Samkeppniseftirlitið enn með Sparisjóð Norðurlands í athugun Heimir Már Pétursson skrifar 24. júní 2015 21:30 Samkeppniseftirlitið hefur ekki samþykkt yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Norðurlands, en það ásamt Fjármálaeftirlitinu hefur verið gangrýnt fyrir að heimila yfirtöku viðskiptabankanna á sparisjóðunum og draga þar með úr samkeppni á fjármálamarkaði. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í gær á Alþingi það sem þau kölluðu afskiptaleysi Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins á yfirtöku viðskiptabankanna á þremur sparisjóðum á undanförnum vikum. Arion banki hefur yfirtekið Afl sparisjóð, Landsbankinn Sparisjóð Vestmannaeyja og nú síðast Sparisjóð Norðurlands. Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir eftirlitið með Sparisjóðunum m.a. fara fram með rýningu á skýrslugjöf sjóðanna sjálfra. „Þessir þrír sparisjóðir sem hafa verið eigendaskipti á upp á síðkastið lentu allir undir eiginfjárkröfum Fjármálaeftirlitsins og hafa þess vegna verið til skoðunar með sérstökum hætti hjá FME að undanförnu,“ segir Jón Þór. Það setji tiltekið ferli af stað þar sem stjórnir sjóðanna hafi það á sínu forræði að finna lausnir á sínum málum en fái til þess skamman frest samkvæmt lögum. Aðstæður þessara sjóða hafi hins vegar verið mismunandi. Eiginfjárstaðan hafi til dæmis verið misalvarleg.Mikilvægir keppinautar Mikil hætta hafi verið á ferðum hjá Sparisjóð Vestmannaeyja. Afl hafi verið í söluferli hjá Arion en staðan sjóðsins reynst erfiðari en sýndist í fyrstu og því hafi yfirtaka verið heimiluð. Sparisjóður Norðurlands hafi verið með skárri eiginfjárstöðu en verið í ferli frá því í október á síðasta ári. „En það má segja að tíminn hafi runnið út hjá þeim. Þeir hafa ekki nema í mesta lagi tvo mánuði til að vinna úr vanda sem þessum. Þeir voru búnir að fullreyna ýmsa þá möguleika sem þeir töldu, það er að segja stjórnin taldi upphaflega ákjósanlegt. Til dæmis að leita til annarra fjárfesta sem vildu reka sparisjóðinn áfram eða sameina hann öðrum sparisjóðum,“ segir Jón Þór. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið hafa margítrekað mikilvægi þess að sparisjóðirnir næðu aftur vopnum sínum eftir hrun. Enda hafi þeir reynst mikilvægir keppinautar stóru bankanna þriggja. „Það er hins vegar þannig að núna upp á síðkastið hafa þau ótíðindi gerst að sparisjóðirnir hafa verið að lenda í frekari erfiðleikum. Og það hefur komið inn á borð Samkeppniseftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar nýtt neyðarheimild varðandi Sparisjóð Vestmannaeyja og kippt samkeppnislögum úr sambandi. Þá hafi verið gerð sátt við Arion um sölu bankans á Afli en niðurstaða FME hafi orðið að ekki væri hægt að halda áfram með þá sölu vegna stöðu sjóðsins. „Hvað varðar síðan Sparisjóð Norðurlands þá er það mál óafgreitt af okkar hálfu. Við s.s. eigum eftir að fjalla um það mál endanlega. Þannig að ég get í sjálfu sér ekki tjáð mig um það á þessu stigi,“ segir Páll Gunnar Pálsson. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ekki samþykkt yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Norðurlands, en það ásamt Fjármálaeftirlitinu hefur verið gangrýnt fyrir að heimila yfirtöku viðskiptabankanna á sparisjóðunum og draga þar með úr samkeppni á fjármálamarkaði. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar og Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í gær á Alþingi það sem þau kölluðu afskiptaleysi Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins á yfirtöku viðskiptabankanna á þremur sparisjóðum á undanförnum vikum. Arion banki hefur yfirtekið Afl sparisjóð, Landsbankinn Sparisjóð Vestmannaeyja og nú síðast Sparisjóð Norðurlands. Jón Þór Sturluson aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segir eftirlitið með Sparisjóðunum m.a. fara fram með rýningu á skýrslugjöf sjóðanna sjálfra. „Þessir þrír sparisjóðir sem hafa verið eigendaskipti á upp á síðkastið lentu allir undir eiginfjárkröfum Fjármálaeftirlitsins og hafa þess vegna verið til skoðunar með sérstökum hætti hjá FME að undanförnu,“ segir Jón Þór. Það setji tiltekið ferli af stað þar sem stjórnir sjóðanna hafi það á sínu forræði að finna lausnir á sínum málum en fái til þess skamman frest samkvæmt lögum. Aðstæður þessara sjóða hafi hins vegar verið mismunandi. Eiginfjárstaðan hafi til dæmis verið misalvarleg.Mikilvægir keppinautar Mikil hætta hafi verið á ferðum hjá Sparisjóð Vestmannaeyja. Afl hafi verið í söluferli hjá Arion en staðan sjóðsins reynst erfiðari en sýndist í fyrstu og því hafi yfirtaka verið heimiluð. Sparisjóður Norðurlands hafi verið með skárri eiginfjárstöðu en verið í ferli frá því í október á síðasta ári. „En það má segja að tíminn hafi runnið út hjá þeim. Þeir hafa ekki nema í mesta lagi tvo mánuði til að vinna úr vanda sem þessum. Þeir voru búnir að fullreyna ýmsa þá möguleika sem þeir töldu, það er að segja stjórnin taldi upphaflega ákjósanlegt. Til dæmis að leita til annarra fjárfesta sem vildu reka sparisjóðinn áfram eða sameina hann öðrum sparisjóðum,“ segir Jón Þór. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið hafa margítrekað mikilvægi þess að sparisjóðirnir næðu aftur vopnum sínum eftir hrun. Enda hafi þeir reynst mikilvægir keppinautar stóru bankanna þriggja. „Það er hins vegar þannig að núna upp á síðkastið hafa þau ótíðindi gerst að sparisjóðirnir hafa verið að lenda í frekari erfiðleikum. Og það hefur komið inn á borð Samkeppniseftirlitsins. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar nýtt neyðarheimild varðandi Sparisjóð Vestmannaeyja og kippt samkeppnislögum úr sambandi. Þá hafi verið gerð sátt við Arion um sölu bankans á Afli en niðurstaða FME hafi orðið að ekki væri hægt að halda áfram með þá sölu vegna stöðu sjóðsins. „Hvað varðar síðan Sparisjóð Norðurlands þá er það mál óafgreitt af okkar hálfu. Við s.s. eigum eftir að fjalla um það mál endanlega. Þannig að ég get í sjálfu sér ekki tjáð mig um það á þessu stigi,“ segir Páll Gunnar Pálsson.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira