Alltaf keila eða langa í matinn Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2015 11:41 Einar Kárason: „Þegar ég vann forðum við löndun úr Ísbjarnarbátum, og seinna var við fiskveiðar á bátaflotanum, fóru þessar tegundir alltaf beint í gúanó.“ Einar Kárason rithöfundur vekur máls á nokkru sem margur Íslendingurinn veldir eflaust fyrir sér nú á dögum en hefur kannski ekki haft orð á hingað til. Sem er þetta að það virðist alltaf vera langa eða keila í matinn. „Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila,“ segir rithöfundurinn á Facebook, en fer vel með gremju sína – enda leika stílvopnin oftast í höndum Einars. Sem heldur áfram: „Þegar ég vann forðum við löndun úr Ísbjarnarbátum, og seinna var við fiskveiðar á bátaflotanum, fóru þessar tegundir alltaf beint í gúanó.“ Og Einar vitnar að sjálfsögðu í nóbelsskáldið, Halldór Kiljan Laxness, máli sínu til stuðnings: „Ég heyrði áðan HKL lesa úr Brekkukotsannál, þar sem kona úr Landbrotinu er spurð hvaða fisk þau hafi þar. Hún svarar að í uppsveitum fái menn ekki nema löngu og keilu. „Þesskonar fisk berum við hér um slóðir á tún“ var henni svarað.“ Ekki vantar viðbrögðin á Fb-vegg Einars. Örn Úlfar Sævarsson spyr hvort ekki hafi verið keila í tunnu Bjarts og Pétur Már Ólafsson útgefandi staðfestir að svo hafi verið: „Það olli Bjarti töluverðum áhyggjum að b börnin urðu með hverjum deginum ónýtari við hinn svonefnda trosfisk, saltsteinbít, ufsa og keilu, sömuleiðis hið súra slátur frá því í fyrra ...“ Sigurður H. Einarsson segir að langa og keilia hafi verið söltuð fyrir Ítalíumarkað, en yfirhöfðuð væri þetta ekki mannamatur. Og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur segir þetta tros dagsins. Reyndar eru deildar meiningar um ágæti þessa kosts og hafa hugleiðingar Einars vakið athyglisverð skoðanaskipti um matarmenningu Íslendinga.Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila. Þegar ég...Posted by Einar Kárason on 22. júlí 2015 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Fleiri fréttir Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur vekur máls á nokkru sem margur Íslendingurinn veldir eflaust fyrir sér nú á dögum en hefur kannski ekki haft orð á hingað til. Sem er þetta að það virðist alltaf vera langa eða keila í matinn. „Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila,“ segir rithöfundurinn á Facebook, en fer vel með gremju sína – enda leika stílvopnin oftast í höndum Einars. Sem heldur áfram: „Þegar ég vann forðum við löndun úr Ísbjarnarbátum, og seinna var við fiskveiðar á bátaflotanum, fóru þessar tegundir alltaf beint í gúanó.“ Og Einar vitnar að sjálfsögðu í nóbelsskáldið, Halldór Kiljan Laxness, máli sínu til stuðnings: „Ég heyrði áðan HKL lesa úr Brekkukotsannál, þar sem kona úr Landbrotinu er spurð hvaða fisk þau hafi þar. Hún svarar að í uppsveitum fái menn ekki nema löngu og keilu. „Þesskonar fisk berum við hér um slóðir á tún“ var henni svarað.“ Ekki vantar viðbrögðin á Fb-vegg Einars. Örn Úlfar Sævarsson spyr hvort ekki hafi verið keila í tunnu Bjarts og Pétur Már Ólafsson útgefandi staðfestir að svo hafi verið: „Það olli Bjarti töluverðum áhyggjum að b börnin urðu með hverjum deginum ónýtari við hinn svonefnda trosfisk, saltsteinbít, ufsa og keilu, sömuleiðis hið súra slátur frá því í fyrra ...“ Sigurður H. Einarsson segir að langa og keilia hafi verið söltuð fyrir Ítalíumarkað, en yfirhöfðuð væri þetta ekki mannamatur. Og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur segir þetta tros dagsins. Reyndar eru deildar meiningar um ágæti þessa kosts og hafa hugleiðingar Einars vakið athyglisverð skoðanaskipti um matarmenningu Íslendinga.Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila. Þegar ég...Posted by Einar Kárason on 22. júlí 2015
Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Fleiri fréttir Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Sjá meira