Innlent

Ísland í dag: Óvinsælir femínistar

Sindri Sindrason skrifar
Hvers vegna segja sífellt fleiri konur sig frá femínisma og af hverju nær hann ekki að festa sig betur í sessi hér á landi. Er um öfgafullar og óbilgjarnar konur að ræða sem sjá djöfulinn í öllum körlum eða eru þær einfaldlega misskildar? Við ræðum við Hildi Sverrisdóttur og Snærós Sindradóttur um þessi mál í Íslandi í dag.

Við heimsækjum einnig ung hjón á Akranesi þau Daníel og Kristjönu Guðrúnu, eiginkonu hans sem bæði eru öryrkjar. Þau höfðu samband því þau vildu sýna landi og þjóð að flest-allir geti lagt sitt af mörkum til samfélagsins, sama hver staðan er.

Þá fáum við til okkar Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins en nýjustu rannsóknir staðfesta að kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er vandamál alls staðar.

Fylgist með Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×