Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2015 19:30 Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. Í staðinn kynnti Isavia þveröfuga niðurstöðu frá verkfræðistofunni Eflu. Framkvæmdastjóri hennar tengist Knattspyrnufélaginu Val sterkum böndum og er hluthafi í Valsmönnum hf., félags á bak við áform um milljarðaframkvæmdir, sem eru háðar því að flugbrautin víki. Reykjavíkurborg er búin að strika flugbrautina umdeildu út af skipulagi, hún er samt enn í notkun, tvær Flugfélagsvélar lentu á henni í morgun, þeim einu sem tókst að fljúga innanlands í dag, og í fyrrakvöld bjargaði hún því að Flugfélagsfokker þyrfti ekki að snúa aftur til Akureyrar þegar hinar brautir vallarins lokuðust í hvassri suðvestanátt. Óvíst er hve lengi brautin nýtist fluginu því borgin og fjárfestingarfélag Valsmanna eru saman byrjuð að auglýsa eftir verktökum til að hefja framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi við flugbrautarendann. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, bæði fyrir Valsmenn og borgina, eins og fram kom í viðtali við Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóra Valsmanna hf, í fréttum Stöðvar 2 í haust: „Við greiddum hálfan milljarð fyrir landið hinn 11. maí 2005 og þær skuldir erum við búnir að vera með á bakinu í tíu ár. Það er útilokað að hægt sé að bera þann fjármagnskostnað í rauninni deginum lengur,“ sagði Brynjar þá en vextirnir sem bætast við nema níu milljónum króna á mánuði.Valsmenn hf. keyptu Hlíðarendalandið til uppbyggingar fyrir um áratug. Miklar skuldir hafa síðan safnast upp.Morgunblaðið sagði í fyrra að hagnaði vegna framkvæmda við Hlíðarendabyggð væri ætlað að fjármagna nýtt knatthús og greiða niður þriggja milljarða króna skuldir. Brynjar segir skuldirnar nær tveimur milljörðum króna; einn og hálfur milljarður sé á Valsmönnum en 600 milljónir á borginni, með veði í lóðunum. „Ef þessi plön okkar fara í einhverja frestun og við getum ekki staðið við okkar skuldbindingar þá snúum við okkur að sjálfsögðu að Reykjavíkurborg og förum með þann skaða á Reykjavíkurborg. Svo er það Reykjavíkurborgar að fara með skaðann á ríkið ef hún telur svo vera,“ segir Brynjar. -Þú ert að tala um dómsmál? „Að sjálfsögðu,“ sagði Brynjar Harðarson í október. Fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, fór þess á leit við Isavia fyrir ári að metin yrði sú áhætta sem fylgdi því að loka flugbrautinni. Áhættumatshópur, skipaður fulltrúum Isavia og flugrekstraraðila, skilaði í apríl í vor drögum að niðurstöðu þar sem því var lýst að lokun flugbrautarinnar myndi hafa óásættanlegar afleiðingar fyrir flugöryggi. Sú niðurstaða var ekki birt opinberlega heldur birti Isavia í staðinn nú í desember niðurstöðu sem gengur í þveröfuga átt, byggða á skýrslum Verkfræðistofunnar Eflu, „sem óháðs aðila”, að því er sagði í tilkynningu Isavia, að nothæfisstull teldist 97 prósent, án brautarinnar. Viku síðar var áhættumatshópnum tilkynnt að hann hefði verði leystur upp. Sjö fulltrúar hópsins hafa nú gert athugsasemdir við þessi vinnubrögð í greinargerð sem send var fimm ráðherrum fyrir jól, forsætis-, innanríkis-, heilbrigðis-, umhverfis- og fjármálaráðherra. Undir hana rita flugöryggisfulltrúar og flugrekstrarstjórar Flugfélags Íslands, Landhelgisgæslunnar, Mýflugs og Ernis, sem og fulltrúar flugskóla og einkaflugs.Greinargerð áhættumatshópsins til fimm ráðherra er undirrituð af fulltrúum Flugfélags Íslands, Landhelgisgæslu, Mýflugs, Fluggarða, Geirfugls og Ernis.