Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2015 14:07 Skipuleggjendur Druslugöngunnar segja að með myndbandinu vilji skipuleggjendur hvetja alla landsmenn til að deila sínu ákalli. Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall þar sem þjóðþekktir einstaklingar ásamt fleirum koma fram og kalla eftir breytingu í samfélaginu. Myndbandið birtist undir myllumerkinu #drusluákall, en með því óska skipuleggjendur göngunnar eftir því að landsmenn láti sig málið varða og kalli eftir því sem þeim finnst mega betur fara í málaflokknum. Í tilkynningu frá aðstandendum Druslugöngunnar segir að með þessu vilji skipuleggjendur hvetja alla landsmenn til að deila sínu ákalli, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, á kaffistofunni í vinnuni, eða í saumaklúbbnum. „Með því vonast skipuleggjendur til að auka umræðuna um kynferðisofbeldi og hvernig við sem samfélag getum brugðist við því sem samfélagsvandamáli. Áköllin í myndbandinu eru mjög fjölbreytt og lúta meðal annars að lögreglunni, dómsstólum, kerfinu sem tekur við þolendum og samfélagsins í heild sinni. Druslugangan er vettvangur þolenda kynferðisofbeldis og hefur verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi síðustu ár. Yfirlýst markmið göngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa af þolendum og yfir á gerendur og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum.“Druslugangan verður haldin í fimmta sinn þann 25. júlí næstkomandi. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Tweets about #drusluákall OR #druslugangan OR #égerdrusla OR #drusluder Tengdar fréttir Útgáfa ljósmyndabókar stöðvuð eftir ábendingu um kynferðisbrotamann Aðstandendur Druslugöngunnar stöðvuðu útgáfu ljósmyndabókar vegna ábendingar um að einn af aðstandendum bókarinnar væri kynferðisafbrotamaður. Salka bókaforlag varð fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni. 24. júní 2015 07:00 Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27 „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21 Ritstjóri hvetur nauðgara kærustu sinnar til að kæra sig fyrir hótun Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust. 23. júlí 2015 09:57 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fleiri fréttir Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Sjá meira
Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall þar sem þjóðþekktir einstaklingar ásamt fleirum koma fram og kalla eftir breytingu í samfélaginu. Myndbandið birtist undir myllumerkinu #drusluákall, en með því óska skipuleggjendur göngunnar eftir því að landsmenn láti sig málið varða og kalli eftir því sem þeim finnst mega betur fara í málaflokknum. Í tilkynningu frá aðstandendum Druslugöngunnar segir að með þessu vilji skipuleggjendur hvetja alla landsmenn til að deila sínu ákalli, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, á kaffistofunni í vinnuni, eða í saumaklúbbnum. „Með því vonast skipuleggjendur til að auka umræðuna um kynferðisofbeldi og hvernig við sem samfélag getum brugðist við því sem samfélagsvandamáli. Áköllin í myndbandinu eru mjög fjölbreytt og lúta meðal annars að lögreglunni, dómsstólum, kerfinu sem tekur við þolendum og samfélagsins í heild sinni. Druslugangan er vettvangur þolenda kynferðisofbeldis og hefur verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi síðustu ár. Yfirlýst markmið göngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa af þolendum og yfir á gerendur og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum.“Druslugangan verður haldin í fimmta sinn þann 25. júlí næstkomandi. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Tweets about #drusluákall OR #druslugangan OR #égerdrusla OR #drusluder
Tengdar fréttir Útgáfa ljósmyndabókar stöðvuð eftir ábendingu um kynferðisbrotamann Aðstandendur Druslugöngunnar stöðvuðu útgáfu ljósmyndabókar vegna ábendingar um að einn af aðstandendum bókarinnar væri kynferðisafbrotamaður. Salka bókaforlag varð fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni. 24. júní 2015 07:00 Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27 „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21 Ritstjóri hvetur nauðgara kærustu sinnar til að kæra sig fyrir hótun Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust. 23. júlí 2015 09:57 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fleiri fréttir Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Sjá meira
Útgáfa ljósmyndabókar stöðvuð eftir ábendingu um kynferðisbrotamann Aðstandendur Druslugöngunnar stöðvuðu útgáfu ljósmyndabókar vegna ábendingar um að einn af aðstandendum bókarinnar væri kynferðisafbrotamaður. Salka bókaforlag varð fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni. 24. júní 2015 07:00
Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Druslugangan fer fram 25. júlí. Strætóskýli borgarinnar verða skreytt druslum þar til gangan fer fram. 15. júlí 2015 10:27
„Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21
Ritstjóri hvetur nauðgara kærustu sinnar til að kæra sig fyrir hótun Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag í tilefni Druslugöngunnar. Þar greinir hann frá því að kærustu hans hafi verið nauðgað áður en þau kynntust. 23. júlí 2015 09:57