Hjúkrun á Landspítala Elfa Þöll Grétarsdóttir og Guðríður Kristín Þórðardóttir skrifar 12. maí 2015 08:00 Mikið hefur verið fjallað um Landspítala undanfarna mánuði og ár og þá einkum vegna álags, manneklu og fjárskorts. Niðurskurður, atgervisflótti heilbrigðisstarfsmanna, lítil nýliðun fagfólks, ákæra, húsnæðisskortur og nú verkföll. Er virkilega allt í steik á þessari virtu stofnun? Hvernig í ósköpunum fæst fólk til þess að standa vaktir við þessar aðstæður nótt sem nýtan dag? Er þjóðinni óhætt? Hvað er raunverulega í gangi á Landspítalanum? Í nýrri starfsumhverfiskönnun kom fram að þrátt fyrir að meirihluta hjúkrunarfræðinga finnist álagið of mikið og launin lág, þá eru þeir ánægðir í starfi. Miðað við þetta má velta því fyrir sér hvað það sé sem veitir þeim starfsánægju. Störf hjúkrunarfræðinga innan spítalans eru fjölbreytt en eiga það þó sameiginlegt að veita sjúklingum og aðstandendum þjónustu á viðkvæmum stundum í lífi þeirra. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans veita sína þjónustu af fagmennsku, öryggi og umhyggju. Þeir eru vel menntaðir og eftirsóttur starfskraftur víða um heim. Þekking og reynsla þeirra er dýrmæt fyrir spítalann. Það er krefjandi en á sama tíma mjög gefandi að styðja einstaklinga í erfiðum veikindum, eftir slys eða við andlát. Það sama má segja um að veita aðstandendum sjúklinga stuðning við að aðlagast breyttum aðstæðum í bráðum og langvinnum veikindum eða við missi. Hjúkrunarfræðingar vita að framlag þeirra skiptir máli í erfiðum aðstæðum en árangur vinnu þeirra er ekki hægt að meta til fjár. Fjárskortur og mannekla á spítalanum getur þó bitnað á gæðum, öryggi og á árangri. Þungur róður á Landspítala undanfarin ár hefur kennt okkur margt. Eitt af því mikilvægasta sem við höfum lært er það að í kreppum felast tækifæri. Starfsandi síðustu missera hefur einkennst af því hugarfari að klúðra ekki tækifærinu og hefur framkvæmdastjórn spítalans verið leiðandi í því hugarfari. Við markvissa endurskoðun á verkferlum og starfsháttum innan spítalans hefur verið haft að leiðarljósi að efla öryggismenningu og bæta starfsumhverfið. Hjúkrunarfræðingar fagna árlega fæðingardegi frumkvöðulsins Florence Nightingale 12. maí, sem er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. Fræðslunefnd hjúkrunarráðs Landspítala stendur fyrir svokallaðri „viku hjúkrunar” og að þessu sinni er þemað umbætur í hjúkrun. Þá er vísað til verkefna og breytinga sem gerðar hafa verið til að viðhalda öryggi sjúklinga, bæta þjónustu og hagræða í rekstri. Í boði verða 38 fyrirlestrar, 16 vinnusmiðjur og yfir 50 veggspjaldakynningar. Vikan einkennist af uppskeruhátíð verkefna þar sem áhersla er á að sjá áskoranir, hugsa í lausnum, fá góðar hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Kreppur undanfarinna ára hafa kennt okkur að leita árangursríkra lausna á hagkvæman hátt. Þær kynningar sem eru í dagskrá viku hjúkrunar er bara toppurinn af ísjakanum þegar horft er til lausnamiðaðra aðgerða sem er verið að beita á spítalanum. Það er viðhorf hjúkrunarfræðinga á Landspítala að hugsa í lausnum, fá góða hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd, ekki tala um vandamál heldur lausnir. Hjúkrunarfræðingar eru hluti af lausninni. Með því náum við árangri, eflum fagmennsku, tryggjum öryggi og verðum ánægð í starfi. Það er gott að að vera hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Þar eru tækifærin til að efla hjúkrun, byggja upp og láta gott af sér leiða. Þar eru góðar fyrirmyndir og leiðtogar sem forréttindi eru að vinna með. Það geta allir hjúkrunarfræðingar verið stoltir af störfum sínum á þessari mikilvægu stofnun á erfiðum tímum. Kæru hjúkrunarfræðingar, til hamingju með daginn. Elfa Þöll Grétarsdóttir, formaður fræðslunefndar hjúkrunarráðs