Bláa lónið og Fáfnir gætu farið í Kauphöll Íslands 28. janúar 2015 08:00 Hermann segir að lítið hafi verið fjárfest árið 2013 vegna þess hve háar verðvæntingar seljendur höfðu. fréttablaðið/gva Eftir bankahrunið 2008 stofnaði Landsbankinn fjárfestingafélagið Horn. Félagið tók yfir hlutabréfaeignir bankans, skráðar og óskráðar, í félögum sem voru vel fjármagnaðar og í góðum rekstri. Horn fjárfestingafélag fylgdi þannig eftir bók eigin viðskipta Landsbankans. Hermann Þórisson, sem hafði starfað í eigin viðskiptum Landsbankans fyrir hrun tók við stöðu framkvæmdastjóra Horns árið 2009. Var skynsamlegra að setja eignir Landsbankans inn í sér félag heldur en að hafa þær inni í efnahagsreikningi bankans? „Ég held að reynslan og sagan sýni að það hafi komið mjög vel út. Horn fjárfestingafélag hefur gengið vel og skilað bankanum góðri arðsemi,“ segir Hermann í samtali við Markaðinn.Áttu hlut í Intrum Hermann segir að eignir Horns árið 2009 hafi bæði verið innlendar og erlendar. „Svo maður nefni eitthvað, þá var eignarhlutur í Intrum sem er skráð í Kauphöllinni í Svíþjóð. Það var eignarhlutur í Marel. Svo var talsvert af óskráðum eignum,“ segir Hermann. Þessar eignir hafi nú verið seldar. Landsbréf tók við eignastýringu af Horni 2012 og þar með fluttist starfsfólk Horns yfir til Landsbréfa. Hermann stýrði áfram Horni, sem þá var félag í eignastýringu innan Landsbréfa, en varð jafnframt staðgengill framkvæmdastjóra Landsbréfa. Í dag eru engar eignir innan Horns en Landsbréf rekur tvo aðra framtakssjóði, Horn II sem er átta og hálfs milljarðs sjóður og ITF I, tveggja milljarða króna sjóður, sem sérhæfir sig í nýjum fyrirtækjum í afþreyingartengdri ferðaþjónustu.Byrjuðu á Bláa lóninu Eina fjárfestingin sem var ráðist í árið 2013 af Horni II var hluturinn í Bláa lóninu „Árið 2014 var mikið fjárfest hjá Horni II, þá byrjuðum við árið í því að fjárfesta í viðbótareignarhlut í Bláa lóninu. Þannig að við stækkuðum hlut okkar þar,“ segir Hermann og bætir við að Horn II eigi nú um 20 prósent í Bláa lóninu. „Við fjárfestum svo í fyrirtæki sem heitir Fáfnir Offshore sem sérhæfir sig í þjónustu við olíuvinnslu,“ segir Hermann. Hann segir að félagið sé jafnframt með mjög góðan langtímasamning við sýslumanninn á Svalbarða, um leit og björgun á hafi, og það hjálpi þeim mjög mikið á þeim umbrotatímum sem séu núna á olíumarkaði. Horn II fjárfesti einnig í 60 prósent hlut í KEA Hotels árið 2014, sem rekur sex hótel á Íslandi. Það eru Hótel Borg, Apótek hótel sem var opnað í Austurstræti rétt fyrir jól og Reykjavík Lights í höfuðborginni. Á Norðurlandi eru það KEA hótel, Hótel Norðurland og svo Hótel Gígur. Hermann segir að KEA Hotels sé mjög fjárhagslega sterkt og öflugt félag og geti bætt við sig hótelum. Núna sé verið að vinna í því að stækka Hótel Borg. „Sú stækkun á að vera tilbúin núna í sumar. Svo er verið að byggja hótel á Hverfisgötu sem bætist í safnið á haustmánuðum,“ segir Hermann. KEA Hotels á ekki fasteignir heldur gerir samning um rekstur hótelanna við fasteignaeigendur. Í haust réðst Horn II svo í fjárfestingu í spænska samheitalyfjafyrirtækinu Invent Farma. Sjóðurinn er því búinn að fjárfesta fyrir 80 prósent af áskriftaloforðum.Passað verði upp á verðið