Makrílkvóti 23 báta er undir 10 kílóum Svavar Hávarðsson skrifar 24. júní 2015 09:00 Smábátasjómenn hafa óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Minnihluti þeirra smábáta sem fá úthlutaðar veiðiheimildir á komandi vertíð samkvæmt reglugerð um makrílveiðar 2015 geta stundað veiðar af alvöru. Alls fá 192 bátar úthlutun en 23 þeirra fá eitt til 10 kíló – sem samsvarar því að veiddir séu þrír til 30 fiskar yfir sumarið. Eins og Fréttablaðið greindi frá þýðir kvótasetning makríls í öllum útgerðarflokkum að margir smábátasjómenn fá ekki heimildir sem standa undir veiðum. Af 192 bátum sem veitt hafa makríl frá 2009 fá 24 bátar um 55% af kvótanum. Landssamband smábátaeigenda (LS) gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hart og segir vinnubrögð hans forkastanleg og hefur óskað eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra vegna málsins. Í bréfi smábátaeigenda þar sem fundar er óskað segir: „Fullyrða má að þeir aðilar sem aflað hafa meira en 500 kíló – 149 bátar – séu búnir að koma sér upp sérstökum búnaði til veiðanna sem er sérsniðinn að hverjum bát, þróaður og smíðaður hér á landi. Hluti bátanna hefur einnig fest kaup á fiskleitartæki. Kostnaður á hvern bát er frá 5 milljónum upp í 12 milljónir.“ LS telur að við inngrip af þessu tagi þurfi alltaf að meta hvað ávinnist við breytingu og hverju sé verið að fórna, svo vitnað sé aftur í bréfið.Örn PálssonÖrn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir, spurður um hvað aflaheimildir einstakra báta þurfi að vera miklar til að réttlæta alvöru útgerð, að vart verði það gert fyrir minni afla en um 100 tonn. Samkvæmt gögnum Fiskistofu fá um 30 bátar úthlutun sem hleypur á 70 til 330 tonnum byggt á veiðireynslu síðustu sex ára. Aðrir bátar fá minna og margir langt um minna og heimildir sem aldrei standa undir útgerð í tegundinni. Þar af eru margir bátar sem fá nokkur kíló eða fáein tonn – afli sem mun aldrei fást úr sjó þar sem óheimilt er að sameina veiðiheimildir eða selja þær öðrum. Ljóst virðist að allstór hluti þessa rúmlega 7.000 tonna kvóta sem smábátum var ætlað að veiða fellur dauður niður. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Minnihluti þeirra smábáta sem fá úthlutaðar veiðiheimildir á komandi vertíð samkvæmt reglugerð um makrílveiðar 2015 geta stundað veiðar af alvöru. Alls fá 192 bátar úthlutun en 23 þeirra fá eitt til 10 kíló – sem samsvarar því að veiddir séu þrír til 30 fiskar yfir sumarið. Eins og Fréttablaðið greindi frá þýðir kvótasetning makríls í öllum útgerðarflokkum að margir smábátasjómenn fá ekki heimildir sem standa undir veiðum. Af 192 bátum sem veitt hafa makríl frá 2009 fá 24 bátar um 55% af kvótanum. Landssamband smábátaeigenda (LS) gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hart og segir vinnubrögð hans forkastanleg og hefur óskað eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra vegna málsins. Í bréfi smábátaeigenda þar sem fundar er óskað segir: „Fullyrða má að þeir aðilar sem aflað hafa meira en 500 kíló – 149 bátar – séu búnir að koma sér upp sérstökum búnaði til veiðanna sem er sérsniðinn að hverjum bát, þróaður og smíðaður hér á landi. Hluti bátanna hefur einnig fest kaup á fiskleitartæki. Kostnaður á hvern bát er frá 5 milljónum upp í 12 milljónir.“ LS telur að við inngrip af þessu tagi þurfi alltaf að meta hvað ávinnist við breytingu og hverju sé verið að fórna, svo vitnað sé aftur í bréfið.Örn PálssonÖrn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir, spurður um hvað aflaheimildir einstakra báta þurfi að vera miklar til að réttlæta alvöru útgerð, að vart verði það gert fyrir minni afla en um 100 tonn. Samkvæmt gögnum Fiskistofu fá um 30 bátar úthlutun sem hleypur á 70 til 330 tonnum byggt á veiðireynslu síðustu sex ára. Aðrir bátar fá minna og margir langt um minna og heimildir sem aldrei standa undir útgerð í tegundinni. Þar af eru margir bátar sem fá nokkur kíló eða fáein tonn – afli sem mun aldrei fást úr sjó þar sem óheimilt er að sameina veiðiheimildir eða selja þær öðrum. Ljóst virðist að allstór hluti þessa rúmlega 7.000 tonna kvóta sem smábátum var ætlað að veiða fellur dauður niður.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira