Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2015 20:37 Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. Hann vill að nýja brúin fari fyrir neðan bæinn þannig að vegfarendur geti valið um það hvort þeir fari í gegnum bæinn eða ekki. Fyrstu hugmyndir að nýrri brú yfir Ölfusá yfir svokallaða Efri Laugardælaeyju austan við Selfoss hafa verið kynntar en svona mun nýja brúin líta út, stagbrú, sem mun kosta um fjóra og hálfan milljarð króna. Vegstæði brúarinnar munu fara að hluta til yfir Hellisskóg, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Selfoss og að hluta yfir golfvöllinn á Selfossi. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að vinna við brú og veg að henni sé í gangi á árunum 2017-2019. Forseti bæjarstjórnar vill ekki sjá nýja brú á þessum stað, hann vill sjá hana fyrir neðan bæinn. „Þá færðu margt út úr því, þá færðu umferðina frá Ingólfsfjalli og beint niður hjá Kögunarhóli, örstutt haft yfir þannig að það hlýtur að vera ódýr brúargerð. Síðan myndi þetta henta byggðunum. Við búum bara í þrjú hundruð þúsund manna landi, af hverju ekki að vinna þetta með byggðunum og hagmunum byggðanna líkt og gert var í Borgarnesi um árið. Þá fáum við hringtorg rétt fyrir neðan bæinn, suðurleið fyrir sunna bæinn og þá hafa menn valkost að koma í gegnum bæinn. Þetta myndi styrkja byggðirnar og ströndina, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Suðurstrandaveg.Þetta er allt í þágu og hagsmuna byggðanna, sem eru þarna tengdar saman“, segir Kjartan. Hann segist ekki skilja af hverju Vegagerðin og sveitarfélagið vilja beina allri umferð fram hjá bæjarfélaginu. „Þess vegna er það alveg tótalt að setja þessa brú og þessa hraðbraut í gegnum náttúruparadísina okkar á meðan ekki er búið að tvöfalda lífshættulegasta veg Íslands, Selfoss – Reykjavík, það á að tvöfalda vegin með aðskildum akreinum, síðan fáum við göngubrú við núverandi Ölfusárbrú og svo má fara ræða um hitt, þetta er mín skoðun“ bætir Kjartan við. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. Hann vill að nýja brúin fari fyrir neðan bæinn þannig að vegfarendur geti valið um það hvort þeir fari í gegnum bæinn eða ekki. Fyrstu hugmyndir að nýrri brú yfir Ölfusá yfir svokallaða Efri Laugardælaeyju austan við Selfoss hafa verið kynntar en svona mun nýja brúin líta út, stagbrú, sem mun kosta um fjóra og hálfan milljarð króna. Vegstæði brúarinnar munu fara að hluta til yfir Hellisskóg, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Selfoss og að hluta yfir golfvöllinn á Selfossi. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að vinna við brú og veg að henni sé í gangi á árunum 2017-2019. Forseti bæjarstjórnar vill ekki sjá nýja brú á þessum stað, hann vill sjá hana fyrir neðan bæinn. „Þá færðu margt út úr því, þá færðu umferðina frá Ingólfsfjalli og beint niður hjá Kögunarhóli, örstutt haft yfir þannig að það hlýtur að vera ódýr brúargerð. Síðan myndi þetta henta byggðunum. Við búum bara í þrjú hundruð þúsund manna landi, af hverju ekki að vinna þetta með byggðunum og hagmunum byggðanna líkt og gert var í Borgarnesi um árið. Þá fáum við hringtorg rétt fyrir neðan bæinn, suðurleið fyrir sunna bæinn og þá hafa menn valkost að koma í gegnum bæinn. Þetta myndi styrkja byggðirnar og ströndina, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Suðurstrandaveg.Þetta er allt í þágu og hagsmuna byggðanna, sem eru þarna tengdar saman“, segir Kjartan. Hann segist ekki skilja af hverju Vegagerðin og sveitarfélagið vilja beina allri umferð fram hjá bæjarfélaginu. „Þess vegna er það alveg tótalt að setja þessa brú og þessa hraðbraut í gegnum náttúruparadísina okkar á meðan ekki er búið að tvöfalda lífshættulegasta veg Íslands, Selfoss – Reykjavík, það á að tvöfalda vegin með aðskildum akreinum, síðan fáum við göngubrú við núverandi Ölfusárbrú og svo má fara ræða um hitt, þetta er mín skoðun“ bætir Kjartan við.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira