Innlent

Landsmenn gætu átt von á 22 stiga hita

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grillmeistarar landsins ættu að kveikja í kolunum um sexleytið á föstudaginn.
Grillmeistarar landsins ættu að kveikja í kolunum um sexleytið á föstudaginn.
Veður hefur verið gott víðast hvar á landinu undanfarna daga og virðist ekkert lát á ef marka má spá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga. Hiti mun verða allt að 22 stig gangi spáin eftir.

Hæg austlæg eða breytileg átt verður á landinu í dag með vind upp á 8-13 m/s allra syðst. Bjart með köflum norðan- og vestanlands en annars skýjað að mestu og víða þokuloft að næturlagi. Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig, hlýjast N- og V-lands.

Spáin næstu daga gerir ráð fyrir austlægri átt um næstu helgi og fram á þriðjudag. Vindhraði verður um 8-13 m/s með suðurströndinni en annars mildur vindur, 3-8 m/s annars staðar. Reiknað er með bjartvirði norðan- og vestantil og hita á bilinu 14 til 22 stig. Annars verður skýjað en úrkomulítið og hiti 8-13 stig á þeim slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×