Dómarar í Aurum-málinu munu ekki gefa skýrslu Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2015 16:41 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af sakborningunum í Aurum-málinu ásamt verjendum sínum. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu verjenda í Aurum-málinu að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St, Marteinssyni, dómformanni, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Í Aurum málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeilt í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeilt í umboðssvikum í Al Thani málinu. Al Thani-málið og Aurum-málið voru sótt af embætti sérstaks saksóknara en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fjölmiðla eftir að dómur féll í Aurum-málinu að hann hefði ekki haft upplýsingar um ætterni Sverris fyrr en eftir að aðalmeðferð lauk. Við munnlegan málflutning vegna kröfu verjenda í Aurum-málinu um að taka skýrslu af dómurunum tveimur var haft eftir Guðjóni St. Marteinssyni að Ólafur Þór hefði sannarlega vitað fyrir aðalmeðferð málsins að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar. Verjandi Lárusar Welding, Óttar Pálsson, vísaði í tölvupóstsamskipti dómformannsins, Guðjóns, við ríkissaksóknara og verjendur í Aurum málinu varðandi ættartengsl Ólafs og Sverris. Þá vísaði hann einnig í tölvupóst Sverris til Guðjóns. Auk þess var vísað í símtal Guðjóns og sérstaks saksóknara og sagði Óttar að í því símtali hafi sérstakur saksóknari upplýst dómformanninn um ættartengsl Sverris. Þessar upplýsingar hafði verjandinn frá dómformanninum sjálfum. Vildu verjendurnir því kalla Guðjón til sem vitni til að spyrja hann út í það hvort samskipti hans og sérstaks saksóknara hefðu átt sér stað eins þeim var lýst hér að ofan. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en verjendurnir hafa áfrýjað þeim úrskurði til Hæstaréttar. Aurum-málið verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi samkvæmt dagskrá. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00 Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20 Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu verjenda í Aurum-málinu að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St, Marteinssyni, dómformanni, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Í Aurum málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeilt í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeilt í umboðssvikum í Al Thani málinu. Al Thani-málið og Aurum-málið voru sótt af embætti sérstaks saksóknara en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fjölmiðla eftir að dómur féll í Aurum-málinu að hann hefði ekki haft upplýsingar um ætterni Sverris fyrr en eftir að aðalmeðferð lauk. Við munnlegan málflutning vegna kröfu verjenda í Aurum-málinu um að taka skýrslu af dómurunum tveimur var haft eftir Guðjóni St. Marteinssyni að Ólafur Þór hefði sannarlega vitað fyrir aðalmeðferð málsins að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar. Verjandi Lárusar Welding, Óttar Pálsson, vísaði í tölvupóstsamskipti dómformannsins, Guðjóns, við ríkissaksóknara og verjendur í Aurum málinu varðandi ættartengsl Ólafs og Sverris. Þá vísaði hann einnig í tölvupóst Sverris til Guðjóns. Auk þess var vísað í símtal Guðjóns og sérstaks saksóknara og sagði Óttar að í því símtali hafi sérstakur saksóknari upplýst dómformanninn um ættartengsl Sverris. Þessar upplýsingar hafði verjandinn frá dómformanninum sjálfum. Vildu verjendurnir því kalla Guðjón til sem vitni til að spyrja hann út í það hvort samskipti hans og sérstaks saksóknara hefðu átt sér stað eins þeim var lýst hér að ofan. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en verjendurnir hafa áfrýjað þeim úrskurði til Hæstaréttar. Aurum-málið verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi samkvæmt dagskrá.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00 Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20 Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00
Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20
Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31