Aron Einar: Þetta er skyldusigur - svo einfalt er það Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 16:45 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, mætti degi síðar en aðrir leikmenn íslenska liðsins til Astana. Hann var þó mættur á æfingu í dag þar sem allir tóku þátt fyrir leikinn mikilvæga gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. „Þetta er mikilvægur leikur upp á framhaldið og við viljum halda í Tékka og í burtu frá Hollandi,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi eftir æfingu í dag. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði í viðtali í gær að íslenska liðið væri mætt til að vinna leikinn og allir mættu gera þær kröfur til strákanna. Fyrirliðinn tekur undir orð þjálfarans. „Þetta verður erfiður leikur en skyldsigur ef við ætlum okkur eitthvað. Svo einfalt er það. Við þurfum bara þrjú stig en við vitum það að þetta verður ekki auðvelt því þeir eru ekki að fara að gefa okkur neitt.“ Hverju býst Aron Einar við frá liði Kasakstan sem er með eitt stig í riðlinum eftir fjóra leiki. „Þeir eru djúpir og þeir verjast vel. Við sjáum það að Hollendingarnir skoruðu ekki fyrr en á 60. mínútu á móti þeim. Þeir koma til með að verjast vel, sitja til baka og keyra síðan hratt á okkur þegar þeir eiga tök á því. Við þurfum að búast við því eins og er en við förum betur yfir leikinn þeirra á morgun,“ segir hann. Ísland tapaði fyrsta leiknum í riðlinum gegn Tékkalandi í október en er með níu stig eftir fjóra leiki. „Við höfum verið að fara yfir Tékkaleikinn í gær og í morgun. Við höfum farið yfir það hvað fór úrskeiðis þar sem var ýmislegt. Þetta er jákvætt og við verðum að halda áfram að bæta okkur og ef að við náum því þá eru allir sáttir,“ segir Aron Einar, en hvað með spurningamerkin í liðinu? „Ég veit ekki betur en að allir séu klárir. Kolli er að koma til baka úr meiðslum en spilaði 90 mínútur um daginn. Svo eru fleiri ekki alveg búnir að fá að spila jafnmikið og þeir gerðu fyrir fyrri leikina í riðlinum. Menn eru samt klárir og það eru engin meiðsli að fara að stoppa menn fyrir þennan leik sérstaklega þar sem að þetta er svona mikilvægur leikur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, mætti degi síðar en aðrir leikmenn íslenska liðsins til Astana. Hann var þó mættur á æfingu í dag þar sem allir tóku þátt fyrir leikinn mikilvæga gegn Kasakstan í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. „Þetta er mikilvægur leikur upp á framhaldið og við viljum halda í Tékka og í burtu frá Hollandi,“ sagði Aron Einar í samtali við Vísi eftir æfingu í dag. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði í viðtali í gær að íslenska liðið væri mætt til að vinna leikinn og allir mættu gera þær kröfur til strákanna. Fyrirliðinn tekur undir orð þjálfarans. „Þetta verður erfiður leikur en skyldsigur ef við ætlum okkur eitthvað. Svo einfalt er það. Við þurfum bara þrjú stig en við vitum það að þetta verður ekki auðvelt því þeir eru ekki að fara að gefa okkur neitt.“ Hverju býst Aron Einar við frá liði Kasakstan sem er með eitt stig í riðlinum eftir fjóra leiki. „Þeir eru djúpir og þeir verjast vel. Við sjáum það að Hollendingarnir skoruðu ekki fyrr en á 60. mínútu á móti þeim. Þeir koma til með að verjast vel, sitja til baka og keyra síðan hratt á okkur þegar þeir eiga tök á því. Við þurfum að búast við því eins og er en við förum betur yfir leikinn þeirra á morgun,“ segir hann. Ísland tapaði fyrsta leiknum í riðlinum gegn Tékkalandi í október en er með níu stig eftir fjóra leiki. „Við höfum verið að fara yfir Tékkaleikinn í gær og í morgun. Við höfum farið yfir það hvað fór úrskeiðis þar sem var ýmislegt. Þetta er jákvætt og við verðum að halda áfram að bæta okkur og ef að við náum því þá eru allir sáttir,“ segir Aron Einar, en hvað með spurningamerkin í liðinu? „Ég veit ekki betur en að allir séu klárir. Kolli er að koma til baka úr meiðslum en spilaði 90 mínútur um daginn. Svo eru fleiri ekki alveg búnir að fá að spila jafnmikið og þeir gerðu fyrir fyrri leikina í riðlinum. Menn eru samt klárir og það eru engin meiðsli að fara að stoppa menn fyrir þennan leik sérstaklega þar sem að þetta er svona mikilvægur leikur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sjá meira
Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. 25. mars 2015 07:15