Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Snærós Sindradóttir skrifar 23. júlí 2015 07:00 Þórólfur Matthíasson „Þeir búa til kerfi sem er greinilega til þess ætlað að knýja þá á kné sem eru í samkeppni við MS,“ þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Ástæðan er ákvörðun Verðlagsnefndar búvara að heildsöluverð gerilsneyddar mjólkur í lausu máli, sem er ekki inn pökkuð, sé 105 krónur en mjólk í fernu kosti 121 krónu. Í grein í Fréttablaðinu í dag fullyrðir Þórólfur að mismunurinn dugi ekki fyrir innpökkunarkostnaði og því sé verið að ofrukka samkeppnisaðila MS, sem þurfa að eiga í viðskiptum við stórfyrirtækið.Ari Edwald„Þetta er opinber nefnd sem setur verðlag og þarna er hún að gera það skakkt. Þetta er bara til þess að þrýsta Ólafi út af markaðnum,“ segir Þórólfur og á þar við Ólaf M. Magnússon framkvæmdastjóra mjólkurbúsins Kú. Kú hefur kært verðlagshækkun nefndarinnar og segir að með ákvörðuninni sé Verðlagsnefnd búvara að leggja 17,44 prósenta samkeppnisskatt sem renni til MS. Hækkun á mjólkurafurðum um 3,58 prósent og á smjöri um 11,6 prósent hefur verið gríðarlega gagnrýnd síðan ákvörðunin var tekin þann 17. júlí síðastliðinn. Í gær sendu Samtök verslunar og þjónustu frá sér ályktun gegn hækkuninni. Ari Edwald er varaformaður samtakanna en jafnframt forstjóri Mjólkursamsölunnar. Hann segist ósammála ályktun samtakanna og hafi sjálfur verið í minnihluta við atkvæðagreiðslu um hana. „Ég held að þessi umræða sem er búin að vera um landbúnaðarmál og mjólkurframleiðsluna síðustu daga sé ákaflega yfirborðskennd.“ Hann segir að þeir sem gagnrýni hækkunina vilji mjólk á almennan samkeppnismarkað. „Aðalatriðið er það ef menn ætla ekki að hafa opinbera íhlutun um verðlagningu, hvað ætti þá að taka við? Það er alveg ljóst að við þær aðstæður væri ekki landbúnaður á Íslandi eins og við þekkjum hann.“ Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Þeir búa til kerfi sem er greinilega til þess ætlað að knýja þá á kné sem eru í samkeppni við MS,“ þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Ástæðan er ákvörðun Verðlagsnefndar búvara að heildsöluverð gerilsneyddar mjólkur í lausu máli, sem er ekki inn pökkuð, sé 105 krónur en mjólk í fernu kosti 121 krónu. Í grein í Fréttablaðinu í dag fullyrðir Þórólfur að mismunurinn dugi ekki fyrir innpökkunarkostnaði og því sé verið að ofrukka samkeppnisaðila MS, sem þurfa að eiga í viðskiptum við stórfyrirtækið.Ari Edwald„Þetta er opinber nefnd sem setur verðlag og þarna er hún að gera það skakkt. Þetta er bara til þess að þrýsta Ólafi út af markaðnum,“ segir Þórólfur og á þar við Ólaf M. Magnússon framkvæmdastjóra mjólkurbúsins Kú. Kú hefur kært verðlagshækkun nefndarinnar og segir að með ákvörðuninni sé Verðlagsnefnd búvara að leggja 17,44 prósenta samkeppnisskatt sem renni til MS. Hækkun á mjólkurafurðum um 3,58 prósent og á smjöri um 11,6 prósent hefur verið gríðarlega gagnrýnd síðan ákvörðunin var tekin þann 17. júlí síðastliðinn. Í gær sendu Samtök verslunar og þjónustu frá sér ályktun gegn hækkuninni. Ari Edwald er varaformaður samtakanna en jafnframt forstjóri Mjólkursamsölunnar. Hann segist ósammála ályktun samtakanna og hafi sjálfur verið í minnihluta við atkvæðagreiðslu um hana. „Ég held að þessi umræða sem er búin að vera um landbúnaðarmál og mjólkurframleiðsluna síðustu daga sé ákaflega yfirborðskennd.“ Hann segir að þeir sem gagnrýni hækkunina vilji mjólk á almennan samkeppnismarkað. „Aðalatriðið er það ef menn ætla ekki að hafa opinbera íhlutun um verðlagningu, hvað ætti þá að taka við? Það er alveg ljóst að við þær aðstæður væri ekki landbúnaður á Íslandi eins og við þekkjum hann.“
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira