Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega 25. janúar 2015 19:15 Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Sífellt yngra fólk sækist nú eftir kynleiðréttingu og hlutföllin milli fjölda transkvenna og transkarla hafa jafnast. GayIceland greindi fyrst frá. Óttar Guðmundsson, geðlæknir, fer fyrir hópi sérfræðinga um málefni transfólks á Landspítalanum. Hann segir þessa breytingu, undanfarin þrjú til fimm ár, vera í takt við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. „Það er mun auðveldara í dag að koma fram sem transeinstaklingur. Þannig að fólk horfist í augu við þetta og kemur fram, sem það þorði ekki að gera fyrir kannski tíu, tuttugu árum,“ segir Óttar. Athygli vekur að sífellt yngra fólk kallar eftir því að leiðrétta kyn sitt, en á árum áður var yfirleitt um að ræða einstaklinga yfir þrítugu. „Það eru semsagt unglingar, eða fólk sem er á barnsaldri, sem horfist í augu við að það sé trans og þurfi að taka afstöðu til þess,“ segir Óttar. Auk þess stíga sífellt fleiri karlar fram. Fyrir nokkrum árum hafi verið um það bil fjórar konur á móti hverjum karli, en nú eru hlutföll karla og kvenna nokkuð jöfn. Óttar telur að viðhorfsbreyting hafi orðið í samfélaginu undanfarin ár. Fólk sé nú tilbúnara en áður til að samþykkja transkonur - og karla. „Hvort að það eru jákvæðar fréttir að það sé svona mikil fjölgun í hópnum veit ég ekki. Þetta er óskaplega erfitt ferli. Það er ekki hægt að gera meiri breytingu á sér og sínu lífi heldur en að leiðrétta kyn sitt þannig þetta er afskaplega erfitt fyrir þá sem standa í þessu. En auðvitað er það jákvætt að samfélagið tekur miklu betur við þessum einstaklingum en áður," segir hann. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Sífellt yngra fólk sækist nú eftir kynleiðréttingu og hlutföllin milli fjölda transkvenna og transkarla hafa jafnast. GayIceland greindi fyrst frá. Óttar Guðmundsson, geðlæknir, fer fyrir hópi sérfræðinga um málefni transfólks á Landspítalanum. Hann segir þessa breytingu, undanfarin þrjú til fimm ár, vera í takt við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. „Það er mun auðveldara í dag að koma fram sem transeinstaklingur. Þannig að fólk horfist í augu við þetta og kemur fram, sem það þorði ekki að gera fyrir kannski tíu, tuttugu árum,“ segir Óttar. Athygli vekur að sífellt yngra fólk kallar eftir því að leiðrétta kyn sitt, en á árum áður var yfirleitt um að ræða einstaklinga yfir þrítugu. „Það eru semsagt unglingar, eða fólk sem er á barnsaldri, sem horfist í augu við að það sé trans og þurfi að taka afstöðu til þess,“ segir Óttar. Auk þess stíga sífellt fleiri karlar fram. Fyrir nokkrum árum hafi verið um það bil fjórar konur á móti hverjum karli, en nú eru hlutföll karla og kvenna nokkuð jöfn. Óttar telur að viðhorfsbreyting hafi orðið í samfélaginu undanfarin ár. Fólk sé nú tilbúnara en áður til að samþykkja transkonur - og karla. „Hvort að það eru jákvæðar fréttir að það sé svona mikil fjölgun í hópnum veit ég ekki. Þetta er óskaplega erfitt ferli. Það er ekki hægt að gera meiri breytingu á sér og sínu lífi heldur en að leiðrétta kyn sitt þannig þetta er afskaplega erfitt fyrir þá sem standa í þessu. En auðvitað er það jákvætt að samfélagið tekur miklu betur við þessum einstaklingum en áður," segir hann.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira