Kristján Flóki í aðalhlutverki er FH féll úr leik í Aserbaísjan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2015 14:31 Kristján Flóki skoraði og var svo rekinn út af. Vísir/Valli FH er úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Inter Bakú. Aserarnir unnu fyrri leikinn í Kaplakrika 1-2 og fóru því áfram, 4-3 samanlagt. Inter Bakú mætir Athletic Bilbao í næstu umferð. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2, FH í vil en Kristján Flóki Finnbogason kom FH yfir á 52. mínútu. Þremur mínútum síðar var hann rekinn af velli og FH-ingar voru því einum færri síðustu 35 mínútur leiksins og alla framlenginguna. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Eina mark fyrri hálfleiks var þó aserskt en það gerði Abbas Huseynov í uppbótartíma eftir stungusendingu Nika Kvekveskiri. En leikmenn Fimleikafélagsins komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins tveggja mínútna leik jafnaði Þórarinn Ingi Valdimarsson metin. Jeremy Serwy átti góða fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Eyjamanninum sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Og aðeins fimm mínútum síðar kom varamaðurinn Kristján Flóki FH yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Serwy og skalla Atla Guðnasonar fyrir markið. Flóki kom aftur við sögu á 55. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir afar litlar sakir en úkraníski dómarinn, Yaroslav Kozyk, var FH-ingum mjög óhagstæður í dag. Eftir brottvísunina sóttu heimamenn meira en ógnuðu marki FH sárasjaldan. Það var helst að þeir næðu langskotum en þau voru flest víðsfjarri markinu eða enduðu öruggum höndum hins 44 ára gamla Kristjáns Finnbogasonar. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2 og því þurfti að framlengja. Strax á fyrstu mínútu framlengingarinnar jafnaði Rauf Aliyev metin með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir að FH-ingar komu boltanum ekki nógu vel í burtu. Eftir jöfnunarmarkið var á brattan að sækja fyrir FH sem varð að lokum að sætta sig við jafntefli og þar með að falla úr leik. Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
FH er úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Inter Bakú. Aserarnir unnu fyrri leikinn í Kaplakrika 1-2 og fóru því áfram, 4-3 samanlagt. Inter Bakú mætir Athletic Bilbao í næstu umferð. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2, FH í vil en Kristján Flóki Finnbogason kom FH yfir á 52. mínútu. Þremur mínútum síðar var hann rekinn af velli og FH-ingar voru því einum færri síðustu 35 mínútur leiksins og alla framlenginguna. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Eina mark fyrri hálfleiks var þó aserskt en það gerði Abbas Huseynov í uppbótartíma eftir stungusendingu Nika Kvekveskiri. En leikmenn Fimleikafélagsins komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins tveggja mínútna leik jafnaði Þórarinn Ingi Valdimarsson metin. Jeremy Serwy átti góða fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Eyjamanninum sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Og aðeins fimm mínútum síðar kom varamaðurinn Kristján Flóki FH yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Serwy og skalla Atla Guðnasonar fyrir markið. Flóki kom aftur við sögu á 55. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir afar litlar sakir en úkraníski dómarinn, Yaroslav Kozyk, var FH-ingum mjög óhagstæður í dag. Eftir brottvísunina sóttu heimamenn meira en ógnuðu marki FH sárasjaldan. Það var helst að þeir næðu langskotum en þau voru flest víðsfjarri markinu eða enduðu öruggum höndum hins 44 ára gamla Kristjáns Finnbogasonar. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2 og því þurfti að framlengja. Strax á fyrstu mínútu framlengingarinnar jafnaði Rauf Aliyev metin með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir að FH-ingar komu boltanum ekki nógu vel í burtu. Eftir jöfnunarmarkið var á brattan að sækja fyrir FH sem varð að lokum að sætta sig við jafntefli og þar með að falla úr leik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira