Alltaf keila eða langa í matinn Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2015 11:41 Einar Kárason: „Þegar ég vann forðum við löndun úr Ísbjarnarbátum, og seinna var við fiskveiðar á bátaflotanum, fóru þessar tegundir alltaf beint í gúanó.“ Einar Kárason rithöfundur vekur máls á nokkru sem margur Íslendingurinn veldir eflaust fyrir sér nú á dögum en hefur kannski ekki haft orð á hingað til. Sem er þetta að það virðist alltaf vera langa eða keila í matinn. „Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila,“ segir rithöfundurinn á Facebook, en fer vel með gremju sína – enda leika stílvopnin oftast í höndum Einars. Sem heldur áfram: „Þegar ég vann forðum við löndun úr Ísbjarnarbátum, og seinna var við fiskveiðar á bátaflotanum, fóru þessar tegundir alltaf beint í gúanó.“ Og Einar vitnar að sjálfsögðu í nóbelsskáldið, Halldór Kiljan Laxness, máli sínu til stuðnings: „Ég heyrði áðan HKL lesa úr Brekkukotsannál, þar sem kona úr Landbrotinu er spurð hvaða fisk þau hafi þar. Hún svarar að í uppsveitum fái menn ekki nema löngu og keilu. „Þesskonar fisk berum við hér um slóðir á tún“ var henni svarað.“ Ekki vantar viðbrögðin á Fb-vegg Einars. Örn Úlfar Sævarsson spyr hvort ekki hafi verið keila í tunnu Bjarts og Pétur Már Ólafsson útgefandi staðfestir að svo hafi verið: „Það olli Bjarti töluverðum áhyggjum að b börnin urðu með hverjum deginum ónýtari við hinn svonefnda trosfisk, saltsteinbít, ufsa og keilu, sömuleiðis hið súra slátur frá því í fyrra ...“ Sigurður H. Einarsson segir að langa og keilia hafi verið söltuð fyrir Ítalíumarkað, en yfirhöfðuð væri þetta ekki mannamatur. Og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur segir þetta tros dagsins. Reyndar eru deildar meiningar um ágæti þessa kosts og hafa hugleiðingar Einars vakið athyglisverð skoðanaskipti um matarmenningu Íslendinga.Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila. Þegar ég...Posted by Einar Kárason on 22. júlí 2015 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur vekur máls á nokkru sem margur Íslendingurinn veldir eflaust fyrir sér nú á dögum en hefur kannski ekki haft orð á hingað til. Sem er þetta að það virðist alltaf vera langa eða keila í matinn. „Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila,“ segir rithöfundurinn á Facebook, en fer vel með gremju sína – enda leika stílvopnin oftast í höndum Einars. Sem heldur áfram: „Þegar ég vann forðum við löndun úr Ísbjarnarbátum, og seinna var við fiskveiðar á bátaflotanum, fóru þessar tegundir alltaf beint í gúanó.“ Og Einar vitnar að sjálfsögðu í nóbelsskáldið, Halldór Kiljan Laxness, máli sínu til stuðnings: „Ég heyrði áðan HKL lesa úr Brekkukotsannál, þar sem kona úr Landbrotinu er spurð hvaða fisk þau hafi þar. Hún svarar að í uppsveitum fái menn ekki nema löngu og keilu. „Þesskonar fisk berum við hér um slóðir á tún“ var henni svarað.“ Ekki vantar viðbrögðin á Fb-vegg Einars. Örn Úlfar Sævarsson spyr hvort ekki hafi verið keila í tunnu Bjarts og Pétur Már Ólafsson útgefandi staðfestir að svo hafi verið: „Það olli Bjarti töluverðum áhyggjum að b börnin urðu með hverjum deginum ónýtari við hinn svonefnda trosfisk, saltsteinbít, ufsa og keilu, sömuleiðis hið súra slátur frá því í fyrra ...“ Sigurður H. Einarsson segir að langa og keilia hafi verið söltuð fyrir Ítalíumarkað, en yfirhöfðuð væri þetta ekki mannamatur. Og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur segir þetta tros dagsins. Reyndar eru deildar meiningar um ágæti þessa kosts og hafa hugleiðingar Einars vakið athyglisverð skoðanaskipti um matarmenningu Íslendinga.Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila. Þegar ég...Posted by Einar Kárason on 22. júlí 2015
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira