75 ára gamall Ellert Schram vann mótið með yfirburðum Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2015 10:18 Ellert B. Schram. Gamli keppnismaðurinn er harður í horn að taka á golfvellinum, ef svo ber undir. Ellert Schram, fyrrverandi ritstjóri og alþingismaður, náði sannkölluðum draumahring í golfinu á dögunum. Og það á hárréttum tíma, nefnilega á afmælismóti Golfklúbbsins Setbergs. Ellert er orðinn 75 ára gamall, hann var með 22,3 í forgjöf og spilaði hringinn á 80 höggum. Þessi árangur þýddi 44 punkta, eins og það heitir í golfinu, sem er glæsilegur árangur og Ellert sigraði mótið með miklum glæsibrag.Meintur forgjafarsvindlariVið verðlaunaafhendinguna gantaðist formaður klúbbsins, Högni Friðþjófsson, með það að þarna hlyti að vera forgjafasvindlari á ferð, slíkir væru yfirburðirnir. Högni var hins vegar fljótur að draga í land og biðjast velvirðingar á þeim ummælum, enda forgjöf Ellerts lögleg og endurspeglar með réttum hætti getu hans. „Það var ómaklegt og rangt að gefa í skyn að svindl hafi ráðið úrslitum,“ skrifar Högni á heimasíðu Setbergsklúbbsins. Ellert hlær að þessu í samtali við Vísi. „Það er náttúrlega engan veginn hægt að finna út að það hafi verið eitthvað svindl, ég hef meira og minna verið með sömu forgjöfina í þrjú til fjögur ár. Ég hef tekið mikið þátt í mótum þannig að forgjöfin er rétt. en hún auðvitað lækkaði eftir þennan fína hring.“Forgjöfin lækkaði hressilegaOg forgjöf Ellerts hrundi niður í 19,9 sem er býsna gott. „Hún lækkar ekkert of mikið. Sem er fínt. Aukaatriði hvað maður hefur mikið í forgjöf, það er upp og niður og ég er kominn á góðan aldur og þarf því að hafa trausta forgjöf. Metnaður í mönnum að komast niður í forgjöfinni en auðvitað hef ég áhuga á því en aðalatriðið er kannski það, í golfinu, að hreyfa mig og leika mér og svo er þetta áskorun. Og góðan félagsskap. Svo glittir stundum í gamla keppnismanninn þegar mikið liggur við. Kviknar á þessum kertum. Sem er ágætt. Maður er ekkert að spila þetta með hangandi hendi heldur gera sem best. Börnin mín gáfu mér golfkylfur í sextugsafmælinu, þá hafði ég aldrei spilað golf. Fljótlega, eða síðustu tíu árin hef ég verið duglegur. Sumir segja að synd sé að ég hefði ekki byrjað fyrr en ég segi sem betur fer, því maður er svo mikill dellukarl. Ég hafði þá frið til að gera eitthvað annað.“ Ellert fékk sem sagt golfsett þegar hann var sextugur og hefur varla litið til baka síðan. „Já, ég hugsa það nú. Ég spila yfir sumartímann, að minnsta kosti fjórum sinnum í viku ef veður leyfir. Enda er þetta ekki bara skemmtun heldur hreyfing og gagnsemi, fyrir fólk á þessum aldri.“Elskar þá alla þessa velliEllert er meðlimur í golfklúbbnum á Nesinu og svo Setberginu líka. „Svo er ég svo heppinn að eftir að ég var gerður að heiðursforseta hjá ÍSÍ fæ ég kort hjá Golfsambandinu sem veitir mér aðgang að öllum völlum tvisvar á ári. Það kann ég vel að meta.“ Og gamla kempan vill ekki gera upp á milli golfklúbba þegar farið er fram á það. „Mér finnst flestir þessara valla, góð hönnun og vel frá þessu gengið og tilbreyting. Ég elska þá alla.“ Næst á dagskrá er svo meistaramót Golfklúbbsins Setbergs sem hefst í næstu viku. „Maður verður að vera með. Svo kemstu heldur ekkert annars að á vellina, ef þú ert ekki í móti, það er leið inna á vellina.“ Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Ellert Schram, fyrrverandi ritstjóri og alþingismaður, náði sannkölluðum draumahring í golfinu á dögunum. Og það á hárréttum tíma, nefnilega á afmælismóti Golfklúbbsins Setbergs. Ellert er orðinn 75 ára gamall, hann var með 22,3 í forgjöf og spilaði hringinn á 80 höggum. Þessi árangur þýddi 44 punkta, eins og það heitir í golfinu, sem er glæsilegur árangur og Ellert sigraði mótið með miklum glæsibrag.Meintur forgjafarsvindlariVið verðlaunaafhendinguna gantaðist formaður klúbbsins, Högni Friðþjófsson, með það að þarna hlyti að vera forgjafasvindlari á ferð, slíkir væru yfirburðirnir. Högni var hins vegar fljótur að draga í land og biðjast velvirðingar á þeim ummælum, enda forgjöf Ellerts lögleg og endurspeglar með réttum hætti getu hans. „Það var ómaklegt og rangt að gefa í skyn að svindl hafi ráðið úrslitum,“ skrifar Högni á heimasíðu Setbergsklúbbsins. Ellert hlær að þessu í samtali við Vísi. „Það er náttúrlega engan veginn hægt að finna út að það hafi verið eitthvað svindl, ég hef meira og minna verið með sömu forgjöfina í þrjú til fjögur ár. Ég hef tekið mikið þátt í mótum þannig að forgjöfin er rétt. en hún auðvitað lækkaði eftir þennan fína hring.“Forgjöfin lækkaði hressilegaOg forgjöf Ellerts hrundi niður í 19,9 sem er býsna gott. „Hún lækkar ekkert of mikið. Sem er fínt. Aukaatriði hvað maður hefur mikið í forgjöf, það er upp og niður og ég er kominn á góðan aldur og þarf því að hafa trausta forgjöf. Metnaður í mönnum að komast niður í forgjöfinni en auðvitað hef ég áhuga á því en aðalatriðið er kannski það, í golfinu, að hreyfa mig og leika mér og svo er þetta áskorun. Og góðan félagsskap. Svo glittir stundum í gamla keppnismanninn þegar mikið liggur við. Kviknar á þessum kertum. Sem er ágætt. Maður er ekkert að spila þetta með hangandi hendi heldur gera sem best. Börnin mín gáfu mér golfkylfur í sextugsafmælinu, þá hafði ég aldrei spilað golf. Fljótlega, eða síðustu tíu árin hef ég verið duglegur. Sumir segja að synd sé að ég hefði ekki byrjað fyrr en ég segi sem betur fer, því maður er svo mikill dellukarl. Ég hafði þá frið til að gera eitthvað annað.“ Ellert fékk sem sagt golfsett þegar hann var sextugur og hefur varla litið til baka síðan. „Já, ég hugsa það nú. Ég spila yfir sumartímann, að minnsta kosti fjórum sinnum í viku ef veður leyfir. Enda er þetta ekki bara skemmtun heldur hreyfing og gagnsemi, fyrir fólk á þessum aldri.“Elskar þá alla þessa velliEllert er meðlimur í golfklúbbnum á Nesinu og svo Setberginu líka. „Svo er ég svo heppinn að eftir að ég var gerður að heiðursforseta hjá ÍSÍ fæ ég kort hjá Golfsambandinu sem veitir mér aðgang að öllum völlum tvisvar á ári. Það kann ég vel að meta.“ Og gamla kempan vill ekki gera upp á milli golfklúbba þegar farið er fram á það. „Mér finnst flestir þessara valla, góð hönnun og vel frá þessu gengið og tilbreyting. Ég elska þá alla.“ Næst á dagskrá er svo meistaramót Golfklúbbsins Setbergs sem hefst í næstu viku. „Maður verður að vera með. Svo kemstu heldur ekkert annars að á vellina, ef þú ert ekki í móti, það er leið inna á vellina.“
Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira