Íslenski boltinn

Bryndís snýr aftur til ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bryndís Lára hefur varið mark ÍBV undanfarin ár.
Bryndís Lára hefur varið mark ÍBV undanfarin ár. vísir/stefán
Stuðningsmenn ÍBV fengu góðar fréttir í dag þegar tilkynnt var um að Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir myndi verja mark liðsins í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV.

Bryndís hefur leikið með Fortuna í Noregi í vetur og búist var við að hún myndi klára tímabilið ytra. Samkomulag milli hennar og Fortuna brást hins vegar og því er Bryndís á heimleið.

ÍBV var búið að semja við annan markvörð, hina ensku Holly Clarke, þar sem ekki var búist við Bryndísi fyrr en í júlí.

Clarke gerði tveggja mánaða samning við ÍBV og mun leika með liðinu þar til hún heldur aftur til Bandaríkjanna þar sem hún leikur með háskólaliði Montgomery.

ÍBV sækir Þór/KA heim í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×