Lífið

Efri stéttin: Frjókornaofnæmi fer illa með greyið Richard

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fjórði þáttur Efri stéttarinnar er mættur á Vísi.

Eins og við höfum séð í sumar er krökkunum ekkert heilagt og ekki heldur það sem er heilagt eins og við komumst að þættinum. Þar bregða krakkarnir sér meðal annars í líki presta sem heilsa upp á frelsarann sjálfan.

Á bak við Efri Stéttina er einn ferskasti grínhópur landsins. Meðlimir hans voru áður í skemmtiþættinum 12:00 í Verzlunarskólanum og vöktu mikla athygli síðasta vetur fyrir vel heppnuð lög og myndbönd og sprenghlægileg atriði.

Þættirnir verða sýndir vikulega fram í september og frumsýndir um helgar hér á Vísi.

Þau sem skipa Efri Stéttina eru Árni Steinn Viggósson, Bergþór Másson, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Ágúst Elí Ásgeirsson, Brynjar Barkarson, Birna María Másdóttir og Kári Eldjárn.

Meðlimir Efri Stéttarinnar eru mjög virkir á samfélagsmiðlum og hvetjum við lesendur til að fylgjast einnig með þeim á Instagram, Twitter, Facebook og á Snapchat (efristettin).


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.