Auschwitz til sölu Sabine Leskopf skrifar 26. september 2015 07:00 Árið 1976 kom þýskur rannsóknarlögreglumaður að nafni Karl Schütz til Íslands vegna Geirfinnsmálsins. Skömmu seinna birtist skopmynd af honum með hakakrossi í Morgunblaðinu. Hann sætti sig ekki við það og fór í mál vegna þess að þetta þykir hin mesta móðgun við Þjóðverja sem hægt er að hugsa sér. Hæstiréttur dæmdi svo ritstjórnina til að greiða honum bætur þó að teiknarinn sjálfur hafi verið sýknaður. Ég er Þjóðverji og hef búið á Íslandi í 15 ár. Fyrstu árin gat ég verið mjög sár yfir lélegum nasistabröndurum og enn lélegri og óviðeigandi nasistasamlíkingum. Stundum var vísað til meints húmorsleysis Þjóðverja þegar ég hló ekki að slíkum bröndurum. Svona eins og svart fólk – eða blámaður? – hlær ekki að niggarabröndurum þegar þeir eru sagðir af hvítu fólki. Þetta er flókið og vandmeðfarið mál. Langoftast hef ég þó tamið mér með árunum að hugsa í hljóði um vanþekkingu, ónærgætni og áhugaleysi um sögu og framþróun Þýskalands. Fyrir utan Suður-Afríku hefur nefnilega ekkert land unnið eins mikið í því að læra af sögu sinni og Þýskaland, svo mikið, að ég ólst upp með því hugarfari að það mætti ekki vera gaman að vera Þjóðverji, að saklaus þjóðernisvitund eins og við upplifum hér 17. júní eða eftir sigur í handboltanum var ekki í boði þá, þó miklar breytingar hafi orðið á síðustu árum.Ímyndaðir nasistar Sl. þriðjudag vísaði borgarfulltrúinn Áslaug María Friðriksdóttir til ímyndaðra nasista í borgarstjórn í umræðunni um tillögu meirihluta borgarinnar um sniðgöngusamþykktina. Næsta dag kom víst hálf afsökunarbeiðni á Facebook-síðu hennar þar sem hún segist sjá eftir að hafa sagt þetta, en segir samt að í rauninni ætti hún ekki að þurfa að biðjast afsökunar af því að hún gerði eiginlega ekkert rangt. Það sem hún virðist ekki gera sér grein fyrir er að hún, og aðrir sem nota slíka orðræðu svona léttvægt í engu samræmi við tilefnið, er að hún sýnir ekki bara mér persónulega og félögum mínum vanvirðingu, heldur líka öllum þeim 6 milljónum gyðinga sem týndu lífi í útrýmingarbúðum nasista. Ég sat þennan fund og undir þessum lítt dulbúna samanburði minna starfa við nasista. Fundurinn snerist í huga minnihlutans aðallega um það hvaða verðmiða mætti setja á mannréttindi. Af málflutningi Áslaugar hefði mátt halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri til í að selja jafnvel Auschwitz ef einungis væri nóg að græða á því. Ég er ekki þeirrar skoðunar, einmitt af því að ég er í dag stoltur Íslendingur af þýskum uppruna. Góða fólkið sem sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Árið 1976 kom þýskur rannsóknarlögreglumaður að nafni Karl Schütz til Íslands vegna Geirfinnsmálsins. Skömmu seinna birtist skopmynd af honum með hakakrossi í Morgunblaðinu. Hann sætti sig ekki við það og fór í mál vegna þess að þetta þykir hin mesta móðgun við Þjóðverja sem hægt er að hugsa sér. Hæstiréttur dæmdi svo ritstjórnina til að greiða honum bætur þó að teiknarinn sjálfur hafi verið sýknaður. Ég er Þjóðverji og hef búið á Íslandi í 15 ár. Fyrstu árin gat ég verið mjög sár yfir lélegum nasistabröndurum og enn lélegri og óviðeigandi nasistasamlíkingum. Stundum var vísað til meints húmorsleysis Þjóðverja þegar ég hló ekki að slíkum bröndurum. Svona eins og svart fólk – eða blámaður? – hlær ekki að niggarabröndurum þegar þeir eru sagðir af hvítu fólki. Þetta er flókið og vandmeðfarið mál. Langoftast hef ég þó tamið mér með árunum að hugsa í hljóði um vanþekkingu, ónærgætni og áhugaleysi um sögu og framþróun Þýskalands. Fyrir utan Suður-Afríku hefur nefnilega ekkert land unnið eins mikið í því að læra af sögu sinni og Þýskaland, svo mikið, að ég ólst upp með því hugarfari að það mætti ekki vera gaman að vera Þjóðverji, að saklaus þjóðernisvitund eins og við upplifum hér 17. júní eða eftir sigur í handboltanum var ekki í boði þá, þó miklar breytingar hafi orðið á síðustu árum.Ímyndaðir nasistar Sl. þriðjudag vísaði borgarfulltrúinn Áslaug María Friðriksdóttir til ímyndaðra nasista í borgarstjórn í umræðunni um tillögu meirihluta borgarinnar um sniðgöngusamþykktina. Næsta dag kom víst hálf afsökunarbeiðni á Facebook-síðu hennar þar sem hún segist sjá eftir að hafa sagt þetta, en segir samt að í rauninni ætti hún ekki að þurfa að biðjast afsökunar af því að hún gerði eiginlega ekkert rangt. Það sem hún virðist ekki gera sér grein fyrir er að hún, og aðrir sem nota slíka orðræðu svona léttvægt í engu samræmi við tilefnið, er að hún sýnir ekki bara mér persónulega og félögum mínum vanvirðingu, heldur líka öllum þeim 6 milljónum gyðinga sem týndu lífi í útrýmingarbúðum nasista. Ég sat þennan fund og undir þessum lítt dulbúna samanburði minna starfa við nasista. Fundurinn snerist í huga minnihlutans aðallega um það hvaða verðmiða mætti setja á mannréttindi. Af málflutningi Áslaugar hefði mátt halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri til í að selja jafnvel Auschwitz ef einungis væri nóg að græða á því. Ég er ekki þeirrar skoðunar, einmitt af því að ég er í dag stoltur Íslendingur af þýskum uppruna. Góða fólkið sem sagt.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun