Fólkið sem passar okkur um verslunarmannahelgina Erla Björg Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 1. ágúst 2015 08:30 Fólkið sem stendur vaktina um verslunarmannahelgina er sammála um að þau þurfi að undirbúa sig andlega fyrir þessa stóru ferðahelgi. vísir/ernir Fólkið sem stendur vaktina um verslunarmannahelgina biðlar til allra að fara sér hægt. Skuggahliðar þessarar mestu ferðahelgi ársins séu óhófleg neysla áfengis og vímuefna og slys og ofbeldisverknaðir fylgi óhjákvæmilega. Þau eiga það sameiginlegt að vera fyrst á staðinn, aðstoða fólk í áföllum og verða vitni að erfiðum slysum og eru sammála um að átakanlegast sé að horfa upp á slys á ungu fólki eða börnum, en að á ýmsu geti gengið þessa mestu ferðahelgi ársins. Jóhann Eyfeld segir annasamar helgar geta tekið á andlegu hliðina.vísir/ernirSigrarnir standa upp úrJóhann Eyfeld Ferdinandsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni Jóhann starfar við að síga niður úr þyrlu til að bjarga fólki sem er í hættu eða slasað úti á sjó og landi. Oft eru sigmenn fyrstu björgunarmenn á staðinn ásamt lækni. „Það getur ýmislegt gengið á yfir verslunarmannahelgi og er helgin 2013 mér minnistæðust. Það var fyrsta verslunarmannahelgin mín í þyrlunni og það varð bæði stórt bílslys og flugslysið á Akureyri.“ Jóhann segir lítinn mun á milli ára nema að umferðin hafi aukist talsvert á landinu. „Það getur hjálpað til við að hægja á umferðinni og gera hana þannig öruggari. Þá eru lengri bílaraðir og færri sem eru að taka fram úr eða keyra hratt.“ Jóhann segir annasamar helgar geta tekið á andlegu hliðina. „Og þá er gott að eiga góða eiginkonu og góða félaga um borð í þyrlunni. Þá ræðum við saman ef eitthvað er að hrjá mann. Það sem stendur upp úr er þegar maður nær að koma einhverjum á spítala í tæka tíð og heyra síðan fréttir að viðkomandi hafi gengið þaðan út.“ Jóhann er á vaktinni um helgina en segir að undirbúningur fyrir þessa helgi sé ekkert öðruvísi en fyrir aðrar vaktir. „Fyrir hverja vakt hugsa ég í hverju ég lendi þetta skiptið. Maður veit ekkert hvað gerist eða hvenær maður kemur aftur heim. Við erum bara alltaf í startholunum.“Bergur Stefánsson segir fólkið sjálft valda slysum, bæði í umferð og á öðru fólki.vísir/ernirMánudagarnir hættulegastirBergur Stefánsson, yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa Bergur fer með læknisfræðilega forsjá yfir sjúkraflutningum á landinu og yfir slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, þyrlunni og Neyðarlínunni. Hann starfar einnig sem læknir í þyrlunni og á bráðamóttökunni í Fossvogi. Það má segja að hann sé sérfræðingur í að vera fyrstur til bjargar. „Verslunarmannahelgin er löng helgi og það er tilhneiging til slæmra slysa. Sérstaklega á mánudögum þegar það er gott veður og fólk er að flýta sér heim. Svo fylgir þessari helgi ansi mikil drykkja og dóp. Fólk er oft að koma sér í vanda vegna þess.“ Bergur segir að talsverð aukamönnun sé yfir þessa helgi. Til dæmis í Vestmannaeyjum og á sjúkrabílnum á Suðurlandi. „Menn eru meðvitaðir um að það megi búast við áföllum þessa helgi og maður býr sig andlega undir það. En maður vonar það besta.“ Síðustu ár hefur dánartalan lækkað í kringum þessa miklu ferðahelgi. Bergur þakkar það betra vegakerfi og þar af leiðandi færri stórum umferðarslysum. Hann segir þó margt koma upp sem tengist neyslu og kynferðisofbeldi. „Það virðist vera ótrúlega algengt að fólk á fullorðinsaldri sé á kafi í neyslu. Það fólk og fólkið í kringum það er mun líklegra til að lenda í vandræðum. Svo hafa kynferðisofbeldismálin loðað við þessar útihátíðir, það eru skelfileg mál. Það er fólk sem er hættulegt þessa helgi – í umferðinni og gagnvart öðru fólki.“ Jóhann segir helgina vel geta tekið á og þá sé mikilvægt að fá stuðning frá félögum. „Skaðinn er yfirleitt skeður þegar við komum á vettvang. Við komum til að hjálpa og reynum að gera sem best úr þeim aðstæðum sem við lendum í.“Njáll Pálsson segir sérstaklega erfitt að koma að slysum þegar um ungt fólk eða börn er að ræða.vísir/ernirPössum upp á hvert annaðNjáll Pálsson, bráðatæknir og sjúkraflutningamaður Njáll segir verslunarmannahelgina frábrugðna öðrum helgum á vaktinni. „Það eru svo margir á faraldsfæti og svo er þessi skuggahlið, fólk er að neyta áfengis og vímugjafa í óhóflegu magni og þá verða stundum ofbeldisverk, slys, veikindi í kringum það. Svo eru það bílslysin sem hafa alltaf sett sitt mark á ferðahelgar, þegar ég lít svona til baka,“ útskýrir Njáll. Hann segir átakanlegt og gríðarlega erfitt á köflum að starfa við það að koma að slysum. „Sérstaklega ef um ungt fólk eða börn er að ræða. En þetta er auðvitað bara svona, hluti af starfinu. Við köllum þetta verkefni sem þarf að leysa hverju sinni og þar er einna mikilvægast að vera í góðu sambandi við alla viðbragðsaðila og samstarfið er mjög gott. Það er náttúrulega aldrei gaman að horfa upp á það þegar samborgarar manns lenda í nauðung, en maður sinnir því sem þarf að sinna.“ Aðspurður segir hann hegðun fólks um verslunarmannahelgi hafa breyst á undanförnum árum. „Ég er ekki frá því að fólk sé farið að vera heilt yfir meira afslappað í umferðinni. Mér finnst ég finna það. En það er auðvitað slæmt þegar fólk er að keyra í misjöfnu ástandi, þá skapast hætta. Það er oftast á heimleiðinni og ég biðla til fólks að setjast ekki undir stýri nema að vel athuguðu máli,“ segir Njáll, en bætir við að nú sé mikið af erlendum ferðamönnum á ferðinni og þeir séu ekki jafn öruggir í umferðinni. Síðustu fimm verslunarmannahelgar hefur Njáll verið að vinna í sjúkragæslu á Þjóðhátíð í Eyjum. „Ég hef skynjað breytingu til hins betra í Eyjum líka. Það er því að þakka að það er búið að vinna markvisst í öryggismálum í dalnum, þjóðhátíðarnefnd hefur aukið öryggi gestanna. Það er búið að auka við gæslu, koma upp myndavélakerfi og svo er líka búið að vinna í brekkunni sjálfri, hreinsa hana vel af grjóti og binda grjótið fyrir ofan með neti. Þegar ég var að byrja þá var grjótið mikið á ferðinni, að rúlla niður og hitta fólk illa, það var að detta um þetta, og svo voru menn svo óforskammaðir að grýta því og maður sá marga áverka tengda því.“ Njáll biðlar til fólks að ganga hægt um gleðinnar dyr. „Pössum hvert annað, ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú á svona stórum mannamótum þar sem fólk er undir áhrifum og kannski misindismenn sem leynast í fjöldanum. Svo náttúrulega þetta með að vera ekki að hreyfa við ökutækjum nema vera í ástandi til þess.“Dóra Birna Kristinsdóttir segir mikilvægt að sinna fólkinu í bænum líka.vísir/ernirMeiri áhersla á innbrotseftirlitDóra Birna Kristinsdóttir, lögreglumaður „Það er jafn mikill viðbúnaður og um aðrar helgar. Við í lögreglunni í bænum leggjum svo meiri áherslu á innbrotseftirlit og slíkt, það eru auðvitað margir sem fara úr bænum og þá eru meiri líkur á að eitthvað gerist heima hjá fólki. Við erum að fylgjast með eigum fólks. Annars eru oft rosalega margir niðri í bæ og það þarf að sinna því fólki líka,“ segir Dóra Birna, en hún hefur verið í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðan 2002 og unnið yfir margar verslunarmannahelgar. „Það hefur verið þannig að ef það hefur verið hundleiðinlegt veður á útihátíðum hafa hátíðirnar færst á Lækjartorg. En það eru nú einhver ár síðan það gerðist síðast.” Hún segir eldra fólk meira í bænum um verslunarmannahelgar. „Þá er yngra liðið farið á útihátíðirnar. Það getur verið öðruvísi stemming í bænum, meiri rólegheit yfir þessu. En svo er auðvitað allur gangur á því. Það er líka fullt af túristum í bænum um þessar mundir, en það er ekkert vesen á þeim. Það er eitthvað svona sem fylgir, það er verið að stela af þeim og svo er alltaf svolítið fyllerí í bænum. Svo finnst manni eins og það séu oft meiri slagsmál þegar er leiðinlegt veður, fólk virðist vera glaðara í sól og blíðu.“ Hún man eftir að hafa komið að erfiðum slysum í kringum ferðahelgarnar. „Erfiðustu slysin eru þau þegar unga fólkið og börnin meiðast. Það er mjög átakanlegt að horfa upp á slíkt. En ég vil endilega biðla til fólks þessa helgi að flýta sér ekki um of, fara varlega og ganga hægt um gleðinnar dyr með gleði í hjarta.“Hrönn Stefánsdóttir segir því miður alltof marga þurfa leita aðstoðar hjá neyðarmóttökunni um og eftir verslunarmannahelgina.vísir/ernirMikill erill strax eftir helgi Hrönn Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðadeild Landspítalans Hrönn segir starfsfólk bráðadeildarinnar vera viðbúið stærri slysum um verslunarmannahelgina og að smá spenna liggi í loftinu. Annars sé sumarið almennt annasamt. „Þetta var mjög erfið helgi áður fyrr en undanfarin ár hefur verið minna um stór umferðarslys. Það er þó alltaf mikið að gera á bráðamóttökunni. Við fáum fleiri inn eftir líkamsárásir, sem oft eru tengdar neyslu, og þær eru oft mjög grófar. En almennt er mjög mikið að gera um helgar yfir sumartímann. Það er vegna aukins ferðamannastraums og svo eru mörg svokölluð frístundaslys hjá sumarfrísfólkinu, trampólínóhöpp og snúnir ökklar eftir göngur. Þess vegna er oft mikið að gera fyrstu dagana eftir verslunarmannahelgina. Fólk kemur og lætur kíkja á sig þegar það er komið í bæinn.“ Hrönn starfar mikið á neyðarmóttökunni sem er starfrækt allan sólarhringinn á bráðadeildinni. Þangað leita fórnarlömb kynferðisofbeldis. „Því miður eru nauðganir eitthvað sem hefur oft fylgt verslunarmannahelginni og útihátíðum. Það koma ekki endilega margir um sjálfa helgina, heldur í vikunni á eftir. Ég vil þó ítreka að best er að koma sem fyrst upp á sönnunarbyrði, skoðun og áfallahjálp.“ Hrönn viðurkennir að það geti tekið á að taka á móti fólki í alls kyns ástandi og að vera undir miklu álagi á bráðadeildinni. „En við erum gott teymi sem vinnum hér saman og styðjum hvert annað. Það verður flottur hópur hér á vaktinni um helgina.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fimmtán ár frá flugslysinu í Skerjafirði Mikil umræða um flugöryggi skapaðist eftir slysið í Skerjafirði og í níu ár urðu engin banaslys í flugi. Menn sjá nú merki um aukið kæruleysi en flugyfirvöld gefa engan slaka og úthluta afgreiðslutímum um helgina. 1. ágúst 2015 08:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Fólkið sem stendur vaktina um verslunarmannahelgina biðlar til allra að fara sér hægt. Skuggahliðar þessarar mestu ferðahelgi ársins séu óhófleg neysla áfengis og vímuefna og slys og ofbeldisverknaðir fylgi óhjákvæmilega. Þau eiga það sameiginlegt að vera fyrst á staðinn, aðstoða fólk í áföllum og verða vitni að erfiðum slysum og eru sammála um að átakanlegast sé að horfa upp á slys á ungu fólki eða börnum, en að á ýmsu geti gengið þessa mestu ferðahelgi ársins. Jóhann Eyfeld segir annasamar helgar geta tekið á andlegu hliðina.vísir/ernirSigrarnir standa upp úrJóhann Eyfeld Ferdinandsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni Jóhann starfar við að síga niður úr þyrlu til að bjarga fólki sem er í hættu eða slasað úti á sjó og landi. Oft eru sigmenn fyrstu björgunarmenn á staðinn ásamt lækni. „Það getur ýmislegt gengið á yfir verslunarmannahelgi og er helgin 2013 mér minnistæðust. Það var fyrsta verslunarmannahelgin mín í þyrlunni og það varð bæði stórt bílslys og flugslysið á Akureyri.“ Jóhann segir lítinn mun á milli ára nema að umferðin hafi aukist talsvert á landinu. „Það getur hjálpað til við að hægja á umferðinni og gera hana þannig öruggari. Þá eru lengri bílaraðir og færri sem eru að taka fram úr eða keyra hratt.“ Jóhann segir annasamar helgar geta tekið á andlegu hliðina. „Og þá er gott að eiga góða eiginkonu og góða félaga um borð í þyrlunni. Þá ræðum við saman ef eitthvað er að hrjá mann. Það sem stendur upp úr er þegar maður nær að koma einhverjum á spítala í tæka tíð og heyra síðan fréttir að viðkomandi hafi gengið þaðan út.“ Jóhann er á vaktinni um helgina en segir að undirbúningur fyrir þessa helgi sé ekkert öðruvísi en fyrir aðrar vaktir. „Fyrir hverja vakt hugsa ég í hverju ég lendi þetta skiptið. Maður veit ekkert hvað gerist eða hvenær maður kemur aftur heim. Við erum bara alltaf í startholunum.“Bergur Stefánsson segir fólkið sjálft valda slysum, bæði í umferð og á öðru fólki.vísir/ernirMánudagarnir hættulegastirBergur Stefánsson, yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa Bergur fer með læknisfræðilega forsjá yfir sjúkraflutningum á landinu og yfir slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, þyrlunni og Neyðarlínunni. Hann starfar einnig sem læknir í þyrlunni og á bráðamóttökunni í Fossvogi. Það má segja að hann sé sérfræðingur í að vera fyrstur til bjargar. „Verslunarmannahelgin er löng helgi og það er tilhneiging til slæmra slysa. Sérstaklega á mánudögum þegar það er gott veður og fólk er að flýta sér heim. Svo fylgir þessari helgi ansi mikil drykkja og dóp. Fólk er oft að koma sér í vanda vegna þess.“ Bergur segir að talsverð aukamönnun sé yfir þessa helgi. Til dæmis í Vestmannaeyjum og á sjúkrabílnum á Suðurlandi. „Menn eru meðvitaðir um að það megi búast við áföllum þessa helgi og maður býr sig andlega undir það. En maður vonar það besta.“ Síðustu ár hefur dánartalan lækkað í kringum þessa miklu ferðahelgi. Bergur þakkar það betra vegakerfi og þar af leiðandi færri stórum umferðarslysum. Hann segir þó margt koma upp sem tengist neyslu og kynferðisofbeldi. „Það virðist vera ótrúlega algengt að fólk á fullorðinsaldri sé á kafi í neyslu. Það fólk og fólkið í kringum það er mun líklegra til að lenda í vandræðum. Svo hafa kynferðisofbeldismálin loðað við þessar útihátíðir, það eru skelfileg mál. Það er fólk sem er hættulegt þessa helgi – í umferðinni og gagnvart öðru fólki.“ Jóhann segir helgina vel geta tekið á og þá sé mikilvægt að fá stuðning frá félögum. „Skaðinn er yfirleitt skeður þegar við komum á vettvang. Við komum til að hjálpa og reynum að gera sem best úr þeim aðstæðum sem við lendum í.“Njáll Pálsson segir sérstaklega erfitt að koma að slysum þegar um ungt fólk eða börn er að ræða.vísir/ernirPössum upp á hvert annaðNjáll Pálsson, bráðatæknir og sjúkraflutningamaður Njáll segir verslunarmannahelgina frábrugðna öðrum helgum á vaktinni. „Það eru svo margir á faraldsfæti og svo er þessi skuggahlið, fólk er að neyta áfengis og vímugjafa í óhóflegu magni og þá verða stundum ofbeldisverk, slys, veikindi í kringum það. Svo eru það bílslysin sem hafa alltaf sett sitt mark á ferðahelgar, þegar ég lít svona til baka,“ útskýrir Njáll. Hann segir átakanlegt og gríðarlega erfitt á köflum að starfa við það að koma að slysum. „Sérstaklega ef um ungt fólk eða börn er að ræða. En þetta er auðvitað bara svona, hluti af starfinu. Við köllum þetta verkefni sem þarf að leysa hverju sinni og þar er einna mikilvægast að vera í góðu sambandi við alla viðbragðsaðila og samstarfið er mjög gott. Það er náttúrulega aldrei gaman að horfa upp á það þegar samborgarar manns lenda í nauðung, en maður sinnir því sem þarf að sinna.“ Aðspurður segir hann hegðun fólks um verslunarmannahelgi hafa breyst á undanförnum árum. „Ég er ekki frá því að fólk sé farið að vera heilt yfir meira afslappað í umferðinni. Mér finnst ég finna það. En það er auðvitað slæmt þegar fólk er að keyra í misjöfnu ástandi, þá skapast hætta. Það er oftast á heimleiðinni og ég biðla til fólks að setjast ekki undir stýri nema að vel athuguðu máli,“ segir Njáll, en bætir við að nú sé mikið af erlendum ferðamönnum á ferðinni og þeir séu ekki jafn öruggir í umferðinni. Síðustu fimm verslunarmannahelgar hefur Njáll verið að vinna í sjúkragæslu á Þjóðhátíð í Eyjum. „Ég hef skynjað breytingu til hins betra í Eyjum líka. Það er því að þakka að það er búið að vinna markvisst í öryggismálum í dalnum, þjóðhátíðarnefnd hefur aukið öryggi gestanna. Það er búið að auka við gæslu, koma upp myndavélakerfi og svo er líka búið að vinna í brekkunni sjálfri, hreinsa hana vel af grjóti og binda grjótið fyrir ofan með neti. Þegar ég var að byrja þá var grjótið mikið á ferðinni, að rúlla niður og hitta fólk illa, það var að detta um þetta, og svo voru menn svo óforskammaðir að grýta því og maður sá marga áverka tengda því.“ Njáll biðlar til fólks að ganga hægt um gleðinnar dyr. „Pössum hvert annað, ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú á svona stórum mannamótum þar sem fólk er undir áhrifum og kannski misindismenn sem leynast í fjöldanum. Svo náttúrulega þetta með að vera ekki að hreyfa við ökutækjum nema vera í ástandi til þess.“Dóra Birna Kristinsdóttir segir mikilvægt að sinna fólkinu í bænum líka.vísir/ernirMeiri áhersla á innbrotseftirlitDóra Birna Kristinsdóttir, lögreglumaður „Það er jafn mikill viðbúnaður og um aðrar helgar. Við í lögreglunni í bænum leggjum svo meiri áherslu á innbrotseftirlit og slíkt, það eru auðvitað margir sem fara úr bænum og þá eru meiri líkur á að eitthvað gerist heima hjá fólki. Við erum að fylgjast með eigum fólks. Annars eru oft rosalega margir niðri í bæ og það þarf að sinna því fólki líka,“ segir Dóra Birna, en hún hefur verið í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðan 2002 og unnið yfir margar verslunarmannahelgar. „Það hefur verið þannig að ef það hefur verið hundleiðinlegt veður á útihátíðum hafa hátíðirnar færst á Lækjartorg. En það eru nú einhver ár síðan það gerðist síðast.” Hún segir eldra fólk meira í bænum um verslunarmannahelgar. „Þá er yngra liðið farið á útihátíðirnar. Það getur verið öðruvísi stemming í bænum, meiri rólegheit yfir þessu. En svo er auðvitað allur gangur á því. Það er líka fullt af túristum í bænum um þessar mundir, en það er ekkert vesen á þeim. Það er eitthvað svona sem fylgir, það er verið að stela af þeim og svo er alltaf svolítið fyllerí í bænum. Svo finnst manni eins og það séu oft meiri slagsmál þegar er leiðinlegt veður, fólk virðist vera glaðara í sól og blíðu.“ Hún man eftir að hafa komið að erfiðum slysum í kringum ferðahelgarnar. „Erfiðustu slysin eru þau þegar unga fólkið og börnin meiðast. Það er mjög átakanlegt að horfa upp á slíkt. En ég vil endilega biðla til fólks þessa helgi að flýta sér ekki um of, fara varlega og ganga hægt um gleðinnar dyr með gleði í hjarta.“Hrönn Stefánsdóttir segir því miður alltof marga þurfa leita aðstoðar hjá neyðarmóttökunni um og eftir verslunarmannahelgina.vísir/ernirMikill erill strax eftir helgi Hrönn Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðadeild Landspítalans Hrönn segir starfsfólk bráðadeildarinnar vera viðbúið stærri slysum um verslunarmannahelgina og að smá spenna liggi í loftinu. Annars sé sumarið almennt annasamt. „Þetta var mjög erfið helgi áður fyrr en undanfarin ár hefur verið minna um stór umferðarslys. Það er þó alltaf mikið að gera á bráðamóttökunni. Við fáum fleiri inn eftir líkamsárásir, sem oft eru tengdar neyslu, og þær eru oft mjög grófar. En almennt er mjög mikið að gera um helgar yfir sumartímann. Það er vegna aukins ferðamannastraums og svo eru mörg svokölluð frístundaslys hjá sumarfrísfólkinu, trampólínóhöpp og snúnir ökklar eftir göngur. Þess vegna er oft mikið að gera fyrstu dagana eftir verslunarmannahelgina. Fólk kemur og lætur kíkja á sig þegar það er komið í bæinn.“ Hrönn starfar mikið á neyðarmóttökunni sem er starfrækt allan sólarhringinn á bráðadeildinni. Þangað leita fórnarlömb kynferðisofbeldis. „Því miður eru nauðganir eitthvað sem hefur oft fylgt verslunarmannahelginni og útihátíðum. Það koma ekki endilega margir um sjálfa helgina, heldur í vikunni á eftir. Ég vil þó ítreka að best er að koma sem fyrst upp á sönnunarbyrði, skoðun og áfallahjálp.“ Hrönn viðurkennir að það geti tekið á að taka á móti fólki í alls kyns ástandi og að vera undir miklu álagi á bráðadeildinni. „En við erum gott teymi sem vinnum hér saman og styðjum hvert annað. Það verður flottur hópur hér á vaktinni um helgina.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fimmtán ár frá flugslysinu í Skerjafirði Mikil umræða um flugöryggi skapaðist eftir slysið í Skerjafirði og í níu ár urðu engin banaslys í flugi. Menn sjá nú merki um aukið kæruleysi en flugyfirvöld gefa engan slaka og úthluta afgreiðslutímum um helgina. 1. ágúst 2015 08:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Fimmtán ár frá flugslysinu í Skerjafirði Mikil umræða um flugöryggi skapaðist eftir slysið í Skerjafirði og í níu ár urðu engin banaslys í flugi. Menn sjá nú merki um aukið kæruleysi en flugyfirvöld gefa engan slaka og úthluta afgreiðslutímum um helgina. 1. ágúst 2015 08:30