Jakob: Skiptir ekki öllu máli þó að ég hafi tekið mér frí eitt sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 14:00 Jakob Örn Sigurðarson einbeittur á æfingu liðsins í Ásgarði fyrr í vikunni. vísir/andri marinó Jakob Örn Sigugurðarson, landsliðsmaður í körfubolta, var ekki með íslenska liðinu í fyrra þegar það vann sér inn sæti á EM 2015. „Mér finnst löngunin ekki 100 prósent til staðar. Þá finnst mér ekki rétt gagnvart hinum strákunum og KKÍ að vera með. Ef ég ætla ekki að vera með af fullum krafti er betra að velja einhvern annan,“ sagði Jakob við Vísi um ákvörðun sína í byrjun júlí á síðasta ári.Sjá einnig:Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Hann missti af einu mesta ævintýri íslenska landsliðsins þegar það vann Bretlands tvívegis og tryggði sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Jakob sneri aftur í landsliðið fyrr á þessu ári þegar hann tók þátt í Smáþjóðaleikunum. Það var aldrei spurning í hans huga um að vera með aftur. „Mig langaði alltaf að vera með og koma aftur inn í þetta. Mig hlakkaði bara til,“ sagði Jakob Örn við Vísi á fyrstu æfingu liðsins fyrr í vikunni.Jakob Örn var í silfurliði Íslands á Smáþjóðaleikunum.vísir/andri marinóMaður á að hugsa um þetta Jakob segir alla hafa sýnt fullan skilning á því að hann vildi taka sér stutt frí frá landsliðinu. „Það var fullur skilningur á því. Það er ekki eins og ég hafi verið í burtu í langan tíma. Ég er búinn að vera í landsliðinu í tóf ár og frí eitt sumar ætti nú ekki að skipta öllu máli. Það hafa margir gert það,“ sagði Jakob.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Það er ekki eins og ég sé eitthvað nýr í þessu. Hér eru leikmenn sem ég hef spilað með í langan tíma og þekki vel.“ Skotbavörðurinn öflugi kveðst mjög spenntur fyrir þessu stóra verkefni landsliðsins, en liðið verður nú meira og minna saman í sex vikur fram að móti og spilar meðal annars á tveimur æfingamótum. „Það er rosalega gaman að hitta alla aftur. Maður er búinn að bíða eftir þessu síðan Smáþjóðaleikarnir enduðu, að byrja svona alvöru undirbúning,“ sagði Jakob. „Spennan eykst mikið með hverjum deginum. Því nær sem dregur hugsar maður meira um þetta. Það er líka bara gott. Maður á að hugsa um þetta því þetta er eitthvað sem maður fer í gegnum bara einu sinni á ferlinum,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Jakob Örn Sigugurðarson, landsliðsmaður í körfubolta, var ekki með íslenska liðinu í fyrra þegar það vann sér inn sæti á EM 2015. „Mér finnst löngunin ekki 100 prósent til staðar. Þá finnst mér ekki rétt gagnvart hinum strákunum og KKÍ að vera með. Ef ég ætla ekki að vera með af fullum krafti er betra að velja einhvern annan,“ sagði Jakob við Vísi um ákvörðun sína í byrjun júlí á síðasta ári.Sjá einnig:Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Hann missti af einu mesta ævintýri íslenska landsliðsins þegar það vann Bretlands tvívegis og tryggði sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Jakob sneri aftur í landsliðið fyrr á þessu ári þegar hann tók þátt í Smáþjóðaleikunum. Það var aldrei spurning í hans huga um að vera með aftur. „Mig langaði alltaf að vera með og koma aftur inn í þetta. Mig hlakkaði bara til,“ sagði Jakob Örn við Vísi á fyrstu æfingu liðsins fyrr í vikunni.Jakob Örn var í silfurliði Íslands á Smáþjóðaleikunum.vísir/andri marinóMaður á að hugsa um þetta Jakob segir alla hafa sýnt fullan skilning á því að hann vildi taka sér stutt frí frá landsliðinu. „Það var fullur skilningur á því. Það er ekki eins og ég hafi verið í burtu í langan tíma. Ég er búinn að vera í landsliðinu í tóf ár og frí eitt sumar ætti nú ekki að skipta öllu máli. Það hafa margir gert það,“ sagði Jakob.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Það er ekki eins og ég sé eitthvað nýr í þessu. Hér eru leikmenn sem ég hef spilað með í langan tíma og þekki vel.“ Skotbavörðurinn öflugi kveðst mjög spenntur fyrir þessu stóra verkefni landsliðsins, en liðið verður nú meira og minna saman í sex vikur fram að móti og spilar meðal annars á tveimur æfingamótum. „Það er rosalega gaman að hitta alla aftur. Maður er búinn að bíða eftir þessu síðan Smáþjóðaleikarnir enduðu, að byrja svona alvöru undirbúning,“ sagði Jakob. „Spennan eykst mikið með hverjum deginum. Því nær sem dregur hugsar maður meira um þetta. Það er líka bara gott. Maður á að hugsa um þetta því þetta er eitthvað sem maður fer í gegnum bara einu sinni á ferlinum,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik