Reykjavík ekki aldursvæn borg enn Björgvin Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Nokkuð vantar á það í dag,að staða og kjör eldri borgara í Reykjavík sé i það góðu lagi,að borgin geti talist aldursvæn borg. Reykjavíkurborg verður því að taka sig á í málefnum eldri borgara, ætli hún að ná þessu takmarki. Borgin þarf að bæta kjör eldri borgara. Borgin þarf að bæta stöðu aldraðra. Verst er ástandið varðandi rými á hjúkrunarheimilum í Reykjavík. Biðlistar eru mjög langir eftir slíku rými. Ástandið í heimahjúkrun er heldur ekki nógu gott. Sú starfsemi er stórlega undirmönnuð Borgin kippir að sér hendinni í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborg heldur uppi margvíslegri félagsstarfsemi fyrir eldri borgara. Borgin rekur 17 félagsmiðstöðvar víðs vegar um borgina. Það er af hinu góða. En síðustu árin hafa mál þróast þannig í þessum félagsmiðstöðvum, að Reykjavíkurborg hefur kippt að sér hendinni varðandi fjárveitingar til þessarar starfsemi. Borgin hefur fellt niður greiðslur til leiðbeinenda á ýmsum námskeiðum, í danskennslu og í annarri starfsemi. Eldri borgarar hafa sjálfir orðið að borga leiðbeinendum í vissum tilvikum eftir að borgin felldi niður greiðslur. Jafnframt hafa gjaldskrár fyrir þjónustu, sem borgin veitir eldri borgurum, verið hækkaðar, nú síðast um síðustu áramót.Hrakið frá félagsmiðstöðvum Gjöld, sem borgin innheimtir af eldri borgurum, eru ekki há. Hækkanir eru ekki miklar. En láglaunafólk meðal eldri borgara finnur mikið fyrir því þegar þessi gjöld hækka. Eru mörg dæmi um það, að eldri borgarar hafa hætt í þessu félagsstarfi vegna hækkana á gjaldskrám. Þegar engir peningar eru til, verða lágar upphæðir fyrir félagsstarf aldraðra háar. Þess verður vart í umræðu um málefni aldraðra, að sumum finnst sem eldri borgarar þurfi engar kjarabætur. Þeir hafi það ágætt. Það rétta er, að hagur eldri borgara er mjög misjafn. Sumir hafa það gott, einkum þeir, sem eiga skuldlaust húsnæði en aðrir eldri borgarar búa við mjög bág kjör og þurfa að greiða háar upphæðir í húsaleigu. Í slíkum tilvikum dugar ellilífeyrir ekki fyrir brýnustu þörfum. Þetta þurfa ráðamenn Reykjavíkurborgar að skilja þegar gjaldskrár eru hækkaðar og borgin hættir að greiða fyrir þjónustu við aldraða.Gjöld verði lækkuð Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík tók þessi mál fyrir á fundi sínum í desember sl. Þar var samþykkt að skora á Reykjavíkurborg að lækka verð á þjónustu, sem veitt er eldri borgurum. Borgin hefur leitað eftir því við WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, að verða útnefnd aldursvæn borg. Eigi það að ganga eftir verður að lækka verð á þjónustu til eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Nokkuð vantar á það í dag,að staða og kjör eldri borgara í Reykjavík sé i það góðu lagi,að borgin geti talist aldursvæn borg. Reykjavíkurborg verður því að taka sig á í málefnum eldri borgara, ætli hún að ná þessu takmarki. Borgin þarf að bæta kjör eldri borgara. Borgin þarf að bæta stöðu aldraðra. Verst er ástandið varðandi rými á hjúkrunarheimilum í Reykjavík. Biðlistar eru mjög langir eftir slíku rými. Ástandið í heimahjúkrun er heldur ekki nógu gott. Sú starfsemi er stórlega undirmönnuð Borgin kippir að sér hendinni í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborg heldur uppi margvíslegri félagsstarfsemi fyrir eldri borgara. Borgin rekur 17 félagsmiðstöðvar víðs vegar um borgina. Það er af hinu góða. En síðustu árin hafa mál þróast þannig í þessum félagsmiðstöðvum, að Reykjavíkurborg hefur kippt að sér hendinni varðandi fjárveitingar til þessarar starfsemi. Borgin hefur fellt niður greiðslur til leiðbeinenda á ýmsum námskeiðum, í danskennslu og í annarri starfsemi. Eldri borgarar hafa sjálfir orðið að borga leiðbeinendum í vissum tilvikum eftir að borgin felldi niður greiðslur. Jafnframt hafa gjaldskrár fyrir þjónustu, sem borgin veitir eldri borgurum, verið hækkaðar, nú síðast um síðustu áramót.Hrakið frá félagsmiðstöðvum Gjöld, sem borgin innheimtir af eldri borgurum, eru ekki há. Hækkanir eru ekki miklar. En láglaunafólk meðal eldri borgara finnur mikið fyrir því þegar þessi gjöld hækka. Eru mörg dæmi um það, að eldri borgarar hafa hætt í þessu félagsstarfi vegna hækkana á gjaldskrám. Þegar engir peningar eru til, verða lágar upphæðir fyrir félagsstarf aldraðra háar. Þess verður vart í umræðu um málefni aldraðra, að sumum finnst sem eldri borgarar þurfi engar kjarabætur. Þeir hafi það ágætt. Það rétta er, að hagur eldri borgara er mjög misjafn. Sumir hafa það gott, einkum þeir, sem eiga skuldlaust húsnæði en aðrir eldri borgarar búa við mjög bág kjör og þurfa að greiða háar upphæðir í húsaleigu. Í slíkum tilvikum dugar ellilífeyrir ekki fyrir brýnustu þörfum. Þetta þurfa ráðamenn Reykjavíkurborgar að skilja þegar gjaldskrár eru hækkaðar og borgin hættir að greiða fyrir þjónustu við aldraða.Gjöld verði lækkuð Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík tók þessi mál fyrir á fundi sínum í desember sl. Þar var samþykkt að skora á Reykjavíkurborg að lækka verð á þjónustu, sem veitt er eldri borgurum. Borgin hefur leitað eftir því við WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, að verða útnefnd aldursvæn borg. Eigi það að ganga eftir verður að lækka verð á þjónustu til eldri borgara.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar