Sókndjarfur stórmeistari heiðursborgari í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2015 19:27 Friðrik Ólafsson stórmeistari var í dag útnefndur heiðursborgari Reykjavíkur. Borgarstjóri sagði við það tækifæri að Friðrik væri hógvær heiðursmaður af gamla skólanum sem átt hefði stóran þátt í að koma Reykjavík á kortið út í hinum stóra heimi. Reykjavíkurborg er mjög spör á heiðursborgaratitilinn. En Friðrik Ólafsson er aðeins sjötti maðurinn til að hljóta þennan titil frá því Reykjavík öðlaðist kaupstaðarréttindi árið 1786. Áður höfðu Séra Bjarni Jónsson, Kristján Sveinsson augnlæknir, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, myndlistarmaðurinn Erró og listakonan Yoko Ono hlotnast þessi heiður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór stuttlega yfir feril Friðriks í Höfða í dag og sagði árangur hans í skáklistinni og tengsl inn í skákheiminn hafa komið Reykjavík á kortið en stórmeistarinn kann líka að slá á létta strengi. Því þegar Dagur sagði í ræðu sinni að hann hefði verið sókndjarfur skákmaður, bætti hinn áttræði skákmaður því við „að hann væri það enn.“ En Friðrik varð áttræður síðast liðinn mánudag en ætlar að tefla með B-liði Íslands á næsta Reykjavíkurskákmóti. Til staðfestingar þess að hann væri nú orðinn heiðursborgari fékk Friðrik heiðursskjal og blómvönd ásamt gjöf frá borginni. En það var einnig tilkynnt við athöfnina að hann hefði verið útnefndur heiðirsfélagi Alþjóða skáksambandsins. Friðrik telfdi níu sinnum við Bobby Fisher, fyrst árið 1958. Hann sagði brosandi að kannski ætti hann ekkert að vera að rifja upp skákir þeirra. En Friðrik vann tvær og tapaði sjö skákum og bætti við að hann hefði verið með svart í öllum ksákunum, sem væri talið verra. En hann er borginni þakklátur fyrir heiðursborgaratitilinn sem bætist við fjölmarga titla hans út skákheiminum. „Þetta er eitthvað sem mér þykir innilgea vænt um og er þakklátur fyrir þennan heiður og ég vona að ég standi undir honum,“ sagði Friðrik Ólafsson í Höfða í dag. Reykjavík Skák Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Friðrik Ólafsson stórmeistari var í dag útnefndur heiðursborgari Reykjavíkur. Borgarstjóri sagði við það tækifæri að Friðrik væri hógvær heiðursmaður af gamla skólanum sem átt hefði stóran þátt í að koma Reykjavík á kortið út í hinum stóra heimi. Reykjavíkurborg er mjög spör á heiðursborgaratitilinn. En Friðrik Ólafsson er aðeins sjötti maðurinn til að hljóta þennan titil frá því Reykjavík öðlaðist kaupstaðarréttindi árið 1786. Áður höfðu Séra Bjarni Jónsson, Kristján Sveinsson augnlæknir, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, myndlistarmaðurinn Erró og listakonan Yoko Ono hlotnast þessi heiður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór stuttlega yfir feril Friðriks í Höfða í dag og sagði árangur hans í skáklistinni og tengsl inn í skákheiminn hafa komið Reykjavík á kortið en stórmeistarinn kann líka að slá á létta strengi. Því þegar Dagur sagði í ræðu sinni að hann hefði verið sókndjarfur skákmaður, bætti hinn áttræði skákmaður því við „að hann væri það enn.“ En Friðrik varð áttræður síðast liðinn mánudag en ætlar að tefla með B-liði Íslands á næsta Reykjavíkurskákmóti. Til staðfestingar þess að hann væri nú orðinn heiðursborgari fékk Friðrik heiðursskjal og blómvönd ásamt gjöf frá borginni. En það var einnig tilkynnt við athöfnina að hann hefði verið útnefndur heiðirsfélagi Alþjóða skáksambandsins. Friðrik telfdi níu sinnum við Bobby Fisher, fyrst árið 1958. Hann sagði brosandi að kannski ætti hann ekkert að vera að rifja upp skákir þeirra. En Friðrik vann tvær og tapaði sjö skákum og bætti við að hann hefði verið með svart í öllum ksákunum, sem væri talið verra. En hann er borginni þakklátur fyrir heiðursborgaratitilinn sem bætist við fjölmarga titla hans út skákheiminum. „Þetta er eitthvað sem mér þykir innilgea vænt um og er þakklátur fyrir þennan heiður og ég vona að ég standi undir honum,“ sagði Friðrik Ólafsson í Höfða í dag.
Reykjavík Skák Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira