„Fólk var að fíla lagið og það sem mér finnst merkilegast við þetta allt er að við vorum að syngja á íslensku,” segir Sigga Beinteins söngkona og Eurovisionstjarna. Sigga segir frá öllum fjórum skiptunum sem hún hefur tekið þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í nýjasta þætti Eurovísis.
Sigga og hljómsveitin Stjórnin náði fjórða sætinu í Eurovision árið 1990 sem þá var lang besti árangur Íslands í keppninni. Sá árangur stóð þar til 1999 þegar Selma Björnsdóttir náði öðru sætinu. Þá var hins vegar búið að leyfa þjóðunum að ráða á hvaða tungumáli sungið var.
Þorgeir Ástvaldsson, sem kom Íslandi í keppnina á sínum tíma, segir að erfitt sé að hafa tilfinningu fyrir því hvaða árangri lög ná í keppni sem þessari; allir séu tilbúnir að lofa lagið í samtölum við listamennina þegar komið er á staðinn. Hann hélt til dæmis að ÍSland myndi vinna með Gleðibankann árið 1986.
Sigga tók undir þetta og sagði: „Það sögðu þetta allir þegar manni var boðið í partýin.“
Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Allir hrifnir af íslensku lögunum í Eurovision-partýum
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mest lesið





Setja markið á 29. sætið
Lífið

Gurrý selur slotið
Lífið




Ekkert gefið eftir í elegansinum
Tíska og hönnun