Öll þjóðin að verða kjarasamningslaus kolbeinn óttarsson proppé skrifar 19. febrúar 2015 07:45 Tónlistarkennarar eru á meðal þeirra stétta sem hafa fengið kjarabætur með verkfalli að undanförnu. Formaður ASÍ segir það skilaboð stjórnvalda að hnefarétturinn ráði. fréttablaðið/valli Um 120 þúsund launþegar á vinnumarkaði verða samningslausir um mánaðamótin. Búist er við hörðum átökum og Starfsgreinasambandið hefur þegar vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Fleiri félög verða samningslaus í apríl. Ef samningar ganga illa gæti sú staða því komið upp að yfir 160 þúsund af þeim 186 þúsund launþegum sem eru á vinnumarkaði væru samningslausir. Mikið mun mæða á forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtökum atvinnulífsins (SA) og þá er ríkið beinn samningsaðili að fjölda samninga. Þá er viðbúið að ríkisstjórnin þurfi að koma að einhverjum samningum með loforðum um einhverjar breytingar. Átökin munu því ná inn á Alþingi.Gylfi Arnbjörnsson„Ég vona nú að þetta gangi á endanum, en ég reikna með því að þetta verði erfiðar viðræður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Í sambandinu eru rúmlega 100 þúsund félagar og innan þess eru um 50 félög. Starfsgreinasambandið er innan vébanda ASÍ. Gylfi segir að undanfarin ár hafi orðið breytingar á kjaraviðræðum og meiri áhersla hafi verið lögð á það að skoða leiðréttingar á einhverju sem gert var í fortíðinni af hálfu ríkis og sveitarfélaga sem atvinnulífið hafi ekki verið sammála. „Ég reikna með að það verði meiri ágreiningur við gerð þessara kjarasamninga í þetta sinn en oft áður. Það eru ansi ólík sjónarmið sem ríkja.“ Gylfi segir félaga ASÍ horfa til hópa eins og kennara og lækna þegar kemur til launahækkana. „Það verður mjög stíf krafa um krónutöluaðgerð, af hálfu að minnsta kosti lágtekjuhópa.“Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist vera hóflega bjartsýn á samningana. VR kynnti kröfugerð sína í síðustu viku og hefur þegar fundað með SA. „Þeir fögnuðu kröfum okkar ekkert sérstaklega en eru alveg til viðræðna. Okkar kröfur lúta eingöngu að svokallaðri launaleiðréttingu og það er það sem er krafa fólksins okkar.“ Ólafía segir að SA hafi tekið ágætlega í hugmyndir VR um samning til eins árs. Hvað verði komi í ljós, en ef ekkert gangi verði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. „Maður má aldrei vera svartsýnn fyrirfram. Á meðan menn eru að tala saman eru alltaf einhverjar líkur á samningum.“ Gylfi segir félaga ASÍ tilbúna til frekari aðgerða ef þörf krefur. „Það hafa verið skilaboð stjórnvalda að þeir sem fara í átök og verkföll fái annars konar viðmiðun. Hnefarétturinn virðist ráða núna.“ Og þið eruð tilbúin að beita honum? „Já, það verður að vera.“ Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Um 120 þúsund launþegar á vinnumarkaði verða samningslausir um mánaðamótin. Búist er við hörðum átökum og Starfsgreinasambandið hefur þegar vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Fleiri félög verða samningslaus í apríl. Ef samningar ganga illa gæti sú staða því komið upp að yfir 160 þúsund af þeim 186 þúsund launþegum sem eru á vinnumarkaði væru samningslausir. Mikið mun mæða á forystu verkalýðshreyfingarinnar og Samtökum atvinnulífsins (SA) og þá er ríkið beinn samningsaðili að fjölda samninga. Þá er viðbúið að ríkisstjórnin þurfi að koma að einhverjum samningum með loforðum um einhverjar breytingar. Átökin munu því ná inn á Alþingi.Gylfi Arnbjörnsson„Ég vona nú að þetta gangi á endanum, en ég reikna með því að þetta verði erfiðar viðræður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Í sambandinu eru rúmlega 100 þúsund félagar og innan þess eru um 50 félög. Starfsgreinasambandið er innan vébanda ASÍ. Gylfi segir að undanfarin ár hafi orðið breytingar á kjaraviðræðum og meiri áhersla hafi verið lögð á það að skoða leiðréttingar á einhverju sem gert var í fortíðinni af hálfu ríkis og sveitarfélaga sem atvinnulífið hafi ekki verið sammála. „Ég reikna með að það verði meiri ágreiningur við gerð þessara kjarasamninga í þetta sinn en oft áður. Það eru ansi ólík sjónarmið sem ríkja.“ Gylfi segir félaga ASÍ horfa til hópa eins og kennara og lækna þegar kemur til launahækkana. „Það verður mjög stíf krafa um krónutöluaðgerð, af hálfu að minnsta kosti lágtekjuhópa.“Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist vera hóflega bjartsýn á samningana. VR kynnti kröfugerð sína í síðustu viku og hefur þegar fundað með SA. „Þeir fögnuðu kröfum okkar ekkert sérstaklega en eru alveg til viðræðna. Okkar kröfur lúta eingöngu að svokallaðri launaleiðréttingu og það er það sem er krafa fólksins okkar.“ Ólafía segir að SA hafi tekið ágætlega í hugmyndir VR um samning til eins árs. Hvað verði komi í ljós, en ef ekkert gangi verði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. „Maður má aldrei vera svartsýnn fyrirfram. Á meðan menn eru að tala saman eru alltaf einhverjar líkur á samningum.“ Gylfi segir félaga ASÍ tilbúna til frekari aðgerða ef þörf krefur. „Það hafa verið skilaboð stjórnvalda að þeir sem fara í átök og verkföll fái annars konar viðmiðun. Hnefarétturinn virðist ráða núna.“ Og þið eruð tilbúin að beita honum? „Já, það verður að vera.“
Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira