Um Suðurnesjalínu 2 Margrét Guðnadóttir skrifar 7. maí 2015 07:00 Íbúar og landeigendur á Vatnsleysuströnd hafa árum saman barist gegn því að Landsnet hf. leggi um sveitarfélagið okkar, sem nú heitir Sveitarfélagið Vogar (Sv. Vogar) 17,5 km langt og allt að 30 metra hátt loftlínubákn þ.e. þann part af Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hf. ætlar að leggja milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Bæjarstjórn Sv. Voga samþykkti fyrir mörgum árum, í sátt við íbúana og að marg yfirlýstum vilja meirihluta þeirra, að allar nýjar raflínur skyldu lagðar í jörð. Gildandi aðalskipulagi Sv. Voga kveður því á um að nýjar raflínur verði jarðstrengir. Þetta ætlar Landsnet ekki að gera, þó að það geti ekki lengur skotið sér á bak við sinn ýkta verðmun á jarðstrengjum og loftlínum sem forsvarsmenn fyrirtækisins notuðu óspart við undirbúning verksins. Þær ýkjur komst Landsnet hf. upp með, án þess að leggja fyrir eftirlitsaðila reiknaðan samanburð á þessum kostnaðarmun. Verkið er ekki hafið, en Landsnet hf. situr við sinn keip og ætlar eftir sem áður að reisa loftlínubáknið eins og til stóð fyrir 10 árum, og valda þar með eins miklum umhverfisskaða og mögulegt er. Í fyrsta áfanga verksins ætlar Landsnet hf. að reisa yfir 50 möstur á þessum 17,5 km sem liggja um Sv. Voga. Síðan eiga jafnmörg möstur að rísa í 2. áfanga þegar „gamla línan“, sem er reyndar aðeins 24 ára, verður lögð niður og reist annað loftlínubákn jafnstórt hinu fyrra. Þetta tvöfalda loftlínubákn á að reisa rétt ofan við Reykjanesbrautina. Það á að verða fyrsta sýn ferðamanna sem flykkjast hingað fljúgandi til að skoða ósnortna íslenska náttúru og hafa haft gaman af að byrja þá skoðun á sérkennilegu útsýni af Reykjanesbrautinni á leiðinni til Reykjavíkur. Úreltar framkvæmdir Framkvæmdir Landsnets hf. eiga að byrja með því að lagður verður vegur, áætlaður 27-89 metra langur og 6 metra breiður, að hverju masturstæði svo hægt sé að flytja efnið í mastrið þangað sem það á að rísa. Næst þarf að grafa eða sprengja margra metra djúpar holur og hella í þær steypu í undirstöður undir mastrið, svo að það fjúki ekki burt. Í fyrsta áfanga ætlar Landsnet hf. að reisa 8 slík möstur í landi Hvassahrauns, sem er næsti bær við Hafnarfjarðarlandið, og 10 möstur í Vatnsleysulandinu, sem er næsti bær sunnan við Hvassahraun. Þar er reyndar eitt fallegasta byggingaland fyrir mannabústaði sunnan við Hafnarfjarðarmörkin. Í suðurenda sveitarfélagsins, í Vogum, hefur byggð stækkað ört á seinni árum og fólki fjölgað. Þar þóknast Landsneti hf. að ákveða að línustæði fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli liggja yfir vatnsverndarsvæði, sem búið er að ákveða að nota undir nýtt vatnsból fyrir þennan fjölmennasta hluta Sveitarfélagsins Voga. Í seinni tíð hefur fólk þar oft lent í vandræðum með mengað vatn úr núverandi vatnsbólum sem nauðsynlega þarf að endurnýja. Á milli þessara tveggja enda Sveitarfélagsins Voga liggur Strandarheiðin, grösug og gróin. Hún er mjög fallegt útivistarsvæði hér í miðju þéttbýlinu við Faxaflóann. Á Vatnsleysuströnd hefur verið mannabyggð síðan á landnámsöld. Í heiðinni er mikið af mannvistarleyfum frá liðnum öldum. Þar eru gamlar fjárborgir, seljatóftir, kolagrafir og göngustígar liðinna kynslóða að ógleymdum gjám og gljúfrum, hverum, gígum og móbergsfjöllum með Keili í broddi fylkingar. Af Keili er glæsilegt útsýni sem skömm er að eyðileggja með tveimur óþarfa loftlínum sem auðvelt væri, og ekkert dýrara að leggja í jörð meðfram Reykjanesbrautinni. Þar sem svo vill til að hálfur Keilir er í landi undirritaðrar neita ég að taka þátt í að úreltar framkvæmdir Landsnets hf. verði eina útsýnið af því ágæta fjalli í framtíðinni. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Íbúar og landeigendur á Vatnsleysuströnd hafa árum saman barist gegn því að Landsnet hf. leggi um sveitarfélagið okkar, sem nú heitir Sveitarfélagið Vogar (Sv. Vogar) 17,5 km langt og allt að 30 metra hátt loftlínubákn þ.e. þann part af Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hf. ætlar að leggja milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Bæjarstjórn Sv. Voga samþykkti fyrir mörgum árum, í sátt við íbúana og að marg yfirlýstum vilja meirihluta þeirra, að allar nýjar raflínur skyldu lagðar í jörð. Gildandi aðalskipulagi Sv. Voga kveður því á um að nýjar raflínur verði jarðstrengir. Þetta ætlar Landsnet ekki að gera, þó að það geti ekki lengur skotið sér á bak við sinn ýkta verðmun á jarðstrengjum og loftlínum sem forsvarsmenn fyrirtækisins notuðu óspart við undirbúning verksins. Þær ýkjur komst Landsnet hf. upp með, án þess að leggja fyrir eftirlitsaðila reiknaðan samanburð á þessum kostnaðarmun. Verkið er ekki hafið, en Landsnet hf. situr við sinn keip og ætlar eftir sem áður að reisa loftlínubáknið eins og til stóð fyrir 10 árum, og valda þar með eins miklum umhverfisskaða og mögulegt er. Í fyrsta áfanga verksins ætlar Landsnet hf. að reisa yfir 50 möstur á þessum 17,5 km sem liggja um Sv. Voga. Síðan eiga jafnmörg möstur að rísa í 2. áfanga þegar „gamla línan“, sem er reyndar aðeins 24 ára, verður lögð niður og reist annað loftlínubákn jafnstórt hinu fyrra. Þetta tvöfalda loftlínubákn á að reisa rétt ofan við Reykjanesbrautina. Það á að verða fyrsta sýn ferðamanna sem flykkjast hingað fljúgandi til að skoða ósnortna íslenska náttúru og hafa haft gaman af að byrja þá skoðun á sérkennilegu útsýni af Reykjanesbrautinni á leiðinni til Reykjavíkur. Úreltar framkvæmdir Framkvæmdir Landsnets hf. eiga að byrja með því að lagður verður vegur, áætlaður 27-89 metra langur og 6 metra breiður, að hverju masturstæði svo hægt sé að flytja efnið í mastrið þangað sem það á að rísa. Næst þarf að grafa eða sprengja margra metra djúpar holur og hella í þær steypu í undirstöður undir mastrið, svo að það fjúki ekki burt. Í fyrsta áfanga ætlar Landsnet hf. að reisa 8 slík möstur í landi Hvassahrauns, sem er næsti bær við Hafnarfjarðarlandið, og 10 möstur í Vatnsleysulandinu, sem er næsti bær sunnan við Hvassahraun. Þar er reyndar eitt fallegasta byggingaland fyrir mannabústaði sunnan við Hafnarfjarðarmörkin. Í suðurenda sveitarfélagsins, í Vogum, hefur byggð stækkað ört á seinni árum og fólki fjölgað. Þar þóknast Landsneti hf. að ákveða að línustæði fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli liggja yfir vatnsverndarsvæði, sem búið er að ákveða að nota undir nýtt vatnsból fyrir þennan fjölmennasta hluta Sveitarfélagsins Voga. Í seinni tíð hefur fólk þar oft lent í vandræðum með mengað vatn úr núverandi vatnsbólum sem nauðsynlega þarf að endurnýja. Á milli þessara tveggja enda Sveitarfélagsins Voga liggur Strandarheiðin, grösug og gróin. Hún er mjög fallegt útivistarsvæði hér í miðju þéttbýlinu við Faxaflóann. Á Vatnsleysuströnd hefur verið mannabyggð síðan á landnámsöld. Í heiðinni er mikið af mannvistarleyfum frá liðnum öldum. Þar eru gamlar fjárborgir, seljatóftir, kolagrafir og göngustígar liðinna kynslóða að ógleymdum gjám og gljúfrum, hverum, gígum og móbergsfjöllum með Keili í broddi fylkingar. Af Keili er glæsilegt útsýni sem skömm er að eyðileggja með tveimur óþarfa loftlínum sem auðvelt væri, og ekkert dýrara að leggja í jörð meðfram Reykjanesbrautinni. Þar sem svo vill til að hálfur Keilir er í landi undirritaðrar neita ég að taka þátt í að úreltar framkvæmdir Landsnets hf. verði eina útsýnið af því ágæta fjalli í framtíðinni. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun