Húsið er rúmlega fimm hundruð fermetrar að stærð og var byggt árið 1992. Hönnunin er einstök og er húsið virkilega bjart en gríðarlega stór þakgluggi gnæfir yfir stofu hússins.
Um er að ræða skemmtilegt einbýli með tvöföldum bílskúr. Á jarðhæðinni er búið að útbúa litla íbúð.

Efri hæðinni eru fimm svefnherbergi og rúmgott og opið eldhús. Stofan í húsinu er einstök. Hún er stór og björt og er þar virkilega hátt er til lofts. Loftið er með gler bogaþaki og rafstýrðum gluggatjöldum.
Fasteignamat hússins er rúmlega níutíu milljónir og brunabótamatið rúmlega hundrað milljónir.
Hér má sjá fleiri myndir af húsinu.





