Marvel-ofurhetjur á leið til Íslands? Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. maí 2015 19:59 Scarlett Johanson, Chris Evans og Jeremy Renner leika öll í myndinni. Vísir/Getty Captain America: Civil War verður full af stórstjörnum og einhverjir þeirra eru á leið til Íslands því hún verður að hluta til tekin upp hér. Samkvæmt Marvel, fyrirtækinu sem á höfundaréttinn á hinum ýmsu ofurhetjum úr myndasögum, verður kvikmyndin frumsýnd 6. maí 2016. Því má búast við kvikmyndateymi hingað í sumar eða haust. Captain America: Civil War er þriðja myndin um ofurhetjuna Kafteinn Ameríka og verða talsvert margar ofurhetjur honum við hlið, eða á móti hetjunni, í myndinni. Þar má nefna auk Chris Evans sem leikur Captain America, Robert Downey Jr. snýr aftur sem sem Járnmaðurinn, Scarlett Johansson sem Svarta ekkjan, Sebastian Stan sem Bucky Barnes, Anthony Mackie sem Falcon, Paul Bettany sem The Vision eða Sjáandinn, Jeremy Renner sem Clint Barton, Don Cheadle sem Jim Rhodes og Elizabeth Olsen sem Wanda Maximoff. Þá mun leikarinn Paul Rudd koma fram í myndinni sem Mauramaðurinn en hans fyrsta mynd í því hlutverki verður frumsýnd núna í júlí. Þá eru ekki allir upptaldir því til viðbótar leika í myndinni Daniel Bruhl, Martin Sheen, Chadwick Boseman og Frank Grillo. Myndin mun byrja þar sem fyrri myndin, Avengers: Age of Ultron, endaði. Þar leiðir Steve Rogers nýjan hóp liðsmanna Avengers í eilífri tilraun sinni til að bjarga mannkyninu. Avengers: Age of Ultron var frumsýnd 1. maí síðastliðinn og stökk þá í annað sætið yfir stærstu opnunarhelgi á kvikmynd fyrr og síðar. Captain America kom fyrst fram árið 1941 hjá Marvel en fjölmargar ofurhetjur hafa fæðst hjá fyrirtækinu ef svo má að orði komast. Þar má nefna Hinn ógurlega Hulk og Járnmanninn. Myndin verður ekki einvörðungu tekin upp hér á landi heldur eru höfuðstöðvarnar í Atlanta Georgíu. Auk þess verður myndin tekin upp í Þýskalandi og Púertó Ríkó. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Captain America: Civil War verður full af stórstjörnum og einhverjir þeirra eru á leið til Íslands því hún verður að hluta til tekin upp hér. Samkvæmt Marvel, fyrirtækinu sem á höfundaréttinn á hinum ýmsu ofurhetjum úr myndasögum, verður kvikmyndin frumsýnd 6. maí 2016. Því má búast við kvikmyndateymi hingað í sumar eða haust. Captain America: Civil War er þriðja myndin um ofurhetjuna Kafteinn Ameríka og verða talsvert margar ofurhetjur honum við hlið, eða á móti hetjunni, í myndinni. Þar má nefna auk Chris Evans sem leikur Captain America, Robert Downey Jr. snýr aftur sem sem Járnmaðurinn, Scarlett Johansson sem Svarta ekkjan, Sebastian Stan sem Bucky Barnes, Anthony Mackie sem Falcon, Paul Bettany sem The Vision eða Sjáandinn, Jeremy Renner sem Clint Barton, Don Cheadle sem Jim Rhodes og Elizabeth Olsen sem Wanda Maximoff. Þá mun leikarinn Paul Rudd koma fram í myndinni sem Mauramaðurinn en hans fyrsta mynd í því hlutverki verður frumsýnd núna í júlí. Þá eru ekki allir upptaldir því til viðbótar leika í myndinni Daniel Bruhl, Martin Sheen, Chadwick Boseman og Frank Grillo. Myndin mun byrja þar sem fyrri myndin, Avengers: Age of Ultron, endaði. Þar leiðir Steve Rogers nýjan hóp liðsmanna Avengers í eilífri tilraun sinni til að bjarga mannkyninu. Avengers: Age of Ultron var frumsýnd 1. maí síðastliðinn og stökk þá í annað sætið yfir stærstu opnunarhelgi á kvikmynd fyrr og síðar. Captain America kom fyrst fram árið 1941 hjá Marvel en fjölmargar ofurhetjur hafa fæðst hjá fyrirtækinu ef svo má að orði komast. Þar má nefna Hinn ógurlega Hulk og Járnmanninn. Myndin verður ekki einvörðungu tekin upp hér á landi heldur eru höfuðstöðvarnar í Atlanta Georgíu. Auk þess verður myndin tekin upp í Þýskalandi og Púertó Ríkó.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira