Er Landspítalinn útungunarstöð fyrir fagfólk? Guðrún Kolbrún Otterstedt og Elísabet Sigfúsdóttir og Gunnlaug Thorlacius skrifa 7. maí 2015 07:00 Við erum félagsráðgjafar og vinnum á geðsviði Landspítalans. Á hverjum degi sinnum við og samstarfsfólk okkar verkefnum sem miða að því að tryggja velferð og öryggi þeirra sem til okkar leita. Þetta er áhugvert og krefjandi starf sem krefst sérfræðiþekkingar, að lágmarki fimm ára háskólamenntunar. Krafa Bandalags háskólamanna í yfirstandandi kjarabaráttu er einfaldlega sú að menntun verði metin til launa. Í því felst að ráðstöfunartekjur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna séu í samræmi við þann kostnað sem þeir hafa lagt í menntun sína. Þeir koma skuldum vafðir úr námi inn á vinnumarkað, hafa ekki greitt í lífeyrissjóð og ekki haft tækifæri til að leggja fyrir til húsnæðiskaupa. Auk þess greiðir hver félagi í BHM upphæð sem samsvarar þriggja vikna launum í afborganir af námslánum á ári hverju. Það gefur því augaleið að það er ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntað fólk að starfa hjá ríkinu eins og staðan er í dag. Við viljum að stjórnvöld sýni að þau vilji að menntað fólk sæki í störf hjá ríkinu. Landspítalinn er þriðju línu þjónustueining og þangað leitar veikasta fólkið. Almenningur gerir þær kröfur að þar fáist góð þjónusta, ef ekki sú besta. Gerð er krafa á að starfsfólk spítalans haldi sér vel upplýstu, sé í stöðugri þekkingarleit og sinni rannsóknum. Eftir útskrift úr háskóla ráða félagsráðgjafar sig gjarnan til krefjandi starfa á Landspítalanum og öðlast þar reynslu og þekkingu. En vegna láglaunastefnu ríkisins og þá sérstaklega Landspítalans, leita þessir starfsmenn því miður oft til betur launaðra starfa við fyrsta tækifæri. Starfsmannavelta er því mikil og hefur áhrif á faglegt starf auk þess sem það er kostnaðarsamt að þjálfa nýtt starfsfólk sem stoppar stutt við. Það má því segja að Landspítalinn sé að einhverju leyti útungunarstöð fyrir fagfólk án þess að fá að njóta ávinningsins. Nú hefur verkfall háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna staðið í fjórar vikur án þess að viðræður hafi skilað nokkrum árangri. Kröfugerð BHM er sú að menntun verði metin til launa og nú stendur upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa á ríkisstofnunum. Í ljósi ofangreinds er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort við getum hugsað okkur að reka Landspítalann án fjölbreytts hóps háskólamenntaðs starfsfólks?Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við erum félagsráðgjafar og vinnum á geðsviði Landspítalans. Á hverjum degi sinnum við og samstarfsfólk okkar verkefnum sem miða að því að tryggja velferð og öryggi þeirra sem til okkar leita. Þetta er áhugvert og krefjandi starf sem krefst sérfræðiþekkingar, að lágmarki fimm ára háskólamenntunar. Krafa Bandalags háskólamanna í yfirstandandi kjarabaráttu er einfaldlega sú að menntun verði metin til launa. Í því felst að ráðstöfunartekjur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna séu í samræmi við þann kostnað sem þeir hafa lagt í menntun sína. Þeir koma skuldum vafðir úr námi inn á vinnumarkað, hafa ekki greitt í lífeyrissjóð og ekki haft tækifæri til að leggja fyrir til húsnæðiskaupa. Auk þess greiðir hver félagi í BHM upphæð sem samsvarar þriggja vikna launum í afborganir af námslánum á ári hverju. Það gefur því augaleið að það er ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntað fólk að starfa hjá ríkinu eins og staðan er í dag. Við viljum að stjórnvöld sýni að þau vilji að menntað fólk sæki í störf hjá ríkinu. Landspítalinn er þriðju línu þjónustueining og þangað leitar veikasta fólkið. Almenningur gerir þær kröfur að þar fáist góð þjónusta, ef ekki sú besta. Gerð er krafa á að starfsfólk spítalans haldi sér vel upplýstu, sé í stöðugri þekkingarleit og sinni rannsóknum. Eftir útskrift úr háskóla ráða félagsráðgjafar sig gjarnan til krefjandi starfa á Landspítalanum og öðlast þar reynslu og þekkingu. En vegna láglaunastefnu ríkisins og þá sérstaklega Landspítalans, leita þessir starfsmenn því miður oft til betur launaðra starfa við fyrsta tækifæri. Starfsmannavelta er því mikil og hefur áhrif á faglegt starf auk þess sem það er kostnaðarsamt að þjálfa nýtt starfsfólk sem stoppar stutt við. Það má því segja að Landspítalinn sé að einhverju leyti útungunarstöð fyrir fagfólk án þess að fá að njóta ávinningsins. Nú hefur verkfall háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna staðið í fjórar vikur án þess að viðræður hafi skilað nokkrum árangri. Kröfugerð BHM er sú að menntun verði metin til launa og nú stendur upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa á ríkisstofnunum. Í ljósi ofangreinds er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort við getum hugsað okkur að reka Landspítalann án fjölbreytts hóps háskólamenntaðs starfsfólks?Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun