Lífið

Þykir vænt um stuðninginn

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
María mun bera sérhannaða skartgripi á sviðinu í Austurríki þegar hún flytur framlag Íslands í Eurovision.
María mun bera sérhannaða skartgripi á sviðinu í Austurríki þegar hún flytur framlag Íslands í Eurovision. Vísir/Valli
Félagsmönnum í Hugarafli þykir vænt um stuðning Maríu Ólafsdóttur söngkonu sem styður söfnun til handa samtökunum. María mun bera sérhannaða skartgripi á sviðinu í Austurríki þegar hún flytur framlag Íslands í Eurovision.

Skartið verður selt til styrktar starfi Hugarafls, sem berst fyrir hagsmunum og mannréttindum fólks með geðröskun. María sjálf átti hugmyndina og mætti á Geðveikt kaffihús Hugarafls fyrir stuttu þar sem hún söng Eurovision-lagið gestum til gleði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.