Landspítala Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um Landspítala undanfarna mánuði og ár og þá einkum vegna álags, manneklu og fjárskorts. Niðurskurður, atgervisflótti heilbrigðisstarfsmanna, lítil nýliðun fagfólks, ákæra, húsnæðisskortur og nú verkföll. Er virkilega allt í steik á þessari virtu stofnun? Hvernig í ósköpunum fæst fólk til þess að standa vaktir við þessar aðstæður nótt sem nýtan dag? Er þjóðinni óhætt? Hvað er raunverulega í gangi á Landspítalanum? Í nýrri starfsumhverfiskönnun kom fram að þrátt fyrir að meirihluta hjúkrunarfræðinga finnist álagið of mikið og launin lág, þá eru þeir ánægðir í starfi. Miðað við þetta má velta því fyrir sér hvað það sé sem veitir þeim starfsánægju. Störf hjúkrunarfræðinga innan spítalans eru fjölbreytt en eiga það þó sameiginlegt að veita sjúklingum og aðstandendum þjónustu á viðkvæmum stundum í lífi þeirra. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans veita sína þjónustu af fagmennsku, öryggi og umhyggju. Þeir eru vel menntaðir og eftirsóttur starfskraftur víða um heim. Þekking og reynsla þeirra er dýrmæt fyrir spítalann. Það er krefjandi en á sama tíma mjög gefandi að styðja einstaklinga í erfiðum veikindum, eftir slys eða við andlát. Það sama má segja um að veita aðstandendum sjúklinga stuðning við að aðlagast breyttum aðstæðum í bráðum og langvinnum veikindum eða við missi. Hjúkrunarfræðingar vita að framlag þeirra skiptir máli í erfiðum aðstæðum en árangur vinnu þeirra er ekki hægt að meta til fjár. Fjárskortur og mannekla á spítalanum getur þó bitnað á gæðum, öryggi og á árangri. Þungur róður á Landspítala undanfarin ár hefur kennt okkur margt. Eitt af því mikilvægasta sem við höfum lært er það að í kreppum felast tækifæri. Starfsandi síðustu missera hefur einkennst af því hugarfari að klúðra ekki tækifærinu og hefur framkvæmdastjórn spítalans verið leiðandi í því hugarfari. Við markvissa endurskoðun á verkferlum og starfsháttum innan spítalans hefur verið haft að leiðarljósi að efla öryggismenningu og bæta starfsumhverfið. Hjúkrunarfræðingar fagna árlega fæðingardegi frumkvöðulsins Florence Nightingale 12. maí, sem er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. Fræðslunefnd hjúkrunarráðs Landspítala stendur fyrir svokallaðri „viku hjúkrunar” og að þessu sinni er þemað umbætur í hjúkrun. Þá er vísað til verkefna og breytinga sem gerðar hafa verið til að viðhalda öryggi sjúklinga, bæta þjónustu og hagræða í rekstri. Í boði verða 38 fyrirlestrar, 16 vinnusmiðjur og yfir 50 veggspjaldakynningar. Vikan einkennist af uppskeruhátíð verkefna þar sem áhersla er á að sjá áskoranir, hugsa í lausnum, fá góðar hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Kreppur undanfarinna ára hafa kennt okkur að leita árangursríkra lausna á hagkvæman hátt. Þær kynningar sem eru í dagskrá viku hjúkrunar er bara toppurinn af ísjakanum þegar horft er til lausnamiðaðra aðgerða sem er verið að beita á spítalanum. Það er viðhorf hjúkrunarfræðinga á Landspítala að hugsa í lausnum, fá góða hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd, ekki tala um vandamál heldur lausnir. Hjúkrunarfræðingar eru hluti af lausninni. Með því náum við árangri, eflum fagmennsku, tryggjum öryggi og verðum ánægð í starfi. Það er gott að að vera hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Þar eru tækifærin til að efla hjúkrun, byggja upp og láta gott af sér leiða. Þar eru góðar fyrirmyndir og leiðtogar sem forréttindi eru að vinna með. Það geta allir hjúkrunarfræðingar verið stoltir af störfum sínum á þessari mikilvægu stofnun á erfiðum tímum. Kæru hjúkrunarfræðingar, til hamingju með daginn. Elfa Þöll Grétarsdóttir, formaður fræðslunefndar hjúkrunarráðs Landspítala Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítala
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun