Grínistinn, leikarinn og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gnarr, átti sannarlega góðan dag vestan hafs. Jón hélt sem leið lá í dómshúsið í Houston og fékk nafni sínu loks breytt eftir þrjátíu ára baráttu.
Jón var skírður Jón Gunnar Kristinsson en hefur áratugum saman verið þekktur sem Jón Gnarr. Áralöng barátta hans fyrir því að fá nafni sínu breytt hér á landi, í Jón Gnarr, hafði aldrei árangur sem erfiði. Eftir þrjá mánuði í Bandaríkjunum hefur Jón fengið bót meina sinna.
„Í dag varð mikill og merkilegur áfangasigur í baráttu sem hefur staðið í 30 ár þegar Héraðsdómurinn í Houston samþykkti tillögu mína um nafnabreytingu,“ segir Jón í færslu á Facebook.
„Ég heiti nú Jón Gnarr fullu nafni,“ segir Jón og bætir við að hann sé smá meyr.
Vísir óskar Jóni til hamingju með nýja nafnið.
Þrjátíu ára barátta á enda: Jón Gnarr heitir loks Jón Gnarr

Tengdar fréttir

Jón Gnarr þriðji borgarstjórinn frá 1982 til að sitja heilt kjörtímabil
"Hann gengur nú út sem einskonar sigurvegari,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur.

Jón Gnarr flytur til Houston
"Ég held að þetta gæti verið upphafið að einhverju mjög athyglisverðu ævintýri.“

Jón Gnarr fær ekki að heita bara Jón Gnarr
„Ég hyggst halda áfram að leita réttar míns og mun því næst kæra þennan úrskurðurð til innanríkisráðuneytisins. To be continued...“

Jón Gnarr rekinn útaf hanakambi og fór grenjandi heim
„Þetta er alveg sönn saga. Ég gekk grenjandi heim til mín úr Glæsibæ,“ segir Jón Gnarr.

„Af hverju má til dæmis Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr?“
Jón Gnarr fjallar um mannanafnanefnd: „Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur? Svarið mér í Jesu nafni!“