Fjallganga: Tindurinn sigraður með Reyni Trausta Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2015 07:00 Í upphafi farar. Í baksýn má sjá mikilúðlegan tindinn - Everest Hafnarfjarðar, stolt og yndi. Tíðindamaður Vísis þegar orðinn móður og másandi og gangan varla byrjuð visir/ernir „Neineinei, hérna stefnir í stórtískuslys,“ sagði Reynir Traustason fyrrverandi ritstjóri, blaðamaður og rithöfundur þegar tíðindamaður Vísis brölti út úr nýskoðaðri blaðamannadruslunni á bílastæði við Kaldársel ofan við Hafnarfjörð; í veiðijakka og golfbuxum. Greinilegt að ekki er sama hvernig menn mæta klæddir til leiks, ekki í fjallgöngugeiranum fremur en öðrum lífstílstengdum fyrirbærum. Til stóð að klífa Everest Hafnarfjarðar: Helgafell. Og reyna að öðlast skilning á því hvað þetta er sem dregur fólk þúsundum saman á fjöll?Fjallgöngufár á ÍslandiSannkallað fjallgöngufár ríkir á Íslandi og hefur gert undanfarin ár. Erfitt er að meta það en líkast til eru í það minnsta tíu þúsund manns sem stunda fjallgöngur á Íslandi með einum hætti eða öðrum. Í Ferðafélagi Íslands eru nú skráðir sjö þúsund meðlimir og fjölmargir gönguklúbbar aðrir eru starfræktir. Og fólk arkar á fjöll þó enginn sé klúbburinn. Undirritaður gengst fúslega við fordómum gagnvart fjallgöngum. Kannski á svipuðum nótum og Flosi Ólafsson heitinn gat aldrei skilið þetta sund, sem þá var æði fyrir: Maður er aldrei að fara neitt sérstakt. Forsenda fordóma er fáfræði og hugmyndin var að reyna að finna út úr því hvað er eiginlega í gangi? Og þá er bara að láta sig hafa það, fara í geymsluna og finna til gönguskóna.Í upphafi farar. Tveir þaulvanir fjallgöngugarpar, með göngustaf og einn nýgræðingur á golfbuxum. Tískuslys á fjöllum. Í baksýn Kaldársel. Hundarnir fengu að fara með og það fannst þeim ekki ónýtt.visir/ernirVar búinn að skipta út krabbameini fyrir hjartaáfall Reynir var því sá fyrsti sem mér datt í hug að hringja í til að takast á við þessa fjallafordóma mína og hann féllst góðfúslega á að ganga á Helgafell með mér. Á skömmum tíma hefur Reynir skapað sér nafn sem einn þekktasti fjallgöngumaður landsins. Ef einhver hefði reynt að segja mér það fyrir fimm árum, þá hefði ég afskrifað þann hinn sama sem rugludall. Ég starfaði með Reyni á árum áður, á Fréttablaðinu og þá um hríð á DV og það kom mér stórkostlega á óvart að hann skyldi leggja þetta fyrir sig. Reynir var eiginlega erkitýpan af blaðamanni; kyrrsetu- og stórreykingamaður og alltof þungur í þokkabót. Hvað gerðist? Reynir segir þetta ekki lífsstíl aðeins heldur lífsspursmál, í sínu tilfelli. „Ég var farinn að undirbúa þetta árið 2010. Hætti að reykja í júní, þyngdist þá um 30 kíló. Ég varð að gera eitthvað. Var búinn að skipta út krabbameininu fyrir hjartaáfall. Ég ætlaði að fara á Hvannadalshnjúk og fólk horfði á mig samúðaraugum, mér fannst ég verða að segja meira og sagði Mont Blanc og þá tók fólk við sér: Jájá, þú ætlar þangað? Einmitt.“Ólafur og Reynir bundust órjúfanlegum vinaböndum eftir að þeir lentu í honum kröppum fjöllum; þarna í fyrsta gilinu á leiðinni uppá tind Helgafells.visir/jakobLéttist um 30 kíló fyrsta áriðEn, Reyni var fyllsta alvara og lét ekki efasemdamenn draga úr sér kjarkinn. Árið 2010 fór hann til hjartalæknis, var settur á þrekhjól og styrkur hans mældist sem áttræður væri. Læknirinn horfði á hann með sömu samúðarfullu augunum og Reynir var farinn að þekkja alltof vel. Og frávik sýndi sig á hjartalínuritinu og Reynir var sendur í þræðingu. Og við tóku fjallgöngurnar. „Ég léttist strax fyrsta árið um 30 kíló. Ég byrjaði á að ganga og fór upp á 30 fjöll á mánuði. Úlfarsfellið langoftast. Sem er að vísu almennilegt fjall í miðri borg; hækkun um 240 metra. Helgafellið er aðeins meira, 250 til 260. Það varð gerbreyting. Eftir árið var ég kominn með styrk á við 37 ára gamlan skagamann sem hafði stundað fótbolta allt sitt líf. Og lífslíkurnar höfðu aukist til muna.“ Og það vantaði ekkert uppá að Reynir væri sprækur að sjá þegar við hittumst þarna við Kaldársel. Greinilega í fantaformi, sem og fjallafélagi hans og vinur, Ólafur Sveinsson, starfsmaður Bláa lónsins sem ætlaði að labba með okkur var mættur líka. Þeir voru klárir í slaginn. Ég verð að viðurkenna að ég var taugaóstyrkur. Vissi ekki hvort ég hefði þolið og styrkinn sem þurfti. Út í hvað var ég búinn að koma mér?Nær dauða en lífi í hlíðum EsjufjallsReynir og Ólafur kynntust í gegnum verkefnið 52 fjöll og 31. janúar varð atvik sem tengdi þá órjúfanlegum vinaböndum. Þeir voru að ganga á Esjuna þegar Ólafur datt niður hjarnið, kútveltist niður brekku eina hundrað metra og stöðvaðist í ruðningi skömmu áður en hann þeyttist niður þverhnípi.Ólafur Sveinsson fjallagarpur. Ólafur var á tímabili kominn á bólakaf í golfið, og með lága forgjöf en nú hefur fjallamennskan tekið við og golfsettið fær að dúsa í geymslunni.visir/jakob„Ég hélt þetta væri búið,“ segir Ólafur þegar tíðindamaður Vísis spyr hann út í hvernig sú upplifun hafi verið. En, það var ekkert þannig að lífshlaupið færi eins og mynd í hraðspólun fyrir augum hans. Reynir náði að feta sig niður til hans hvar Ólafur lá hreyfingarlaus. Ólafur var svo illa farinn að kalla þurfti til þyrlu sem flutti hann á sjúkrahús. Þar sem þeir biðu eftir þyrlunni gat blaðamaðurinn Reynir ekki á sér setið og tók til við að mynda vin sinn. „Hvað, ertu að taka af mér myndir, helvítið þitt?“ spurði Ólafur Reyni hneykslaður þar sem hann lá sár og gat sig hvergi hrært.Harðjaxlinn Ólafur„Ólafur er einhver mesti harðjaxl sem ég hef gengið með. Hann gefst aldrei upp, algjör nagli. Þremur mánuðum eftir að hann hrapaði í Esjunni var hann kominn aftur á Esjuna aftur. Í maí fórum við á Hvannadalshnjúk og á Mont Blanc sama ár og hann hrapaði. Þar fékk hann háfjallaveikina, í 4400 metrum. Þá spurði hann mig hvort ég ætlaði ekki að taka af sér myndir,“ segir Reynir og hlær. „Kominn uppá lag með fjölmiðlana.“ Ólafur bætir því við að Reynir hafi gaman að því að segja þessa sögu, og helst á honum að heyra að sjálfur hafi hann fengið að heyra þessa frásögn oftar en góðu hófi gegnir. Ég veit ekki alveg hvort þessar hremmingarsögur eru til þess ætlaðar að hræða líftóruna úr mér en allt þetta sögðu þeir mér þegar við vorum að leggja upp fjallsræturnar. En, þá þegar var mæði farin að sækja að blaðamanninum sem er stéttvís og reykir eins og bestía. Það átti eftir að koma á daginn að reykingar og fjallganga eru ekkert endilega málið. Reyndar alls ekki. „Lykilatriði er að hætta að reykja,“ segja þeir félagar. Og sögurnar runnu uppúr þeim. Nú veit Vísir allt um það hvernig yfirtakan á DV fór fram, svo dæmi sé