Þar er reyndar ekki minnst á einn þátt málsins, sem ræddur var á lokafundi áhættumatshópsins, tengsl framkvæmdastjóra Eflu, Guðmundar Þorbjörnssonar, við Knattspyrnufélagið Val. Guðmundur er ein skærasta knattspyrnustjarna í sögu Vals og hefur eftir að íþróttaferlinum lauk unnið að ýmsum hagsmunamálum félagsins. Þannig sagði Valsblaðið 2007 að Guðmundur væri í þarfagreiningarnefnd um framtíðaruppbyggingu félagsins og í sameiginlegri byggingarnefnd Vals og Reykjavíkurborgar. Þá er hann í hópi 420 hluthafa í Valsmönnum hf., sem standa að nýju íbúðabyggðinni. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 staðfestir Guðmundur að hann sé í hópi hlutahafa fjárfestingarfélagsins Valsmanna hf. „Ég er örhluthafi í Valsmönnum hf., eins og hundruðir annarra Valsmanna,” segir Guðmundur en segist þó engin bein afskipti hafa haft af Valsmönnum hf. „Mín aðkoma að því félagi er engin önnur nema bara sem Valsara, sem fylgist þá með þeirri uppbyggingu sem er í gangi.”Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Eflu.Stöð 2/Arnar.Hann hafnar því að þessi tengsl geri verkfræðistofuna vanhæfa. „Það tel ég alveg útilokað. Ég veit ekki á hvaða forsendum það ætti að vera.” Guðmundur segir að leitað hafi verið til Eflu þar sem hún hafi sérfræðiþekkingu á þessu sviði. „Efla hefur unnið sambærileg verkefni fyrir flugvöllinn áður, eða réttara sagt gamla Línuhönnun, og þá var ég nú ekki einu sinni starfandi í fyrirtækinu.” Hann kveðst ekki hafa vitað af því að Efla hefði verið fengin í verkið fyrr en hann sá fréttir um það í fjölmiðlum. „Ég hafði ekki vitneskju, - og hvað þá hef nokkur áhrif á þessa vinnu,” segir Guðmundur. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Efla hefur komið að hönnun nýja íbúðahverfisins að Hlíðarenda. „Það er alveg rétt. Við höfum verið að vinna á Valssvæðinu í gegnum tíðina, eins og fjölmargar aðrar verkfræðistofur og önnur ráðgjafafyrirtæki. Í seinni tíð hefur það nú verið ansi lítið. En engu að síður eitthvað. En það er bara eins og gengur og gerist. Á því lifum við, að sinna ráðgjöf á okkar sviði.” Á heimasíðu Hlíðarendaverkefnins er nýjum útreikningum Eflu um nothæfisstuðul nú fagnað, en eftir sitja spurningar um hvort verkfræðistofan teljist vanhæf vegna Valstengslanna.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.Mynd/Isavia.Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði eftir viðtali við forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson, en fékk það svar að hann afþakkaði boð um viðtal. Spurningu hversvegna vinnuhópur um áhættumatið hafi verið leystur upp, var svarað skriflega: „Vinnuhópnum mistókst að komast að niðurstöðu.“ Spurningu hvort Isavia gæti fullyrt að Verkfræðistofan Efla væri óháður aðili, var svarað: „Isavia hefur ekki ástæðu til þess að efast um heilindi verkfræðistofunnar EFLU.“ Tengdar fréttir Höfða mál gegn borginni ef flugbraut tefur framkvæmdir Valsmenn hf. keyptu Hlíðarendalandið til uppbyggingar fyrir um áratug til uppbyggingar. Vilja hefja uppbyggingu nýs hverfis strax næsta vor. 23. október 2014 19:30 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58 Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. Í staðinn kynnti Isavia þveröfuga niðurstöðu frá verkfræðistofunni Eflu. Framkvæmdastjóri hennar tengist Knattspyrnufélaginu Val sterkum böndum og er hluthafi í Valsmönnum hf., félags á bak við áform um milljarðaframkvæmdir, sem eru háðar því að flugbrautin víki. Reykjavíkurborg er búin að strika flugbrautina umdeildu út af skipulagi, hún er samt enn í notkun, tvær Flugfélagsvélar lentu á henni í morgun, þeim einu sem tókst að fljúga innanlands í dag, og í fyrrakvöld bjargaði hún því að Flugfélagsfokker þyrfti ekki að snúa aftur til Akureyrar þegar hinar brautir vallarins lokuðust í hvassri suðvestanátt. Óvíst er hve lengi brautin nýtist fluginu því borgin og fjárfestingarfélag Valsmanna eru saman byrjuð að auglýsa eftir verktökum til að hefja framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi við flugbrautarendann. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, bæði fyrir Valsmenn og borgina, eins og fram kom í viðtali við Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóra Valsmanna hf, í fréttum Stöðvar 2 í haust: „Við greiddum hálfan milljarð fyrir landið hinn 11. maí 2005 og þær skuldir erum við búnir að vera með á bakinu í tíu ár. Það er útilokað að hægt sé að bera þann fjármagnskostnað í rauninni deginum lengur,“ sagði Brynjar þá en vextirnir sem bætast við nema níu milljónum króna á mánuði.Valsmenn hf. keyptu Hlíðarendalandið til uppbyggingar fyrir um áratug. Miklar skuldir hafa síðan safnast upp.Morgunblaðið sagði í fyrra að hagnaði vegna framkvæmda við Hlíðarendabyggð væri ætlað að fjármagna nýtt knatthús og greiða niður þriggja milljarða króna skuldir. Brynjar segir skuldirnar nær tveimur milljörðum króna; einn og hálfur milljarður sé á Valsmönnum en 600 milljónir á borginni, með veði í lóðunum. „Ef þessi plön okkar fara í einhverja frestun og við getum ekki staðið við okkar skuldbindingar þá snúum við okkur að sjálfsögðu að Reykjavíkurborg og förum með þann skaða á Reykjavíkurborg. Svo er það Reykjavíkurborgar að fara með skaðann á ríkið ef hún telur svo vera,“ segir Brynjar. -Þú ert að tala um dómsmál? „Að sjálfsögðu,“ sagði Brynjar Harðarson í október. Fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, fór þess á leit við Isavia fyrir ári að metin yrði sú áhætta sem fylgdi því að loka flugbrautinni. Áhættumatshópur, skipaður fulltrúum Isavia og flugrekstraraðila, skilaði í apríl í vor drögum að niðurstöðu þar sem því var lýst að lokun flugbrautarinnar myndi hafa óásættanlegar afleiðingar fyrir flugöryggi. Sú niðurstaða var ekki birt opinberlega heldur birti Isavia í staðinn nú í desember niðurstöðu sem gengur í þveröfuga átt, byggða á skýrslum Verkfræðistofunnar Eflu, „sem óháðs aðila”, að því er sagði í tilkynningu Isavia, að nothæfisstull teldist 97 prósent, án brautarinnar. Viku síðar var áhættumatshópnum tilkynnt að hann hefði verði leystur upp. Sjö fulltrúar hópsins hafa nú gert athugsasemdir við þessi vinnubrögð í greinargerð sem send var fimm ráðherrum fyrir jól, forsætis-, innanríkis-, heilbrigðis-, umhverfis- og fjármálaráðherra. Undir hana rita flugöryggisfulltrúar og flugrekstrarstjórar Flugfélags Íslands, Landhelgisgæslunnar, Mýflugs og Ernis, sem og fulltrúar flugskóla og einkaflugs.Greinargerð áhættumatshópsins til fimm ráðherra er undirrituð af fulltrúum Flugfélags Íslands, Landhelgisgæslu, Mýflugs, Fluggarða, Geirfugls og Ernis.Þar er reyndar ekki minnst á einn þátt málsins, sem ræddur var á lokafundi áhættumatshópsins, tengsl framkvæmdastjóra Eflu, Guðmundar Þorbjörnssonar, við Knattspyrnufélagið Val. Guðmundur er ein skærasta knattspyrnustjarna í sögu Vals og hefur eftir að íþróttaferlinum lauk unnið að ýmsum hagsmunamálum félagsins. Þannig sagði Valsblaðið 2007 að Guðmundur væri í þarfagreiningarnefnd um framtíðaruppbyggingu félagsins og í sameiginlegri byggingarnefnd Vals og Reykjavíkurborgar. Þá er hann í hópi 420 hluthafa í Valsmönnum hf., sem standa að nýju íbúðabyggðinni. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 staðfestir Guðmundur að hann sé í hópi hlutahafa fjárfestingarfélagsins Valsmanna hf. „Ég er örhluthafi í Valsmönnum hf., eins og hundruðir annarra Valsmanna,” segir Guðmundur en segist þó engin bein afskipti hafa haft af Valsmönnum hf. „Mín aðkoma að því félagi er engin önnur nema bara sem Valsara, sem fylgist þá með þeirri uppbyggingu sem er í gangi.”Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Eflu.Stöð 2/Arnar.Hann hafnar því að þessi tengsl geri verkfræðistofuna vanhæfa. „Það tel ég alveg útilokað. Ég veit ekki á hvaða forsendum það ætti að vera.” Guðmundur segir að leitað hafi verið til Eflu þar sem hún hafi sérfræðiþekkingu á þessu sviði. „Efla hefur unnið sambærileg verkefni fyrir flugvöllinn áður, eða réttara sagt gamla Línuhönnun, og þá var ég nú ekki einu sinni starfandi í fyrirtækinu.” Hann kveðst ekki hafa vitað af því að Efla hefði verið fengin í verkið fyrr en hann sá fréttir um það í fjölmiðlum. „Ég hafði ekki vitneskju, - og hvað þá hef nokkur áhrif á þessa vinnu,” segir Guðmundur. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá að Efla hefur komið að hönnun nýja íbúðahverfisins að Hlíðarenda. „Það er alveg rétt. Við höfum verið að vinna á Valssvæðinu í gegnum tíðina, eins og fjölmargar aðrar verkfræðistofur og önnur ráðgjafafyrirtæki. Í seinni tíð hefur það nú verið ansi lítið. En engu að síður eitthvað. En það er bara eins og gengur og gerist. Á því lifum við, að sinna ráðgjöf á okkar sviði.” Á heimasíðu Hlíðarendaverkefnins er nýjum útreikningum Eflu um nothæfisstuðul nú fagnað, en eftir sitja spurningar um hvort verkfræðistofan teljist vanhæf vegna Valstengslanna.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.Mynd/Isavia.Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði eftir viðtali við forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson, en fékk það svar að hann afþakkaði boð um viðtal. Spurningu hversvegna vinnuhópur um áhættumatið hafi verið leystur upp, var svarað skriflega: „Vinnuhópnum mistókst að komast að niðurstöðu.“ Spurningu hvort Isavia gæti fullyrt að Verkfræðistofan Efla væri óháður aðili, var svarað: „Isavia hefur ekki ástæðu til þess að efast um heilindi verkfræðistofunnar EFLU.“
Tengdar fréttir Höfða mál gegn borginni ef flugbraut tefur framkvæmdir Valsmenn hf. keyptu Hlíðarendalandið til uppbyggingar fyrir um áratug til uppbyggingar. Vilja hefja uppbyggingu nýs hverfis strax næsta vor. 23. október 2014 19:30 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58 Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Höfða mál gegn borginni ef flugbraut tefur framkvæmdir Valsmenn hf. keyptu Hlíðarendalandið til uppbyggingar fyrir um áratug til uppbyggingar. Vilja hefja uppbyggingu nýs hverfis strax næsta vor. 23. október 2014 19:30
Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00
Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58
Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29