Lífið

Atli Þór bjargar Eurovision í ár: Brjálaður aðdáandi í þrjá tíma á ári

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
María Ólafsdóttir stígur á stóra sviðið í Wiener Stadhalle í Vínarborg 21. maí.
María Ólafsdóttir stígur á stóra sviðið í Wiener Stadhalle í Vínarborg 21. maí. ORF / MILENKO BADZIC
Atli Þór Jóhannsson, endurskoðandi hjá PwC, er maðurinn sem ætlar að bjarga Eurovision í ár. Hann var fenginn til að sinna endurskoðunar- og eftirlitsmálum í keppninni en hingað til hefur það verið hlutverk lögbókanda hjá sýslumannsembættinu.

„Þetta leggst mjög vel í mig og ég er bara spenntur,“ segir Atli Þór í samtali við Vísi. Aðspurður hvort hann sé einlægur aðdáandi keppninnar segir hann svo ekki vera. Hann hafi þó gaman af keppninni á meðan henni standi. „Ætli maður sé ekki bara eins og aðrir Íslendingar, brjálaður Eurovision aðdáandi í þrjá tíma á ári,“ segir hann.

Þátttaka Íslands í Eurovision komst í uppnám vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og voru því líkur á að Ísland yrði að draga sig úr keppni. Leitað var lausna í samráði við yfirstjórn Eurovision sem lagði það til að endurskoðunarfyrirtækið PwC, sem er alþjóðlegur eftirlitsaðili keppninnar, myndi sjá um eftirlitshlutverk í keppninni, auk þess að samþykkja þá sem sitja í dómnefndum og fara yfir niðurstöður íslensku dómnefndarinnar.

Atli Þór verður því sem fyrr segir vottur okkar Íslendinga. Hann segir viðbrögðin við þessu nýja hlutverki hafa verið góð. „Ætli maður sé ekki bara ljósið í myrkrinu í öllum verkföllunum,“ segir hann glaður í bragði.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.