Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Linda Blöndal skrifar 12. maí 2015 20:31 Íbúahópur gegn frekari stóriðju í Helguvík ásamt Hestamannafélaginu Mána hvöttu bæjarbúa Reykjanesbæjar til þátttöku í kröfugöngu sem hófst klukkan hálfsex í kvöld. Hópurinn vill að ný kísilmálmverksmiðja Thorsil fái ekki að rísa í Helguvík. Á annað hundrað, bæði menn og hestar, tóku þátt í göngunni frá smábátahöfninni í átt að ráðhúsinu. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, tók þar við kröfum þeirra. „Ég er bara ánægður að íbúar skuli hafa skoðun og koma því á framfæri sem þeir eru að hugsa,“ segir Friðjón. „Það er ekki oft sem það gerist. Við munum taka tillit til þessa í umræðunni. Ég er ekki tilbúinn að segja hér og nú hvað verður en ég mun kynna þetta mál inni í bæjarstjórn, það er ljóst.“ „Við viljum bara íbúalýðræði í bænum og við viljum að íbúar fái að koma að ákvarðanatöku í svona stóru máli,“ segir Guðmundur Auðun Gunnarsson, íbúi í Reykjanesbæ. Gunnar Eyjólfsson, formaður Mána, segir hestamenn í félaginu eðlilega hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri byggingu versins vegna staðsetningar þess. „Við erum innan við kílómeter frá kísilverinu,“ segir Gunnar. „Þarna eru um fimmtíu hesthús, fjögur hundruð hestar á húsi og svo er búið að rækta þarna upp 120 hektara land sem við beitum á sumrin síðustu fjörutíu árin.“Sýnt var beint frá mótmælunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hestar Tengdar fréttir Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00 Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag. 9. maí 2015 15:22 Forstjóri og rekstrarstjóri ráðnir fyrir kísilverksmiðju United Silicon hefur ráðið Helga Þórhallsson og Þórð Magnússon fyrir starfsemi fyrirtækisins í Helguvík. 14. apríl 2015 11:32 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Íbúahópur gegn frekari stóriðju í Helguvík ásamt Hestamannafélaginu Mána hvöttu bæjarbúa Reykjanesbæjar til þátttöku í kröfugöngu sem hófst klukkan hálfsex í kvöld. Hópurinn vill að ný kísilmálmverksmiðja Thorsil fái ekki að rísa í Helguvík. Á annað hundrað, bæði menn og hestar, tóku þátt í göngunni frá smábátahöfninni í átt að ráðhúsinu. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, tók þar við kröfum þeirra. „Ég er bara ánægður að íbúar skuli hafa skoðun og koma því á framfæri sem þeir eru að hugsa,“ segir Friðjón. „Það er ekki oft sem það gerist. Við munum taka tillit til þessa í umræðunni. Ég er ekki tilbúinn að segja hér og nú hvað verður en ég mun kynna þetta mál inni í bæjarstjórn, það er ljóst.“ „Við viljum bara íbúalýðræði í bænum og við viljum að íbúar fái að koma að ákvarðanatöku í svona stóru máli,“ segir Guðmundur Auðun Gunnarsson, íbúi í Reykjanesbæ. Gunnar Eyjólfsson, formaður Mána, segir hestamenn í félaginu eðlilega hafa miklar áhyggjur af fyrirhugaðri byggingu versins vegna staðsetningar þess. „Við erum innan við kílómeter frá kísilverinu,“ segir Gunnar. „Þarna eru um fimmtíu hesthús, fjögur hundruð hestar á húsi og svo er búið að rækta þarna upp 120 hektara land sem við beitum á sumrin síðustu fjörutíu árin.“Sýnt var beint frá mótmælunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Hestar Tengdar fréttir Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00 Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag. 9. maí 2015 15:22 Forstjóri og rekstrarstjóri ráðnir fyrir kísilverksmiðju United Silicon hefur ráðið Helga Þórhallsson og Þórð Magnússon fyrir starfsemi fyrirtækisins í Helguvík. 14. apríl 2015 11:32 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00
Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag. 9. maí 2015 15:22
Forstjóri og rekstrarstjóri ráðnir fyrir kísilverksmiðju United Silicon hefur ráðið Helga Þórhallsson og Þórð Magnússon fyrir starfsemi fyrirtækisins í Helguvík. 14. apríl 2015 11:32