Landsbréf er ekki eina félagið á markaðnum sem rekur verðbréfasjóði. Önnur þekkt félög eru, svo dæmi séu nefnd: Stefnir, í eigu Arion banka, Íslandssjóðir í eigu Íslandsbanka, GAMMA og Virðing. Hermann segir ljóst að það sé samkeppni á meðal þessara rekstrarfélaga. „Auðvitað er samkeppni á milli aðila sem ég held að heilt á litið sé jákvætt. Margir hafa velt því fyrir sér, af því að hluthafarnir í þessum sjóðum eru ekkert ósvipaðir, að þeir séu þá að keyra upp verðið á markaðnum. Það á eftir að koma í ljós. En hver og einn metur fjárfestinguna út frá þeim forsendum sem hann hefur. Út frá þeirri ávöxtunarkröfu sem hann setur sér,“ segir Hermann. Mikilvægt sé að menn hlaupi ekki út í það að borga of hátt verð fyrir handahófskenndar eignir bara til þess að geta fjárfest í einhverju. „Þú verður að sýna aga í fjárfestingum og hleypa ekki verðinu upp,“ segir Hermann. Aðalmálið sé því ekki hversu margir sjóðir séu á markaði heldur að þeir sem stýri sjóðunum sýni aga í rekstri. Hermann segist ekki geta fullyrt um hvort það sé meiri þrýstingur á verð hlutabréfa núna en var áður. „Það var rosalegur þrýstingur fyrir tveimur árum. Þá var náttúrlega minna umfang á skráða markaðnum. Það hefur aukist. Markaðurinn með skráðu bréfin hefur ekki verið að sýna að hann sé verðlagður eitthvað umfram aðra norræna eða evrópska markaði sem við höfum verið að horfa til,“ segir Hermann. Hann bætir því við að þeir hjá Landsbréfum hafi skoðað fjölda verkefna þar sem verðhugmyndir voru of háar og ekki hægt að ganga að kaupum vegna þess. Þetta hafi meðal annars orðið til þess að Horn II fjárfesti ekki mikið á árinu 2013. „Það var of mikið af verkefnum þar, þar sem verðvæntingar voru of háar, þannig að við gengum frá borði,“ segir Hermann. Þannig að menn hafa verið að passa sig á því að búa ekki til bólu? „Ég vona það, auðvitað er það vandamál að vera að vinna í svona ofboðslega litlu kerfi, eins og Ísland er. Það er alltaf sú hætta, þegar þú ert að vinna í svona litlu kerfi, að það myndist ákveðinn spírall í verðþrýstingi upp á við. En maður sér það ekki í kennitölum á skráða markaðnum og ég vona að við náum að halda okkar verðvæntingum nokkuð hóflegum,“ segir Hermann Ferðasjóðurinn, Landsbréf ITF I, tók til starfa á svipuðum tíma og Horn II. Helgi Júlíusson er framkvæmdastjóri sjóðsins en Hermann er formaður stjórnar. „Sá sjóður er búinn að vera mjög virkur að skoða verkefni og hefur fjárfest nokkuð,“ segir Hermann. Sjóðurinn fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu. Það þýðir að hann er ekki að fjárfesta í bílaleigum og hann er ekki að fjárfesta í hótelum. „Þeir hafa m.a. fjárfest í Fákaseli, sem er ný hestatengd ferðaþjónusta á Suðurlandi. Þeir standa fyrir byggingu Ísganga á Langjökli og einnig stendur til að opna Hvalasýninguna í febrúar þar sem ITF I er kjölfestufjárfestir en sjóðurinn er einnig að fjárfesta í öðrum verkefnum,“ segir Hermann. Markmið sjóðsins er að auka fjölbreytnina í ferðaþjónustu á Íslandi. Hluthafar í Horni II eru að stærstu leyti lífeyrissjóðir og fjármálafyrirtæki en hluthafar í ferðasjóðnum eru Icelandair, lífeyrissjóðir og fjármálafyrirtæki.Vilja skýra útgönguleið Hermann segir að líftími Horns II sé út árið 2018, en ferðasjóðurinn muni lifa nokkuð lengur því þar séu verkefnin eðlisólík. Þó sé hægt að framlengja starfsemi Horns II til 2019 eða í síðasta lagi 2020. Horn II fjárfestir því einungis í eignum þar sem er skýr útgönguleið fyrir þann tíma. Sé slík útgönguleið ekki fyrir hendi þá er ekki fjárfest í eignunum. Horn II fjárfestir jafnframt í eignum sem mögulegt er að skrá á markað með tímanum. „Fáfnir er fyrirtæki sem væri mjög áhugavert að sjá fara á markað. Vissulega eru erfiðar markaðsaðstæður í olíugeiranum akkúrat í dag, en þær voru mjög góðar fyrir rúmum sex mánuðum,“ segir Hermann. Ef ytri aðstæður batni þá geti félagið vel verið nógu stórt til þess að fara á markað. Hann segir að Bláa lónið sé jafnframt stórt og öflug félag í góðum rekstri. „Ég held að það sé alveg klárlega kandídat til að fara á markaðinn,“ segir Hermann. Bláa lónið hafi verið vel rekið og vel markaðssett undanfarin ár og þar hafi verið mikil verðmætaaukning. „KEA Hotels er ekki af sömu stærðargráðu og þú þarft að hafa ákveðna lágmarksstærð til þess að fara á markaðinn. Hugsanlega gæti það orðið kandídat á First North, ég veit það ekki,“ segir Hermann. Invest Farma sé jafnframt mjög stórt félag sem gæti endað á hlutabréfamarkaði. Þegar þú talar um skráningu á markað, erum við þá að tala um á aðallista Kauphallar Íslands? „Þá erum við að tala um Kauphöllina. Ekkert endilega aðallistann. Við getum líka verið að tala um First North ef sá markaður er með þeim hætti að það sé hægt að fara inn á hann,“ segir Hermann. Hann bendir á að umræður hafi verið um það á Alþingi að rýmka fjárfestingaheimildir lífeyrissjóðanna með bréf á First North og það gæti gert þann markað ákjósanlegri. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Eftir bankahrunið 2008 stofnaði Landsbankinn fjárfestingafélagið Horn. Félagið tók yfir hlutabréfaeignir bankans, skráðar og óskráðar, í félögum sem voru vel fjármagnaðar og í góðum rekstri. Horn fjárfestingafélag fylgdi þannig eftir bók eigin viðskipta Landsbankans. Hermann Þórisson, sem hafði starfað í eigin viðskiptum Landsbankans fyrir hrun tók við stöðu framkvæmdastjóra Horns árið 2009. Var skynsamlegra að setja eignir Landsbankans inn í sér félag heldur en að hafa þær inni í efnahagsreikningi bankans? „Ég held að reynslan og sagan sýni að það hafi komið mjög vel út. Horn fjárfestingafélag hefur gengið vel og skilað bankanum góðri arðsemi,“ segir Hermann í samtali við Markaðinn.Áttu hlut í Intrum Hermann segir að eignir Horns árið 2009 hafi bæði verið innlendar og erlendar. „Svo maður nefni eitthvað, þá var eignarhlutur í Intrum sem er skráð í Kauphöllinni í Svíþjóð. Það var eignarhlutur í Marel. Svo var talsvert af óskráðum eignum,“ segir Hermann. Þessar eignir hafi nú verið seldar. Landsbréf tók við eignastýringu af Horni 2012 og þar með fluttist starfsfólk Horns yfir til Landsbréfa. Hermann stýrði áfram Horni, sem þá var félag í eignastýringu innan Landsbréfa, en varð jafnframt staðgengill framkvæmdastjóra Landsbréfa. Í dag eru engar eignir innan Horns en Landsbréf rekur tvo aðra framtakssjóði, Horn II sem er átta og hálfs milljarðs sjóður og ITF I, tveggja milljarða króna sjóður, sem sérhæfir sig í nýjum fyrirtækjum í afþreyingartengdri ferðaþjónustu.Byrjuðu á Bláa