Helltu upp á eðalkaffibolla sigga dögg skrifar 25. janúar 2015 14:00 Nýmalaðar baunir gefa besta bollann. Vísir/Getty Þessar leiðbeiningar tryggja hámarksgæði á uppáhelltu kaffi – kjörin leið til að sigla inn í helgina. - Kauptu baunir frekar en malað kaffi. - Malaðu kaffibaunirnar rétt fyrir uppáhellingu. - Ef þú átt ekki kvörn, farðu á uppáhaldskaffibrennsluna þína og fáðu kaffiþjóninn til að mala kaffibaunirnar fyrir þig. Þannig tryggir þú að kaffið sé sem ferskast. - Malað kaffi geymast best í loftþéttri krukku og er endingartíminn um fimm til sjö dagar. - Taktu fram í hvernig uppáhellingu kaffið fer í, það skiptir máli upp á grófleika kaffisins. Ef þú ert með pressukönnu er gott að mala kaffið í um 10 til 12 sekúndur. Ef þú hellir upp á í kaffivél er gott að mala baunirnar í 15 til 20 sekúndur. - Það er gott að miða við að hafa kúffulla matskeið af kaffi á móti tæpum desilítra af vatni. Það er betra að hella upp á sterkt kaffi sem svo er þynnt út með heitu vatni á eftir. Of lítið kaffi á móti vatni í uppáhellingu getur gert kaffið beiskt. - Hitastig vatnsins á að vera um 96 gráður, sem er um 45 sekúndum áður en hraðsuðuketillinn pípir. - Helltu nýuppáhelltu kaffinu í hitaðan hitabrúsa. Gott er að hita brúsann með soðnu vatni áður en kaffinu er hellt í hann. - Einu sinni í mánuði er gott að láta edikslausn (vatn á móti ediki) fara í gegnum vélina til þess að halda henni hreinni. Helltu upp á tvisvar sinnum bara með vatni eftir að edikið hefur farið í gegnum vélina. Heilsa Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Þessar leiðbeiningar tryggja hámarksgæði á uppáhelltu kaffi – kjörin leið til að sigla inn í helgina. - Kauptu baunir frekar en malað kaffi. - Malaðu kaffibaunirnar rétt fyrir uppáhellingu. - Ef þú átt ekki kvörn, farðu á uppáhaldskaffibrennsluna þína og fáðu kaffiþjóninn til að mala kaffibaunirnar fyrir þig. Þannig tryggir þú að kaffið sé sem ferskast. - Malað kaffi geymast best í loftþéttri krukku og er endingartíminn um fimm til sjö dagar. - Taktu fram í hvernig uppáhellingu kaffið fer í, það skiptir máli upp á grófleika kaffisins. Ef þú ert með pressukönnu er gott að mala kaffið í um 10 til 12 sekúndur. Ef þú hellir upp á í kaffivél er gott að mala baunirnar í 15 til 20 sekúndur. - Það er gott að miða við að hafa kúffulla matskeið af kaffi á móti tæpum desilítra af vatni. Það er betra að hella upp á sterkt kaffi sem svo er þynnt út með heitu vatni á eftir. Of lítið kaffi á móti vatni í uppáhellingu getur gert kaffið beiskt. - Hitastig vatnsins á að vera um 96 gráður, sem er um 45 sekúndum áður en hraðsuðuketillinn pípir. - Helltu nýuppáhelltu kaffinu í hitaðan hitabrúsa. Gott er að hita brúsann með soðnu vatni áður en kaffinu er hellt í hann. - Einu sinni í mánuði er gott að láta edikslausn (vatn á móti ediki) fara í gegnum vélina til þess að halda henni hreinni. Helltu upp á tvisvar sinnum bara með vatni eftir að edikið hefur farið í gegnum vélina.
Heilsa Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira