Lífið

Tilfinningaþrungin ræða Jared Leto um þá sem féllu í París

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ræðan hefur vakið athygli.
Ræðan hefur vakið athygli. vísir
„Fyrr á þessu ári héldum við í bandinu Thirty Seconds To Mars tónleika í uppáhalds borginni okkar. Þeir fóru fram í Bataclan tónleikahúsinu,“ sagði leik- og söngvarinn Jared Leto í minningarræðu sinni á bandarísku tónlistarverðlaununum í gær um þá sem féllu í hryðjuverkaárásunum í París þann 13. nóvember.

89 manns voru myrtir í því húsi þetta umrædda kvöld.

„Tónleikarnir voru frábærir, friðsælir og ógleymanlegir. Það er ótrúlegt hvað einn dagur til eða frá getur skipt sköpum. Sjö mánuðum síðar var ráðist inn í húsið af hryðjuverkamönnum. Það kvöld breyttist heimurinn um ókomna tíð.“

Leto sagði að margir í salnum hafi mjög líklega þekkt einhvern sem særðist eða lést í hryðjuverkunum í París.

„Í kvöld minnumst við þeirra sem hafa látist í átökum um allan heim. Frakkland skiptir, máli, Rússland skiptir máli, Sýrland skiptir máli, Malí skiptir máli, Mið-Austurlöndin skipta máli, Bandaríkin skipta máli og allur heimurinn skiptir máli. Heimsfriður er alltaf möguleiki."

"Peace is possible"— watch Jared Leto's emotional tribute to the Paris victims at the #AMAs

Posted by NowThis on 23. nóvember 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×