Snakktollur ríkisins ekki ólöglegur Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2015 14:47 Vísir/Valli/Pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfum Haga, Aðfanga, Innness og Ölgerðarinnar eftir að fyrirtækin höfðuðu mál vegna gjaldtöku á innfluttum kartöfluflögum. Fyrirtækin sögðu gjaldtökuna vegna tolls á innflutningi á árunum 2010 til 2014 vera ólögmæta þar sem tollurinn á kartöflusnakk væri allt of mikill. Tollurinn er 59 prósent. Alls fór Ölgerðin fram á tæplega 225 milljón króna greiðslu frá ríkinu. Innnes fór fram á rúmar 54 milljónir og Hagar og Aðföng fóru fram á meira en 32 milljónir króna. Fyrirtækin sögðu meðal annars að tollur þessi samræmdist ekki kröfu um málefnalegan grundvöll skattheimtu hins opinbera. Fyrirtækin töldu að álagning þessi hafi verið byggð á svokallaðri verndarstefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði.Tollurinn sagður vera skerðing á eignarétti „Til þess að unnt sé að réttlæta svo háa gjaldtöku með þessum hætti þurfi eitthvert verndarandlag, þ.e. einhver innlend búvöruframleiðsla, að vera fyrir hendi. Í tilviki kartöflusnakks sé hins vegar ýmist mjög lítil eða engin slík framleiðsla fyrir hendi og því ekkert sem þarfnist verndar,“ segir í málsástæðum og lagarökum fyrirtækjanna. Þar að auki töldu fyrirtækin að tollurinn væri í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Því væri ekki um að ræða heimila skattheimtu heldur ólögmæta skerðingu á eignarrétti og atvinnufrelsi stefnenda. Ríkið vísaði því á bug að önnur sjónarmið en almenn markmið skattlagningar, þ.e. að afla ríkinu tekna til að standa undir útgjöldum sínum, búi að baki verðtolli á innfluttu snakki. Héraðsdómur hafnaði rökum fyrirtækjanna og sýknaði ríkið af öllum skaðabótakröfum þeirra. Hverju fyrirtæki var gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað. Dóma Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér, hér og hér. Tengdar fréttir Allt að 59% verndartollur á kartöflusnakki Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem kemur innflutt til landsins. Hins vegar eru engir tollar á snakk sem gert er úr maískorni. Örfáir aðilar á Íslandi framleiða kartöflusnakk og þá úr innfluttu hráefni. 5. febrúar 2015 07:00 Ölgerðin í hart við ríkið: Krefst endurgreiðslu á tolli af kartöfluflögum Sakar ríkið um að setja ofurtoll á innfluttar kartöfluflögur til að vernda íslenska framleiðendur. 8. apríl 2015 15:06 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfum Haga, Aðfanga, Innness og Ölgerðarinnar eftir að fyrirtækin höfðuðu mál vegna gjaldtöku á innfluttum kartöfluflögum. Fyrirtækin sögðu gjaldtökuna vegna tolls á innflutningi á árunum 2010 til 2014 vera ólögmæta þar sem tollurinn á kartöflusnakk væri allt of mikill. Tollurinn er 59 prósent. Alls fór Ölgerðin fram á tæplega 225 milljón króna greiðslu frá ríkinu. Innnes fór fram á rúmar 54 milljónir og Hagar og Aðföng fóru fram á meira en 32 milljónir króna. Fyrirtækin sögðu meðal annars að tollur þessi samræmdist ekki kröfu um málefnalegan grundvöll skattheimtu hins opinbera. Fyrirtækin töldu að álagning þessi hafi verið byggð á svokallaðri verndarstefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði.Tollurinn sagður vera skerðing á eignarétti „Til þess að unnt sé að réttlæta svo háa gjaldtöku með þessum hætti þurfi eitthvert verndarandlag, þ.e. einhver innlend búvöruframleiðsla, að vera fyrir hendi. Í tilviki kartöflusnakks sé hins vegar ýmist mjög lítil eða engin slík framleiðsla fyrir hendi og því ekkert sem þarfnist verndar,“ segir í málsástæðum og lagarökum fyrirtækjanna. Þar að auki töldu fyrirtækin að tollurinn væri í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Því væri ekki um að ræða heimila skattheimtu heldur ólögmæta skerðingu á eignarrétti og atvinnufrelsi stefnenda. Ríkið vísaði því á bug að önnur sjónarmið en almenn markmið skattlagningar, þ.e. að afla ríkinu tekna til að standa undir útgjöldum sínum, búi að baki verðtolli á innfluttu snakki. Héraðsdómur hafnaði rökum fyrirtækjanna og sýknaði ríkið af öllum skaðabótakröfum þeirra. Hverju fyrirtæki var gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað. Dóma Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér, hér og hér.
Tengdar fréttir Allt að 59% verndartollur á kartöflusnakki Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem kemur innflutt til landsins. Hins vegar eru engir tollar á snakk sem gert er úr maískorni. Örfáir aðilar á Íslandi framleiða kartöflusnakk og þá úr innfluttu hráefni. 5. febrúar 2015 07:00 Ölgerðin í hart við ríkið: Krefst endurgreiðslu á tolli af kartöfluflögum Sakar ríkið um að setja ofurtoll á innfluttar kartöfluflögur til að vernda íslenska framleiðendur. 8. apríl 2015 15:06 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Allt að 59% verndartollur á kartöflusnakki Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem kemur innflutt til landsins. Hins vegar eru engir tollar á snakk sem gert er úr maískorni. Örfáir aðilar á Íslandi framleiða kartöflusnakk og þá úr innfluttu hráefni. 5. febrúar 2015 07:00
Ölgerðin í hart við ríkið: Krefst endurgreiðslu á tolli af kartöfluflögum Sakar ríkið um að setja ofurtoll á innfluttar kartöfluflögur til að vernda íslenska framleiðendur. 8. apríl 2015 15:06