nefnt, en það verður ekki tíundað hér: Við erum að tala um fjallgöngu.Tveir á toppnum. Á mörgum tindum er að finna gestabók og þar færa menn inn nöfn sín eftir atvikum.visir/jakobÓvænt fyrirmyndGangan fór vel af stað og þeir félagarnir hættu fljótlega að hræða blaðamann, sögðu að þetta væri alger skemmtiganga, að fara á Helgafellið. Og Reynir ljóstrar því upp að hans helsta fyrirmynd í tengslum við fjallgönguna sé Sigurjón M. Egilsson. Ha? „Já, hann veit ekkert af því. En, upphaflega var hann mín helsta fyrirmynd, sá ágæti samstarfsmaður minn til einhverra ára. Ég sá að hann hafði verið að klífa fjöll og ég öfundaði hann allrosalega af þessu. Þetta var nokkrum árum áður en ég fór út í þetta. Og ég hugsaði að fyrst hann getur þetta, þá hlýt ég að geta þetta. Ósköp einfalt. Hann var sá sem kveikti hugmyndina um fjallgöngu og sáði þessum fræjum. Svo leiddi eitt af öðru,“ segir Reynir.Margir sigrarnirAllir vorum við með hunda sem kunnu einkar vel að meta gönguna sem sóttist furðu vel. Tveir staðir á leiðinni tóku þó verulega á, þá einkum læri og lungu. En, þeir fjallagarpar félagarnir voru tillitssamir við nýgræðinginn. Og gerðu þá stuttan stans. Strax þá var blaðamaðurinn farinn að átta sig á því hversu mikil og góð samheldni myndast milli manna á fjöllum. Enda dugar ekkert annað en standa saman. Reynir segir Mont Blanc hápunktinn á sínum fjallgönguferli, óhjákvæmilega, 4810 metra hækkun, „stórkostlegt að standa þarna og horfa yfir Evrópusambandið, en ekkert endilega stærsti sigurinn. Sigrarnir eru margir. Þú ert að tala um mann sem átti í erfiðleikum með að standa uppúr stól. Þegar þú ert 140 kíló er ekkert auðvelt að standa upp. Sigrarnir eru margir.“Fjöldi fólks leggur leið sína á Helgafell, enda ákjósanlegt til göngu. Þessa feðga hittum við á toppi Helgafells, annar þeirra fer daglega á fjallið. Og á fjöllum eru allir vinir, heilsast kumpánlega og rabba saman.visir/jakobFyrsta fjallið sem Reynir fór á í hópgöngu var Vífilfell. Fljótlega eftir að hann einsetti sér að fara að ganga á fjöll. Reynir ákvað að prófa morgungöngu Ferðafélagsins. Hann var með öftustu mönnum, nær dauður af mæði en þremur árum síðar var hann með fyrstu mönnum, án þess að hann væri í einhverri keppni. „Það var mikill sigur þegar ég komst á topp Úlfarsfells. Tók mig einn og hálfan tíma. Þegar ég var í sem bestu formi, áður en ég fór á Mont Blanc, þá var ég korter upp. Gígantískur munur, en sigurinn fyrst var meiri.“Sjáið tindinn, þarna fór égVið tindinn var blaðamaðurinn orðinn fremur þrekaður en þeir félagarnir tóku sprett upp á topp síðustu metrana. Alveg í fantaformi. Þegar uppá tindinn var komið þuldu félagarnir upp kennileiti, fjöll sem sjá mátti frá Helgafelli. Við horfðum niður á eitt lítið í næsta nágrenni, Húsfell, sem þeir sögðu að væri „stolt“ Garðabæjar – bæjarfjallið þar. Og það gladdi Hafnfirðinginn. Einn kosturinn við fjallgöngur er að menn læra með tímanum að þekkja nöfnin á helstu kennileitum.Félagar í blíðu og stríðu. Komnir á topp Helgafells og vafðist það ekki fyrir Reyni og Ólafi sem kunna öll nöfn á kennileitum sem ber fyrir augu. Einn af kostum þess að fara á fjöll er að fólk kynnist landi sínu.visir/jakobFremur fátt var í fjallinu þegar lagt var upp en fljótlega fór að bætast í hópinn á toppi fjallsins og heilsuðust allir með virktum. Greinilegt er að Helgafellið er vinsæll áfangastaður. „Þú getur labbað í gegnum mannmergð, í Fjarðarkaupum, og ert ekki í neinni snertingu við fólkið. En á fjöllum talar þú við alla,“ segir Reynir. „Þar hafa svörnustu óvinir fallist í faðma. Ég hef labbað með nokkrum sem hafa verið á forsíðu DV, ekkert endilega mjög þægilega, en menn henda öllu slíku aftur fyrir sig og tala bara um blóm og steina. Í fjallgöngum myndast gríðarlega sterk vinabönd. Ég hef ekki kynnst eins mörgum og á þessum fjórum árum og síðan ég fór að ganga á fjöll,“ segir Reynir, kátur á toppnum.Fimmtugur maður sem þrítugur Leiðin niður var óneitanlega léttari og allt í allt tók ferðin um tvo tíma. Blaðamaður er nokkru nær um hvað það er sem dregur menn á fjöll. Ólafur lýsir því sem einskonar hreinsun, andlegri sem líkamlegri. Og það er nokkuð góð lýsing. Þó fólk á öllum aldri stundi fjallgöngur telja þeir Reynir og Ólafur stofninn fólk yfir fimmtugt, eftir að börnin eru vaxin úr grasi, til að styrkja sig og auka lífsgæði sín. „Fimmtugur maður getur orðið þrítugur aftur sé litið til forms. Og fólk getur haldið sig við þetta þess vegna fram í andlátið. Karlarnir á Esjunni eru allt uppí áttrætt og fara nánast daglega. Svo spyrst þetta hratt út. Ferðafélag Íslands hefur unnið kraftaverk og sparað heilbrigðiskerfinu milljarða. Þúsundir hafa byrjað þar. Þeir þar hafa sérhæft sig og bjóða til dæmis upp á göngur fyrir bakveika, feitt fólk sem þeir kalla Biggest winner, ég hef ekki séð hamingjusamara fólk en meðlimi þar eftir að það hefur komist á tindinn.“Reynir leikur við hvurn sinn fingur á fjöllum. Reynir er ekki snakillur maður en því er haldið fram í eyru blaðamanns að hann sé með allra besta móti á fjöllum, og þessi ferð var frekar til að renna stoðum undir það en hitt.visir/jakobUppáhalds fjöll Reynis Reynir á fimm dagbækur þar sem í eru skráðar hver einasta ganga. Hann hefur langoftast farið á Úlfarsfell, 850 sinnum, enda býr hann þar undir hlíðum og stutt að fara. Hér fer listi yfir fimm uppáhalds fjöll Reynis, en hann segir þetta afstætt og listinn gæti litið allt öðru vísi út á morgun.1. Hekla „Það eitthvað sem heillar, spenna, mun hún gjósa undir löppum manns?“2. Vífilsfell „Undur í landi Kópavogs.“3. Úlfarsfell „Heimafjallið mitt. Ég má ekki forsmá það.“4. Helgafell í Hafnarfirði „Er jarðfræðilegt undur, ekki ósvipað Vífilsfelli.“5. Esjan „Með þúsund andlit. Alltaf að sjá eitthvað nýtt. Tengdar fréttir Feðraveldið rassskellt á Hvaleyrinni Brynjar Níelsson og golfblaðamaðurinn voru teknir í bakaríið af vöskum FH-stelpum, þeim Þorgerði Katrínu og Kristínu Pétursdóttur í grátlegri golfkeppni um helgina. 25. júní 2015 07:00 Glæpsamlega gott golfmót á Spáni Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að spila golf. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum völlum á Alicante-svæðinu. 8. maí 2015 08:45 Rándýrt holl á Grafarholtsvelli Í harðri rimmu á Grafarholtsvelli fór refurinn Jón Steinar með sigur af hólmi gegn blaðamanni Fréttablaðsins; með útsjónarsemi og þrautseigju. 11. júní 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Neineinei, hérna stefnir í stórtískuslys,“ sagði Reynir Traustason fyrrverandi ritstjóri, blaðamaður og rithöfundur þegar tíðindamaður Vísis brölti út úr nýskoðaðri blaðamannadruslunni á bílastæði við Kaldársel ofan við Hafnarfjörð; í veiðijakka og golfbuxum. Greinilegt að ekki er sama hvernig menn mæta klæddir til leiks, ekki í fjallgöngugeiranum fremur en öðrum lífstílstengdum fyrirbærum. Til stóð að klífa Everest Hafnarfjarðar: Helgafell. Og reyna að öðlast skilning á því hvað þetta er sem dregur fólk þúsundum saman á fjöll?Fjallgöngufár á ÍslandiSannkallað fjallgöngufár ríkir á Íslandi og hefur gert undanfarin ár. Erfitt er að meta það en líkast til eru í það minnsta tíu þúsund manns sem stunda fjallgöngur á Íslandi með einum hætti eða öðrum. Í Ferðafélagi Íslands eru nú skráðir sjö þúsund meðlimir og fjölmargir gönguklúbbar aðrir eru starfræktir. Og fólk arkar á fjöll þó enginn sé klúbburinn. Undirritaður gengst fúslega við fordómum gagnvart fjallgöngum. Kannski á svipuðum nótum og Flosi Ólafsson heitinn gat aldrei skilið þetta sund, sem þá var æði fyrir: Maður er aldrei að fara neitt sérstakt. Forsenda fordóma er fáfræði og hugmyndin var að reyna að finna út úr því hvað er eiginlega í gangi? Og þá er bara að láta sig hafa það, fara í geymsluna og finna til gönguskóna.Í upphafi farar. Tveir þaulvanir fjallgöngugarpar, með göngustaf og einn nýgræðingur á golfbuxum. Tískuslys á fjöllum. Í baksýn Kaldársel. Hundarnir fengu að fara með og það fannst þeim ekki ónýtt.visir/ernirVar búinn að skipta út krabbameini fyrir hjartaáfall Reynir var því sá fyrsti sem mér datt í hug að hringja í til að takast á við þessa fjallafordóma mína og hann féllst góðfúslega á að ganga á Helgafell með mér. Á skömmum tíma hefur Reynir skapað sér nafn sem einn þekktasti fjallgöngumaður landsins. Ef einhver hefði reynt að segja mér það fyrir fimm árum, þá hefði ég afskrifað þann hinn sama sem rugludall. Ég starfaði með Reyni á árum áður, á Fréttablaðinu og þá um hríð á DV og það kom mér stórkostlega á óvart að hann skyldi leggja þetta fyrir sig. Reynir var eiginlega erkitýpan af blaðamanni; kyrrsetu- og stórreykingamaður og alltof þungur í þokkabót. Hvað gerðist? Reynir segir þetta ekki lífsstíl aðeins heldur lífsspursmál, í sínu tilfelli. „Ég var farinn að undirbúa þetta árið 2010. Hætti að reykja í júní, þyngdist þá um 30 kíló. Ég varð að gera eitthvað. Var búinn að skipta út krabbameininu fyrir hjartaáfall. Ég ætlaði að fara á Hvannadalshnjúk og fólk horfði á mig samúðaraugum, mér fannst ég verða að segja meira og sagði Mont Blanc og þá tók fólk við sér: Jájá, þú ætlar þangað? Einmitt.“Ólafur og Reynir bundust órjúfanlegum vinaböndum eftir að þeir lentu í honum kröppum fjöllum; þarna í fyrsta gilinu á leiðinni uppá tind Helgafells.visir/jakobLéttist um 30 kíló fyrsta áriðEn, Reyni var fyllsta alvara og lét ekki efasemdamenn draga úr sér kjarkinn. Árið 2010 fór hann til hjartalæknis, var settur á þrekhjól og styrkur hans mældist sem áttræður væri. Læknirinn horfði á hann með sömu samúðarfullu augunum og Reynir var farinn að þekkja alltof vel. Og frávik sýndi sig á hjartalínuritinu og Reynir var sendur í þræðingu. Og við tóku fjallgöngurnar. „Ég léttist strax fyrsta árið um 30 kíló. Ég byrjaði á að ganga og fór upp á 30 fjöll á mánuði. Úlfarsfellið langoftast. Sem er að vísu almennilegt fjall í miðri borg; hækkun um 240 metra. Helgafellið er aðeins meira, 250 til 260. Það varð gerbreyting. Eftir árið var ég kominn með styrk á við 37 ára gamlan skagamann sem hafði stundað fótbolta allt sitt líf. Og lífslíkurnar höfðu aukist til muna.“ Og það vantaði ekkert uppá að Reynir væri sprækur að sjá þegar við hittumst þarna við Kaldársel. Greinilega í fantaformi, sem og fjallafélagi hans og vinur, Ólafur Sveinsson, starfsmaður Bláa lónsins sem ætlaði að labba með okkur var mættur líka. Þeir voru klárir í slaginn. Ég verð að viðurkenna að ég var taugaóstyrkur. Vissi ekki hvort ég hefði þolið og styrkinn sem þurfti. Út í hvað var ég búinn að koma mér?Nær dauða en lífi í hlíðum EsjufjallsReynir og Ólafur kynntust í gegnum verkefnið 52 fjöll og 31. janúar varð atvik sem tengdi þá órjúfanlegum vinaböndum. Þeir voru að ganga á Esjuna þegar Ólafur datt niður hjarnið, kútveltist niður brekku eina hundrað metra og stöðvaðist í ruðningi skömmu áður en hann þeyttist niður þverhnípi.Ólafur Sveinsson fjallagarpur. Ólafur var á tímabili kominn á bólakaf í golfið, og með lága forgjöf en nú hefur fjallamennskan tekið við og golfsettið fær að dúsa í geymslunni.visir/jakob„Ég hélt þetta væri búið,“ segir Ólafur þegar tíðindamaður Vísis spyr hann út í hvernig sú upplifun hafi verið. En, það var ekkert þannig að lífshlaupið færi eins og mynd í hraðspólun fyrir augum hans. Reynir náði að feta sig niður til hans hvar Ólafur lá hreyfingarlaus. Ólafur var svo illa farinn að kalla þurfti til þyrlu sem flutti hann á sjúkrahús. Þar sem þeir biðu eftir þyrlunni gat blaðamaðurinn Reynir ekki á sér setið og tók til við að mynda vin sinn. „Hvað, ertu að taka af mér myndir, helvítið þitt?“ spurði Ólafur Reyni hneykslaður þar sem hann lá sár og gat sig hvergi hrært.Harðjaxlinn Ólafur„Ólafur er einhver mesti harðjaxl sem ég hef gengið með. Hann gefst aldrei upp, algjör nagli. Þremur mánuðum eftir að hann hrapaði í Esjunni var hann kominn aftur á Esjuna aftur. Í maí fórum við á Hvannadalshnjúk og á Mont Blanc sama ár og hann hrapaði. Þar fékk hann háfjallaveikina, í 4400 metrum. Þá spurði hann mig hvort ég ætlaði ekki að taka af sér myndir,“ segir Reynir og hlær. „Kominn uppá lag með fjölmiðlana.“ Ólafur bætir því við að Reynir hafi gaman að því að segja þessa sögu, og helst á honum að heyra að sjálfur hafi hann fengið að heyra þessa frásögn oftar en góðu hófi gegnir. Ég veit ekki alveg hvort þessar hremmingarsögur eru til þess ætlaðar að hræða líftóruna úr mér en allt þetta sögðu þeir mér þegar við vorum að leggja upp fjallsræturnar. En, þá þegar var mæði farin að sækja að blaðamanninum sem er stéttvís og reykir eins og bestía. Það átti eftir að koma á daginn að reykingar og fjallganga eru ekkert endilega málið. Reyndar alls ekki. „Lykilatriði er að hætta að reykja,“ segja þeir félagar. Og sögurnar runnu uppúr þeim. Nú veit Vísir allt um það hvernig yfirtakan á DV fór fram, svo dæmi sé nefnt, en það verður ekki tíundað hér: Við erum að tala um fjallgöngu.Tveir á toppnum. Á mörgum tindum er að finna gestabók og þar færa menn inn nöfn sín eftir atvikum.visir/jakobÓvænt fyrirmyndGangan fór vel af stað og þeir félagarnir hættu fljótlega að hræða blaðamann, sögðu að þetta væri alger skemmtiganga, að fara á Helgafellið. Og Reynir ljóstrar því upp að hans helsta fyrirmynd í tengslum við fjallgönguna sé Sigurjón M. Egilsson. Ha? „Já, hann