lóninu Eina fjárfestingin sem var ráðist í árið 2013 af Horni II var hluturinn í Bláa lóninu „Árið 2014 var mikið fjárfest hjá Horni II, þá byrjuðum við árið í því að fjárfesta í viðbótareignarhlut í Bláa lóninu. Þannig að við stækkuðum hlut okkar þar,“ segir Hermann og bætir við að Horn II eigi nú um 20 prósent í Bláa lóninu. „Við fjárfestum svo í fyrirtæki sem heitir Fáfnir Offshore sem sérhæfir sig í þjónustu við olíuvinnslu,“ segir Hermann. Hann segir að félagið sé jafnframt með mjög góðan langtímasamning við sýslumanninn á Svalbarða, um leit og björgun á hafi, og það hjálpi þeim mjög mikið á þeim umbrotatímum sem séu núna á olíumarkaði. Horn II fjárfesti einnig í 60 prósent hlut í KEA Hotels árið 2014, sem rekur sex hótel á Íslandi. Það eru Hótel Borg, Apótek hótel sem var opnað í Austurstræti rétt fyrir jól og Reykjavík Lights í höfuðborginni. Á Norðurlandi eru það KEA hótel, Hótel Norðurland og svo Hótel Gígur. Hermann segir að KEA Hotels sé mjög fjárhagslega sterkt og öflugt félag og geti bætt við sig hótelum. Núna sé verið að vinna í því að stækka Hótel Borg. „Sú stækkun á að vera tilbúin núna í sumar. Svo er verið að byggja hótel á Hverfisgötu sem bætist í safnið á haustmánuðum,“ segir Hermann. KEA Hotels á ekki fasteignir heldur gerir samning um rekstur hótelanna við fasteignaeigendur. Í haust réðst Horn II svo í fjárfestingu í spænska samheitalyfjafyrirtækinu Invent Farma. Sjóðurinn er því búinn að fjárfesta fyrir 80 prósent af áskriftaloforðum.Passað verði upp á verðið Landsbréf er ekki eina félagið á markaðnum sem rekur verðbréfasjóði. Önnur þekkt félög eru, svo dæmi séu nefnd: Stefnir, í eigu Arion banka, Íslandssjóðir í eigu Íslandsbanka, GAMMA og Virðing. Hermann segir ljóst að það sé samkeppni á meðal þessara rekstrarfélaga. „Auðvitað er samkeppni á milli aðila sem ég held að heilt á litið sé jákvætt. Margir hafa velt því fyrir sér, af því að hluthafarnir í þessum sjóðum eru ekkert ósvipaðir, að þeir séu þá að keyra upp verðið á markaðnum. Það á eftir að koma í ljós. En hver og einn metur fjárfestinguna út frá þeim forsendum sem hann hefur. Út frá þeirri ávöxtunarkröfu sem hann setur sér,“ segir Hermann. Mikilvægt sé að menn hlaupi ekki út í það að borga of hátt verð fyrir handahófskenndar eignir bara til þess að geta fjárfest í einhverju. „Þú verður að sýna aga í fjárfestingum og hleypa ekki verðinu upp,“ segir Hermann. Aðalmálið sé því ekki hversu margir sjóðir séu á markaði heldur að þeir sem stýri sjóðunum sýni aga í rekstri. Hermann segist ekki geta fullyrt um hvort það sé meiri þrýstingur á verð hlutabréfa núna en var áður. „Það var rosalegur þrýstingur fyrir tveimur árum. Þá var náttúrlega minna umfang á skráða markaðnum. Það hefur aukist. Markaðurinn með skráðu bréfin hefur ekki verið að sýna að hann sé verðlagður eitthvað umfram aðra norræna eða evrópska markaði sem við höfum verið að horfa til,“ segir Hermann. Hann bætir því við að þeir hjá Landsbréfum hafi skoðað fjölda verkefna þar sem verðhugmyndir voru of háar og ekki hægt að ganga að kaupum vegna þess. Þetta hafi meðal annars orðið til þess að Horn II fjárfesti ekki mikið á árinu 2013. „Það var of mikið af verkefnum þar, þar sem verðvæntingar voru of háar, þannig að