Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 1-0 | Blikar unnu toppslaginn Tryggvi Páll Tryggvason á Kópavogsvelli skrifar 9. júní 2015 15:10 Blikar fagna marki sínu í kvöld. vísir/ernir Breiðablik vann gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir að hafa tapað þremur stórleikjum við Stjörnuna í röð sögðu Blikastúlkur skilið við þessa Stjörnugrýlu sem farin var að myndast eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð gegn Stjörnunni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Fyrir leik höfðu leikmenn beggja liða talað um að þetta yrði baráttuleikur og það reyndist vera hárrétt mat. Fyrstu 25 mínúturnar virtust leikmenn liðanna vera nokkuð stressaðir, feilsendingar voru algengar og mikið um innköst. Strax á 10. mínútu komst Fanndís Friðriksdóttir í gott færi eftir að hún hnoðaði sér í gegnum miðja vörn Stjörnunnar. Sandra Sigurðardóttir í markinu var þó vel á verði og hrifsaði boltann af löppum Fanndísar áður en hún náði skoti. Það var á þessum upphafsmínútum sem jafnræði var á milli liðanna. Stjörnustúlkur sköpuðu sér nokkur hálffæri, það besta líklega á 27. mínútu þegar Írunn Þorbjörg Aradóttir fékk boltann við markteigshorn Blika en skóflaði boltanum hátt yfir. Eftir þetta náðu Blikastúlkur yfirhöndinni og litu varla til baka. Sóknarleikur Blika fór að mestu leyti gegnum Fanndísi en beinskeytt hlaup hennar ollu vörn Stjörnunnar miklum erfiðleikum. Það var eftir eitt slíkt sem Telma Hjaltalín Þrastardóttir fékk tvo virkilega góð færi. Fanndís skeiðaði upp allann völlinn eftir hornspyrnu Stjörnunnar, renndi boltanum á Telmu sem hefði átt að gera betur í tvígang, í fyrra skiptið varði Sandra vel en skot Telmu úr frákastinu fór framhjá. Þetta var formúlan að eina marki leiksins skömmu síðar. Fanndís hljóp upp allan vinstri kantinn, lék á varnarmann Stjörnunnar og renndi boltanum á Telmu sem var ein í teignum og laumaði boltanum framhjá Söndru í markinu. Virkilega vel gert hjá Fanndísi og Telmu sem unnu vel saman í framlínu Blika í kvöld. Blikar höfðu yfirhöndina í seinni hálfleik og yfirleitt var það Fanndís sem olli mestum usla fram á við. Í hvert skipti sem hún fékk boltann tók hún á rás að marki með eitt í huga. Hún var nálægt því að skora á 59. mínútu eftir einn slíkan sprett en aftur var Sandra vel á verði. Þegar um hálftími var eftir bökkuðu Blikastúlkur og leyfðu Stjörnustúlkum að sækja á sig. Vörn Blika hélt þó vel og Stjörnunni tókst ekki að skapa sér eitt einasta opið færi í seinni hálfleik. Á 70. mínútu fór Fanndís út af og virtist hún halda í aftanvert lærið er hún gekk útaf. Stjarnan freistaði þess að ná í jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Vilhjálmur Alvar, ágætur dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem tyllti sér á topp Pepsi-deildar kvenna og er með fjögurra stiga forustu á Stjörnuna, fjögur stig sem gætu skilið á milli Íslandsmeistaratitilsins og 2. sætisins þegar stigin verða talin í haust.Rakel Hönnudóttir í baráttunni.Vísir/ErnirRakel: Komu brjálaðar til leiks Rakel Hönnudóttir fyrirliði Blika var að vonum ánægð með stigin þrjú hér í kvöld. Að hennar mati spilaði tapið gegn Stjörnunni á föstudag stóran þátt í sigri Breiðabliks í kvöld. „Við vorum náttúrulega pirraðar og reiðar yfir því að hafa tapað honum og líka að hafa tapað tveimur áður. Þannig að við komum brjálaðar til leiks. Það gáfu allar 150% prósent í leikinn og við uppskárum sigur,“ sagði Rakel. „Við vildum þetta aðeins meira. Þetta eru alltaf hörkuleikur á milli þessara liða og yfirleitt er það það sem skilur á milli.“Ásgerður Stefanía: Fá ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var þó ekki á sama máli og taldi sigurhrinu Stjörnunnar á Breiðabliki ekki skipta þær neinu máli hér í kvöld „Við fáum ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna. Við pældum ekkert í því. Kannski þeir sem eru fyrir utan okkur pæla meira í einhverjum innbyrðisviðureignum við Breiðablik. Við pældum bara í þremur stigum í Kópavoginum í dag,“ sagði hún við Vísi eftir leik. Aðspurð um aðrar ástæður fyrir tapinu sagði hún að það hefði vantað 5-10% upp á frammistöðu Stjörnunnar í kvöld: „Þetta er bara hörkuleikur sem gat dottið báðum megin alveg eins og á föstudaginn. Það vantaði kannski þessi 5-10% í þessum leik sem við höfðum í leiknum á föstudaginn.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá þessum liðum og næstu leikir eru toppslagir þegar Stjarnan tekur á móti Þór/KA og Breiðablik heimsækir Val. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Breiðablik vann gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir að hafa tapað þremur stórleikjum við Stjörnuna í röð sögðu Blikastúlkur skilið við þessa Stjörnugrýlu sem farin var að myndast eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð gegn Stjörnunni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Fyrir leik höfðu leikmenn beggja liða talað um að þetta yrði baráttuleikur og það reyndist vera hárrétt mat. Fyrstu 25 mínúturnar virtust leikmenn liðanna vera nokkuð stressaðir, feilsendingar voru algengar og mikið um innköst. Strax á 10. mínútu komst Fanndís Friðriksdóttir í gott færi eftir að hún hnoðaði sér í gegnum miðja vörn Stjörnunnar. Sandra Sigurðardóttir í markinu var þó vel á verði og hrifsaði boltann af löppum Fanndísar áður en hún náði skoti. Það var á þessum upphafsmínútum sem jafnræði var á milli liðanna. Stjörnustúlkur sköpuðu sér nokkur hálffæri, það besta líklega á 27. mínútu þegar Írunn Þorbjörg Aradóttir fékk boltann við markteigshorn Blika en skóflaði boltanum hátt yfir. Eftir þetta náðu Blikastúlkur yfirhöndinni og litu varla til baka. Sóknarleikur Blika fór að mestu leyti gegnum Fanndísi en beinskeytt hlaup hennar ollu vörn Stjörnunnar miklum erfiðleikum. Það var eftir eitt slíkt sem Telma Hjaltalín Þrastardóttir fékk tvo virkilega góð færi. Fanndís skeiðaði upp allann völlinn eftir hornspyrnu Stjörnunnar, renndi boltanum á Telmu sem hefði átt að gera betur í tvígang, í fyrra skiptið varði Sandra vel en skot Telmu úr frákastinu fór framhjá. Þetta var formúlan að eina marki leiksins skömmu síðar. Fanndís hljóp upp allan vinstri kantinn, lék á varnarmann Stjörnunnar og renndi boltanum á Telmu sem var ein í teignum og laumaði boltanum framhjá Söndru í markinu. Virkilega vel gert hjá Fanndísi og Telmu sem unnu vel saman í framlínu Blika í kvöld. Blikar höfðu yfirhöndina í seinni hálfleik og yfirleitt var það Fanndís sem olli mestum usla fram á við. Í hvert skipti sem hún fékk boltann tók hún á rás að marki með eitt í huga. Hún var nálægt því að skora á 59. mínútu eftir einn slíkan sprett en aftur var Sandra vel á verði. Þegar um hálftími var eftir bökkuðu Blikastúlkur og leyfðu Stjörnustúlkum að sækja á sig. Vörn Blika hélt þó vel og Stjörnunni tókst ekki að skapa sér eitt einasta opið færi í seinni hálfleik. Á 70. mínútu fór Fanndís út af og virtist hún halda í aftanvert lærið er hún gekk útaf. Stjarnan freistaði þess að ná í jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Vilhjálmur Alvar, ágætur dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem tyllti sér á topp Pepsi-deildar kvenna og er með fjögurra stiga forustu á Stjörnuna, fjögur stig sem gætu skilið á milli Íslandsmeistaratitilsins og 2. sætisins þegar stigin verða talin í haust.Rakel Hönnudóttir í baráttunni.Vísir/ErnirRakel: Komu brjálaðar til leiks Rakel Hönnudóttir fyrirliði Blika var að vonum ánægð með stigin þrjú hér í kvöld. Að hennar mati spilaði tapið gegn Stjörnunni á föstudag stóran þátt í sigri Breiðabliks í kvöld. „Við vorum náttúrulega pirraðar og reiðar yfir því að hafa tapað honum og líka að hafa tapað tveimur áður. Þannig að við komum brjálaðar til leiks. Það gáfu allar 150% prósent í leikinn og við uppskárum sigur,“ sagði Rakel. „Við vildum þetta aðeins meira. Þetta eru alltaf hörkuleikur á milli þessara liða og yfirleitt er það það sem skilur á milli.“Ásgerður Stefanía: Fá ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var þó ekki á sama máli og taldi sigurhrinu Stjörnunnar á Breiðabliki ekki skipta þær neinu máli hér í kvöld „Við fáum ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna. Við pældum ekkert í því. Kannski þeir sem eru fyrir utan okkur pæla meira í einhverjum innbyrðisviðureignum við Breiðablik. Við pældum bara í þremur stigum í Kópavoginum í dag,“ sagði hún við Vísi eftir leik. Aðspurð um aðrar ástæður fyrir tapinu sagði hún að það hefði vantað 5-10% upp á frammistöðu Stjörnunnar í kvöld: „Þetta er bara hörkuleikur sem gat dottið báðum megin alveg eins og á föstudaginn. Það vantaði kannski þessi 5-10% í þessum leik sem við höfðum í leiknum á föstudaginn.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá þessum liðum og næstu leikir eru toppslagir þegar Stjarnan tekur á móti Þór/KA og Breiðablik heimsækir Val.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira