Lífið

Heimsleikarnir í CrossFit: Fylgstu með keppendunum á Watchbox

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Íslenskir keppendur sóla sig eftir keppni og Björgvin Karl Guðmundsson nýkominn úr sjónum.
Íslenskir keppendur sóla sig eftir keppni og Björgvin Karl Guðmundsson nýkominn úr sjónum.
Fimm einstaklingar og lið frá CrossFit Reykjavík eru stödd í Los Angeles þar sem keppni á Heimsleikunum í CrossFit fer fram. Fólkið í kringum þau fylgist náist með framgangi mála og er hægt að fylgjast með þeim hér í gegnum Watchbox.

Fyrsti keppnisdagur fór fram í gær og er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir efst íslensku keppendanna eftir hann en hún er í þriðja sæti í kvennaflokki. Björgvin Karl Guðmundsson er í sjötta sæti í karlaflokknum og lið CrossFit Reykjavíkur er í 35. sæti.

Vísir  mun fylgjast með stemmningunni hjá Íslendingunum sem eru mættir út til að fylgjast með íslensku keppendunum í gegnum Watchbox.

Hér að neðan má sjá myndir og myndbönd sem þeir senda frá sér á Snapchat frá Los Angeles en íslenska appið  Watchbox  gerir okkur það kleift.  Watchbox er frítt í  App Store.

Veistu um fleiri sem eru að senda skemmtileg myndbönd frá keppninni í gegnum Watchbox eða Snapchat? Sendu endilega ábendingu á netfangið david@watchboxapp.com.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×