Lífið

Hjálpar fólki að hafa gaman

gunnar leó pálsson skrifar
Kristján Aðalsteinsson opnar síðu sem hefur að geyma alls kyns viðburði.
Kristján Aðalsteinsson opnar síðu sem hefur að geyma alls kyns viðburði. fréttablaðið/andri marinó
„Mig langar fyrst og síðast að hjálpa fólki að svara spurningunni „hvað eigum við að gera í kvöld?“,“ segir Kristján Aðalsteinsson, en hann opnaði fyrir skömmu vefsíðuna umadvera.is. Tilgangur síðunnar er að skapa vettvang á einum stað, þar sem fólki gefst kostur á að skrá sinn viðburð frítt, óháð því hver viðburðurinn er.

„Það eru ótrúlega margir að reyna að koma sér á framfæri á samfélagsmiðlum og víðar, en allt of fáir vita af því. Á Íslandi er fullt af fólki sem stendur fyrir allskyns viðburðum sem alltof fáir vita af,“ segir Kristján og hvetur einnig fólk úti á landi til þess að notfæra sér þjónustuna. Hann langar að skapa fólki þennan vettvang til þess að hafa allar upplýsingar á einum stað. Þarna verður líka hægt að nálgast dagskrá sjónvarpsrásanna, kvikmyndahúsanna og fleira.

Kristján er nú þegar farinn að hugsa síðuna sem smáforrit. „Ef þetta heppnast vel er næsta skref að búa til app og sinna þannig snjallsímaþróuninni enn frekar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×