Verksmiðja Thorsil í Helguvík mun rísa: Niðurstaða íbúakosninga skiptir engu máli Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 28. september 2015 19:10 Frá Helguvík. Vísir/GVA Íbúakosning um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík hefur litla sem enga þýðingu þar sem verksmiðjan rís hvað sem íbúar kjósa að gera. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að vilji bæjarfulltrúanna standi til þess að hún rísi. „Fyrirtækið er komið með starfsleyfi og verkefnið er að fara í gang,” segir Kjartan og bendir á að bæjarfulltrúar hafi margir lýst því yfir að þeir muni ekki láta niðurstöðu kosningarinnar hafa nein áhrif á sig. Tvær kísilmálmverksmiðjur eiga að rísa í Helguvík. Annarsvegar United Silicon, sem á að vera tilbúin næsta vor, og hinsvegar verksmiðja Thorsil, sem hefur nýlega fengið starfsleyfi en framkvæmdir eiga að hefjast næsta vor.Í fararbroddi íbúakosningaBæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í ágúst að efna til íbúakosninga í nóvember vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil, eftir að fjórðungur bæjarbúa hafði krafist þess í atkvæðagreiðslu. Bæjarráð fól bæjarstjóra sínum að undirbúa kosninguna en samþykkti jafnframt að niðurstaðan yrði ekki bindandi.Halda áfram á sömu vegferðÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók atkvæðagreiðsluna sem dæmi um að Samfylkingin væri í fararbroddi hvað varðaði íbúðalýðræði á flokksstjórnarfundi flokksins fyrir rúmri viku. Það rímar ekki við orð bæjarstjórans í Reykjanesbæ sem segir að niðurstaða íbúakosninganna skipti í raun engu máli, stóriðja í Helguvík hafi verið í undirbúningi í mörg ár og menn ætli að halda áfram á þeirri vegferð. „Lögin eru svona og reglugerðirnar eru svona,“ segir Kjartan Már um íbúakosninguna. „Við látum kosninguna fara fram og framkvæmdum hafa eins vandlega og við getum en niðurstaðan í sjálfu sér skiptir engu máli.“ Tengdar fréttir Íbúakosning vegna Helguvíkur fer fram í nóvember Til stendur að reisa kísilverksmiðju í Helguvík en hópur íbúa sem berst gegn frekari stóriðju efndi til undirskriftasöfnunar þar sem íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi var krafist. 27. ágúst 2015 12:14 Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík Gert er ráð fyrir að rekstur kísilmálmverksmiðju í Helgavík hefjist í byrjun árs 2018. 15. september 2015 15:10 Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. 24. júlí 2015 14:35 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Íbúakosning um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík hefur litla sem enga þýðingu þar sem verksmiðjan rís hvað sem íbúar kjósa að gera. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að vilji bæjarfulltrúanna standi til þess að hún rísi. „Fyrirtækið er komið með starfsleyfi og verkefnið er að fara í gang,” segir Kjartan og bendir á að bæjarfulltrúar hafi margir lýst því yfir að þeir muni ekki láta niðurstöðu kosningarinnar hafa nein áhrif á sig. Tvær kísilmálmverksmiðjur eiga að rísa í Helguvík. Annarsvegar United Silicon, sem á að vera tilbúin næsta vor, og hinsvegar verksmiðja Thorsil, sem hefur nýlega fengið starfsleyfi en framkvæmdir eiga að hefjast næsta vor.Í fararbroddi íbúakosningaBæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í ágúst að efna til íbúakosninga í nóvember vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil, eftir að fjórðungur bæjarbúa hafði krafist þess í atkvæðagreiðslu. Bæjarráð fól bæjarstjóra sínum að undirbúa kosninguna en samþykkti jafnframt að niðurstaðan yrði ekki bindandi.Halda áfram á sömu vegferðÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók atkvæðagreiðsluna sem dæmi um að Samfylkingin væri í fararbroddi hvað varðaði íbúðalýðræði á flokksstjórnarfundi flokksins fyrir rúmri viku. Það rímar ekki við orð bæjarstjórans í Reykjanesbæ sem segir að niðurstaða íbúakosninganna skipti í raun engu máli, stóriðja í Helguvík hafi verið í undirbúningi í mörg ár og menn ætli að halda áfram á þeirri vegferð. „Lögin eru svona og reglugerðirnar eru svona,“ segir Kjartan Már um íbúakosninguna. „Við látum kosninguna fara fram og framkvæmdum hafa eins vandlega og við getum en niðurstaðan í sjálfu sér skiptir engu máli.“
Tengdar fréttir Íbúakosning vegna Helguvíkur fer fram í nóvember Til stendur að reisa kísilverksmiðju í Helguvík en hópur íbúa sem berst gegn frekari stóriðju efndi til undirskriftasöfnunar þar sem íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi var krafist. 27. ágúst 2015 12:14 Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík Gert er ráð fyrir að rekstur kísilmálmverksmiðju í Helgavík hefjist í byrjun árs 2018. 15. september 2015 15:10 Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. 24. júlí 2015 14:35 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Íbúakosning vegna Helguvíkur fer fram í nóvember Til stendur að reisa kísilverksmiðju í Helguvík en hópur íbúa sem berst gegn frekari stóriðju efndi til undirskriftasöfnunar þar sem íbúakosningar um breytingar á deiliskipulagi var krafist. 27. ágúst 2015 12:14
Thorsil úthlutað starfsleyfi í Helguvík Gert er ráð fyrir að rekstur kísilmálmverksmiðju í Helgavík hefjist í byrjun árs 2018. 15. september 2015 15:10
Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. 24. júlí 2015 14:35