veit ekkert af því. En, upphaflega var hann mín helsta fyrirmynd, sá ágæti samstarfsmaður minn til einhverra ára. Ég sá að hann hafði verið að klífa fjöll og ég öfundaði hann allrosalega af þessu. Þetta var nokkrum árum áður en ég fór út í þetta. Og ég hugsaði að fyrst hann getur þetta, þá hlýt ég að geta þetta. Ósköp einfalt. Hann var sá sem kveikti hugmyndina um fjallgöngu og sáði þessum fræjum. Svo leiddi eitt af öðru,“ segir Reynir.Margir sigrarnirAllir vorum við með hunda sem kunnu einkar vel að meta gönguna sem sóttist furðu vel. Tveir staðir á leiðinni tóku þó verulega á, þá einkum læri og lungu. En, þeir fjallagarpar félagarnir voru tillitssamir við nýgræðinginn. Og gerðu þá stuttan stans. Strax þá var blaðamaðurinn farinn að átta sig á því hversu mikil og góð samheldni myndast milli manna á fjöllum. Enda dugar ekkert annað en standa saman. Reynir segir Mont Blanc hápunktinn á sínum fjallgönguferli, óhjákvæmilega, 4810 metra hækkun, „stórkostlegt að standa þarna og horfa yfir Evrópusambandið, en ekkert endilega stærsti sigurinn. Sigrarnir eru margir. Þú ert að tala um mann sem átti í erfiðleikum með að standa uppúr stól. Þegar þú ert 140 kíló er ekkert auðvelt að standa upp. Sigrarnir eru margir.“Fjöldi fólks leggur leið sína á Helgafell, enda ákjósanlegt til göngu. Þessa feðga hittum við á toppi Helgafells, annar þeirra fer daglega á fjallið. Og á fjöllum eru allir vinir, heilsast kumpánlega og rabba saman.visir/jakobFyrsta fjallið sem Reynir fór á í hópgöngu var Vífilfell. Fljótlega eftir að hann einsetti sér að fara að ganga á fjöll. Reynir ákvað að prófa morgungöngu Ferðafélagsins. Hann var með öftustu mönnum, nær dauður af mæði en þremur árum síðar var hann með fyrstu mönnum, án þess að hann væri í einhverri keppni. „Það var mikill sigur þegar ég komst á topp Úlfarsfells. Tók mig einn og hálfan tíma. Þegar ég var í sem bestu formi, áður en ég fór á Mont Blanc, þá var ég korter upp. Gígantískur munur, en sigurinn fyrst var meiri.“Sjáið tindinn, þarna fór égVið tindinn var blaðamaðurinn orðinn fremur þrekaður en þeir félagarnir tóku sprett upp á topp síðustu metrana. Alveg í fantaformi. Þegar uppá tindinn var komið þuldu félagarnir upp kennileiti, fjöll sem sjá mátti frá Helgafelli. Við horfðum niður á eitt lítið í næsta nágrenni, Húsfell, sem þeir sögðu að væri „stolt“ Garðabæjar – bæjarfjallið þar. Og það gladdi Hafnfirðinginn. Einn kosturinn við fjallgöngur er að menn læra með tímanum að þekkja nöfnin á helstu kennileitum.Félagar í blíðu og stríðu. Komnir á topp Helgafells og vafðist það ekki fyrir Reyni og Ólafi sem kunna öll nöfn á kennileitum sem ber fyrir augu. Einn af kostum þess að fara á fjöll er að fólk kynnist landi sínu.visir/jakobFremur fátt var í fjallinu þegar lagt var upp en fljótlega fór að bætast í hópinn á toppi fjallsins og heilsuðust allir með virktum. Greinilegt er að Helgafellið er vinsæll áfangastaður. „Þú getur labbað í gegnum mannmergð, í Fjarðarkaupum, og ert ekki í neinni snertingu við fólkið. En á fjöllum talar þú við alla,“ segir Reynir. „Þar hafa svörnustu óvinir fallist í faðma. Ég hef labbað með nokkrum sem hafa verið á forsíðu DV, ekkert endilega mjög þægilega, en menn henda öllu slíku aftur fyrir sig og tala bara um blóm og steina. Í fjallgöngum myndast gríðarlega