við gengum frá borði,“ segir Hermann. Þannig að menn hafa verið að passa sig á því að búa ekki til bólu? „Ég vona það, auðvitað er það vandamál að vera að vinna í svona ofboðslega litlu kerfi, eins og Ísland er. Það er alltaf sú hætta, þegar þú ert að vinna í svona litlu kerfi, að það myndist ákveðinn spírall í verðþrýstingi upp á við. En maður sér það ekki í kennitölum á skráða markaðnum og ég vona að við náum að halda okkar verðvæntingum nokkuð hóflegum,“ segir Hermann Ferðasjóðurinn, Landsbréf ITF I, tók til starfa á svipuðum tíma og Horn II. Helgi Júlíusson er framkvæmdastjóri sjóðsins en Hermann er formaður stjórnar. „Sá sjóður er búinn að vera mjög virkur að skoða verkefni og hefur fjárfest nokkuð,“ segir Hermann. Sjóðurinn fjárfestir í afþreyingartengdri ferðaþjónustu. Það þýðir að hann er ekki að fjárfesta í bílaleigum og hann er ekki að fjárfesta í hótelum. „Þeir hafa m.a. fjárfest í Fákaseli, sem er ný hestatengd ferðaþjónusta á Suðurlandi. Þeir standa fyrir byggingu Ísganga á Langjökli og einnig stendur til að opna Hvalasýninguna í febrúar þar sem ITF I er kjölfestufjárfestir en sjóðurinn er einnig að fjárfesta í öðrum verkefnum,“ segir Hermann. Markmið sjóðsins er að auka fjölbreytnina í ferðaþjónustu á Íslandi. Hluthafar í Horni II eru að stærstu leyti lífeyrissjóðir og fjármálafyrirtæki en hluthafar í ferðasjóðnum eru Icelandair, lífeyrissjóðir og fjármálafyrirtæki.Vilja skýra útgönguleið Hermann segir að líftími Horns II sé út árið 2018, en ferðasjóðurinn muni lifa nokkuð lengur því þar séu verkefnin eðlisólík. Þó sé hægt að framlengja starfsemi Horns II til 2019 eða í síðasta lagi 2020. Horn II fjárfestir því einungis í eignum þar sem er skýr útgönguleið fyrir þann tíma. Sé slík útgönguleið ekki fyrir hendi þá er ekki fjárfest í eignunum. Horn II fjárfestir jafnframt í eignum sem mögulegt er að skrá á markað með tímanum. „Fáfnir er fyrirtæki sem væri mjög áhugavert að sjá fara á markað. Vissulega eru erfiðar markaðsaðstæður í olíugeiranum akkúrat í dag, en þær voru mjög góðar fyrir rúmum sex mánuðum,“ segir Hermann. Ef ytri aðstæður batni þá geti félagið vel verið nógu stórt til þess að fara á markað. Hann segir að Bláa lónið sé jafnframt stórt og öflug félag í góðum rekstri. „Ég held að það sé alveg klárlega kandídat til að fara á markaðinn,“ segir Hermann. Bláa lónið hafi verið vel rekið og vel markaðssett undanfarin ár og þar hafi verið mikil verðmætaaukning. „KEA Hotels er ekki af sömu stærðargráðu og þú þarft að hafa ákveðna lágmarksstærð til þess að fara á markaðinn. Hugsanlega gæti það orðið kandídat á First North, ég veit það ekki,“ segir Hermann. Invest Farma sé jafnframt mjög stórt félag sem gæti endað á hlutabréfamarkaði. Þegar þú talar um skráningu á markað, erum við þá að tala um á aðallista Kauphallar Íslands? „Þá erum við að tala um Kauphöllina. Ekkert endilega aðallistann. Við getum líka verið að tala um First North ef sá markaður er með þeim hætti að það sé hægt að fara inn á hann,“ segir Hermann. Hann bendir á að umræður hafi verið um það á Alþingi að rýmka fjárfestingaheimildir lífeyrissjóðanna með bréf á First North og það gæti gert þann markað ákjósanlegri.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira