Rólegt hjá lögreglunni: Skilaði peningaveski sem var stútfullt af reiðufé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. ágúst 2015 09:43 Það var nokkuð rólegt hjá lögreglunni fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar. vísir/vilhelm Verslunarmannahelgin hófst á rólegu nótunum samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum landsins. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var formlega sett í gær og síðastliðinn sólarhring eða svo hefur fólk streymt til Eyja. Talið er að um tíu þúsund manns taki þátt í hátíðarhöldunum í Herjólfsdal þessa Verslunarmannahelgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að nóttin hafi gengið afar vel. Enginn alvarleg mál hafi komið upp. Einn gisti fangageymslu sökum ölvunar. Þá hafa þrjátíu fíkniefnamál komið upp í Vestmannaeyjum það sem af er en sex lögreglumenn sinna þessum málum málaflokki á Þjóðhátíð. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Jóhannes segir málin þrjátíu taka til neysluskammta. Efnin eru jafnframt af ýmsum toga en fyrst og fremst hvít efni. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Selfossi gekk umferðin til Landeyjahafnar vel. Hún hafi verið þétt en sama og ekkert hafi verið um hraðakstur. Engin óhöpp urðu. Það gekk einnig vel á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram. Að sögn lögreglu var lítil ölvun í bænum. Eitthvað var um smá pústra og tveir sváfu úr sér í fangageymslu. Einn var tekinn fyrir akstur undir áhrifum víns. Á sama stað fer Unglingalandsmót UMFÍ fram þessa helgi. Lögreglan segir að lítið sé um að gestir hátíðanna rekist hvor á annan. Keppendur og fjölskyldur þeirra séu á öðru tjaldstæði og oftar en ekki sé fólkið á ferli á mismunandi tímum sólarhringsins. Á Neskaupsstað fer Neistaflug fram. Samkvæmt Jónasi Wilhelmssyni, yfirlögregluþjóni á Austurlandi, var lítill erill. Það hafi verið örlítið nudd en ekkert umfram það sem við var að búast. Enginn gisti fangageymslur og enginn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Jónas segir að eftirlit með komu gesta hafi verið töluvert og nokkrir hafi verið teknir fyrir hraðakstur og að auki hafi folk verið stöðvað þar sem eftirvagnar þeirra voru ekki fullnægjandi. Fimm hafi verið sendir raklaust í næstu verslun að kaupa sér framlengingu á baksýnisspegla sína. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum má síðan finna sögu af manni sem fann seðlaveski og skilaði því til lögreglunnar. Veskið var fullt af reiðufé og tilheyrði erlendum ferðamanni. Hann var gráti næst þegar hún kom og sótti veski sitt til lögreglunnar.Óþekktur aðili kom á lögreglustöðina við Hringbraut í dag og skilaði inn veski sem hann fann á bensínstöð í umdæminu. Þa...Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Friday, 31 July 2015 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Verslunarmannahelgin hófst á rólegu nótunum samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum landsins. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var formlega sett í gær og síðastliðinn sólarhring eða svo hefur fólk streymt til Eyja. Talið er að um tíu þúsund manns taki þátt í hátíðarhöldunum í Herjólfsdal þessa Verslunarmannahelgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að nóttin hafi gengið afar vel. Enginn alvarleg mál hafi komið upp. Einn gisti fangageymslu sökum ölvunar. Þá hafa þrjátíu fíkniefnamál komið upp í Vestmannaeyjum það sem af er en sex lögreglumenn sinna þessum málum málaflokki á Þjóðhátíð. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Jóhannes segir málin þrjátíu taka til neysluskammta. Efnin eru jafnframt af ýmsum toga en fyrst og fremst hvít efni. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Selfossi gekk umferðin til Landeyjahafnar vel. Hún hafi verið þétt en sama og ekkert hafi verið um hraðakstur. Engin óhöpp urðu. Það gekk einnig vel á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fer fram. Að sögn lögreglu var lítil ölvun í bænum. Eitthvað var um smá pústra og tveir sváfu úr sér í fangageymslu. Einn var tekinn fyrir akstur undir áhrifum víns. Á sama stað fer Unglingalandsmót UMFÍ fram þessa helgi. Lögreglan segir að lítið sé um að gestir hátíðanna rekist hvor á annan. Keppendur og fjölskyldur þeirra séu á öðru tjaldstæði og oftar en ekki sé fólkið á ferli á mismunandi tímum sólarhringsins. Á Neskaupsstað fer Neistaflug fram. Samkvæmt Jónasi Wilhelmssyni, yfirlögregluþjóni á Austurlandi, var lítill erill. Það hafi verið örlítið nudd en ekkert umfram það sem við var að búast. Enginn gisti fangageymslur og enginn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Jónas segir að eftirlit með komu gesta hafi verið töluvert og nokkrir hafi verið teknir fyrir hraðakstur og að auki hafi folk verið stöðvað þar sem eftirvagnar þeirra voru ekki fullnægjandi. Fimm hafi verið sendir raklaust í næstu verslun að kaupa sér framlengingu á baksýnisspegla sína. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum má síðan finna sögu af manni sem fann seðlaveski og skilaði því til lögreglunnar. Veskið var fullt af reiðufé og tilheyrði erlendum ferðamanni. Hann var gráti næst þegar hún kom og sótti veski sitt til lögreglunnar.Óþekktur aðili kom á lögreglustöðina við Hringbraut í dag og skilaði inn veski sem hann fann á bensínstöð í umdæminu. Þa...Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Friday, 31 July 2015
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira