð. Í kjölfar þess var hann kærður. Einnig kom í ljós að atriði í greininni hafi ekki samræmst sjúkraskrám Andermariam. Karólínska sjúkrahúsið fékk utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum. Ekki náðist í Birgi Jakobsson landlækni við gerð þessarar fréttar. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Hafin er lögreglurannsókn á barkaígræðslum á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þetta kom fram í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu. Uppdrag granskning veit af átta aðilum sem gengið hafa í gegnum barkaígræðsluna. Af þeim eru fjórir látnir. Á þeim tíma sem barkaígræðslan var framkvæmd, árið 2011, var Birgir Jakobsson forstjóri Karólínska sjúkrahússins. Hann var forstjóri þess sjúkrahúss í sjö ár, eða frá árinu 2007 til 2014, en hann var skipaður landlæknir af heilbrigðisráðherra til fimm ára í nóvember í fyrra. Læknirinn Paolo Macchiarini þróaði aðferðina sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Stofnfrumur eiga svo að sjá til þess að vefur myndist utan um plastbarkann og geri honum þannig kleift að virka eðlilega. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Andemariam Beyene.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmHann lést eftir að hafa farið í gegnum aðgerð Macchiarini og fengið barkaígræðslu. Andemariam var frá Erítreu og stundaði nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein. Rituð var grein um þessa barkaígræðslu og voru læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson titlaðir meðhöfundar hennar en hún var sögð vera einhverjar mestu lygar læknasögunnar í Uppdrag granskning. Tómas var einnig beðinn um að taka þátt í aðgerðinni á Andemariam því hann hafði framkvæmt aðgerð á Eritríumanninum á Íslandi. Í fyrra kom þó í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð. Í kjölfar þess var hann kærður. Einnig kom í ljós að atriði í greininni hafi ekki samræmst sjúkraskrám Andermariam. Karólínska sjúkrahúsið fékk utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum. Ekki náðist í Birgi Jakobsson landlækni við gerð þessarar fréttar.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30