sterk vinabönd. Ég hef ekki kynnst eins mörgum og á þessum fjórum árum og síðan ég fór að ganga á fjöll,“ segir Reynir, kátur á toppnum.Fimmtugur maður sem þrítugur Leiðin niður var óneitanlega léttari og allt í allt tók ferðin um tvo tíma. Blaðamaður er nokkru nær um hvað það er sem dregur menn á fjöll. Ólafur lýsir því sem einskonar hreinsun, andlegri sem líkamlegri. Og það er nokkuð góð lýsing. Þó fólk á öllum aldri stundi fjallgöngur telja þeir Reynir og Ólafur stofninn fólk yfir fimmtugt, eftir að börnin eru vaxin úr grasi, til að styrkja sig og auka lífsgæði sín. „Fimmtugur maður getur orðið þrítugur aftur sé litið til forms. Og fólk getur haldið sig við þetta þess vegna fram í andlátið. Karlarnir á Esjunni eru allt uppí áttrætt og fara nánast daglega. Svo spyrst þetta hratt út. Ferðafélag Íslands hefur unnið kraftaverk og sparað heilbrigðiskerfinu milljarða. Þúsundir hafa byrjað þar. Þeir þar hafa sérhæft sig og bjóða til dæmis upp á göngur fyrir bakveika, feitt fólk sem þeir kalla Biggest winner, ég hef ekki séð hamingjusamara fólk en meðlimi þar eftir að það hefur komist á tindinn.“Reynir leikur við hvurn sinn fingur á fjöllum. Reynir er ekki snakillur maður en því er haldið fram í eyru blaðamanns að hann sé með allra besta móti á fjöllum, og þessi ferð var frekar til að renna stoðum undir það en hitt.visir/jakobUppáhalds fjöll Reynis Reynir á fimm dagbækur þar sem í eru skráðar hver einasta ganga. Hann hefur langoftast farið á Úlfarsfell, 850 sinnum, enda býr hann þar undir hlíðum og stutt að fara. Hér fer listi yfir fimm uppáhalds fjöll Reynis, en hann segir þetta afstætt og listinn gæti litið allt öðru vísi út á morgun.1. Hekla „Það eitthvað sem heillar, spenna, mun hún gjósa undir löppum manns?“2. Vífilsfell „Undur í landi Kópavogs.“3. Úlfarsfell „Heimafjallið mitt. Ég má ekki forsmá það.“4. Helgafell í Hafnarfirði „Er jarðfræðilegt undur, ekki ósvipað Vífilsfelli.“5. Esjan „Með þúsund andlit. Alltaf að sjá eitthvað nýtt.
Tengdar fréttir Feðraveldið rassskellt á Hvaleyrinni Brynjar Níelsson og golfblaðamaðurinn voru teknir í bakaríið af vöskum FH-stelpum, þeim Þorgerði Katrínu og Kristínu Pétursdóttur í grátlegri golfkeppni um helgina. 25. júní 2015 07:00 Glæpsamlega gott golfmót á Spáni Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að spila golf. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum völlum á Alicante-svæðinu. 8. maí 2015 08:45 Rándýrt holl á Grafarholtsvelli Í harðri rimmu á Grafarholtsvelli fór refurinn Jón Steinar með sigur af hólmi gegn blaðamanni Fréttablaðsins; með útsjónarsemi og þrautseigju. 11. júní 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Feðraveldið rassskellt á Hvaleyrinni Brynjar Níelsson og golfblaðamaðurinn voru teknir í bakaríið af vöskum FH-stelpum, þeim Þorgerði Katrínu og Kristínu Pétursdóttur í grátlegri golfkeppni um helgina. 25. júní 2015 07:00
Glæpsamlega gott golfmót á Spáni Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að spila golf. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum völlum á Alicante-svæðinu. 8. maí 2015 08:45
Rándýrt holl á Grafarholtsvelli Í harðri rimmu á Grafarholtsvelli fór refurinn Jón Steinar með sigur af hólmi gegn blaðamanni Fréttablaðsins; með útsjónarsemi og þrautseigju. 11. júní 2015 07:00