Fluttu höfuðstöðvar til útlanda eftir að Seðlabankinn hafnaði undanþágu frá höftum Höskuldur Kári Schram skrifar 31. janúar 2015 18:30 Eigendur plastframleiðslufyrirtækisins Promens hafa ákveðið að flytja höfuðstöðvar þess úr landi eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðni um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta dæmi um skaðsemi haftanna og segir ástandið grafalvarlegt. Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar. Promens óskaði eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja allt að 50 milljónir evra úr landi en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Promens ætlaði að notað fjármunina til frekari fjárfestinga en eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðninni var ákveðið að selja fyrirtækið og flytja höfuðstöðvar þess úr landi. Fyrirtækið sérhæfir sig í plastframleiðslu en kaupandinn er breska fyrirtækið RPC group. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta vera dæmi um skaðsemi haftanna. „Þetta er enn eitt dæmið um alvarlegar afleiðingar hafta. Við höfum dálítið verið að tala á ef og hefði nótum en nú eru margar staðreyndir sem blasa við um það að samkeppnisstaða Íslands varðandi uppbyggingu alþjóðlegra fyrirtækja í landinu sé í hættu. Auðvitað er það grafalvarlegt,“ segir Almar. Að óbreyttu sé viðbúið að fleiri fyrirtæki þurfi að flýja land. „Þetta snýr að því að búa hér umhverfi vel menntaðs fólks sem að sér tækifæri í því að taka þátt í uppbyggingu vaxandi alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi. Þeim tækifærum getur fækkað ef að höftin verða hér viðvarandi ástand.“ Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins. „Að okkar mati snýr þetta að forgangsröðun. Við viljum brýna stjórnvöld til dáða í því að hafa alþjóðlega starfsemi í forgrunni þegar unnið er að afnámi hafta. Við höfum dæmi um skaða af þessu nú þegar og önnur dæmi kunna að vera í uppsiglingu,“ segir Almar. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Eigendur plastframleiðslufyrirtækisins Promens hafa ákveðið að flytja höfuðstöðvar þess úr landi eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðni um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta dæmi um skaðsemi haftanna og segir ástandið grafalvarlegt. Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar. Promens óskaði eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja allt að 50 milljónir evra úr landi en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Promens ætlaði að notað fjármunina til frekari fjárfestinga en eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðninni var ákveðið að selja fyrirtækið og flytja höfuðstöðvar þess úr landi. Fyrirtækið sérhæfir sig í plastframleiðslu en kaupandinn er breska fyrirtækið RPC group. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta vera dæmi um skaðsemi haftanna. „Þetta er enn eitt dæmið um alvarlegar afleiðingar hafta. Við höfum dálítið verið að tala á ef og hefði nótum en nú eru margar staðreyndir sem blasa við um það að samkeppnisstaða Íslands varðandi uppbyggingu alþjóðlegra fyrirtækja í landinu sé í hættu. Auðvitað er það grafalvarlegt,“ segir Almar. Að óbreyttu sé viðbúið að fleiri fyrirtæki þurfi að flýja land. „Þetta snýr að því að búa hér umhverfi vel menntaðs fólks sem að sér tækifæri í því að taka þátt í uppbyggingu vaxandi alþjóðlegra fyrirtækja á Íslandi. Þeim tækifærum getur fækkað ef að höftin verða hér viðvarandi ástand.“ Hann ætlar að óska eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar vegna málsins. „Að okkar mati snýr þetta að forgangsröðun. Við viljum brýna stjórnvöld til dáða í því að hafa alþjóðlega starfsemi í forgrunni þegar unnið er að afnámi hafta. Við höfum dæmi um skaða af þessu nú þegar og önnur dæmi kunna að vera í uppsiglingu,“ segir Almar.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira