Tónlist

Sheeran ætlaði að hætta í tónlist

Ed Sheeran íhugaði að hætta í tónlistinni fyrir fimm árum.
Ed Sheeran íhugaði að hætta í tónlistinni fyrir fimm árum. Vísir/Getty
Einn vinsælasti tónlistarmaður Bretlands, Ed Sheeran, íhugaði að hætta í tónlistinni árið 2010 þegar hann var fátækur og heimilislaus, þrátt fyrir að hafa spilað á tónleikum fyrir fullu húsi í London.

„Mig langaði að hætta á tímabili. Þegar ég hugsaði: „Þetta er hræðilegt. Þetta er ekki að fara að ganga upp“,“ sagði hinn 23 ára söngvari í nýrri bók sinni. „Í desember 2010 var uppselt á tónleika mína í Cargo í Shoreditch, stærstu tónleikana sem ég hafði spilað á. Það voru 500 manns þarna… og meira að segja pabbi mætti.“

Þrátt fyrir að tónleikarnir hafi gengið vel var hann óviss um hvort hann gæti spjarað sig. „Ég hafði unnið eins og brjálæðingur og spilað stanslaust í þrjú ár. Ég hafði gefið út fjórar EP-plötur. Ég var nýbúinn að spila á uppseldum tónleikum. Ég átti engan pening og ekkert heimili. Ég endaði á að fara heim til vinar míns og hágrét. „Gaur, ég get þetta ekki lengur,“ sagði ég.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.