Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 07:15 Landsliðsþjálfararnir Lars og Heimir. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Kasakstan var ekki einu sinni alltaf í UEFA því fyrstu tíu árin eftir sundrungu Sovétríkjanna þá keppti landslið þjóðarinnar innan knattspyrnusambands Asíu og við Kína, Kirgisistan, Tadsjikistan, Úsbekistan og aðra nágranna sína í Mið-Asíu. Kasakstan tók þátt í Asíuhluta undankeppni HM 1998 og 2002 en gekk síðan í UEFA árið 2002 eftir að hafa sóst eftir inngöngu frá árinu 1996. Kasakstan mátti ekki skipta fyrr en eftir úrslitakeppni HM 2002 lauk og þá var búið að draga í undankeppni EM 2004. Frá undankeppni HM 2006 hefur Kasakstan keppt innan evrópska knattspyrnusambandsins en landslið þjóðarinnar hefur ekki verið nálægt því að komast áfram upp úr sínum riðlum. Hvað varðar styrkleika þá er hægt að færa rök fyrir því að þessi ákvörðun að fara inn í UEFA var líklegri til að minnka til muna möguleika þjóðarinnar á því að komast í úrslitakeppni HM. Aðeins Aserbaídsjan, Malta, San Marinó og Andorra eru nú neðar á styrkleikalista FIFA af meðlimum UEFA. Ástæðan sem knattspyrnusamband Kasakstan gaf upp á sínum tíma var að það væri betra að vera hluti af UEFA vegna þess að þar færi þróaðra og framsæknara fótboltasamband. Forráðamenn sambandsins töluðu líka alltaf um að Kasakstan hafi verið að snúa aftur í UEFA eftir að hafa spilað þar sem hluti af Sovétríkjunum og að fótboltinn í landinu hafi þróast af evrópskri fyrirmynd. Meirihluti fótboltaáhugafólks og fótboltasérfræðinga í landinu studdu þessi skipti en auðvitað var það áhugaverðara fyrir knattspyrnuáhugafólk í landinu að fá tækifæri til að sjá bestu knattspyrnulandslið Evrópu spila í Astana. Það efast heldur enginn um að UEFA-peningarnir spila einhverja rullu líka. Hvort það sé rétt eða ekki að Kasakstan keppi innan Evrópu en ekki Asíu breytir þó ekki því að fram undan er mikilvægur leikur þar sem ekkert nema þrjú stig duga íslenska landsliðinu ætli það sér að komast á sitt fyrsta stórmót. Ætli íslenska landsliðið sér á Evrópumeistaramótið 2016 þá þarf liðið að vinna þennan leik sinn í Asíu á laugardaginn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Kasakstan var ekki einu sinni alltaf í UEFA því fyrstu tíu árin eftir sundrungu Sovétríkjanna þá keppti landslið þjóðarinnar innan knattspyrnusambands Asíu og við Kína, Kirgisistan, Tadsjikistan, Úsbekistan og aðra nágranna sína í Mið-Asíu. Kasakstan tók þátt í Asíuhluta undankeppni HM 1998 og 2002 en gekk síðan í UEFA árið 2002 eftir að hafa sóst eftir inngöngu frá árinu 1996. Kasakstan mátti ekki skipta fyrr en eftir úrslitakeppni HM 2002 lauk og þá var búið að draga í undankeppni EM 2004. Frá undankeppni HM 2006 hefur Kasakstan keppt innan evrópska knattspyrnusambandsins en landslið þjóðarinnar hefur ekki verið nálægt því að komast áfram upp úr sínum riðlum. Hvað varðar styrkleika þá er hægt að færa rök fyrir því að þessi ákvörðun að fara inn í UEFA var líklegri til að minnka til muna möguleika þjóðarinnar á því að komast í úrslitakeppni HM. Aðeins Aserbaídsjan, Malta, San Marinó og Andorra eru nú neðar á styrkleikalista FIFA af meðlimum UEFA. Ástæðan sem knattspyrnusamband Kasakstan gaf upp á sínum tíma var að það væri betra að vera hluti af UEFA vegna þess að þar færi þróaðra og framsæknara fótboltasamband. Forráðamenn sambandsins töluðu líka alltaf um að Kasakstan hafi verið að snúa aftur í UEFA eftir að hafa spilað þar sem hluti af Sovétríkjunum og að fótboltinn í landinu hafi þróast af evrópskri fyrirmynd. Meirihluti fótboltaáhugafólks og fótboltasérfræðinga í landinu studdu þessi skipti en auðvitað var það áhugaverðara fyrir knattspyrnuáhugafólk í landinu að fá tækifæri til að sjá bestu knattspyrnulandslið Evrópu spila í Astana. Það efast heldur enginn um að UEFA-peningarnir spila einhverja rullu líka. Hvort það sé rétt eða ekki að Kasakstan keppi innan Evrópu en ekki Asíu breytir þó ekki því að fram undan er mikilvægur leikur þar sem ekkert nema þrjú stig duga íslenska landsliðinu ætli það sér að komast á sitt fyrsta stórmót. Ætli íslenska landsliðið sér á Evrópumeistaramótið 2016 þá þarf liðið að vinna þennan leik sinn í Asíu á laugardaginn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira