Lífið

Margra barna mæður: Yfirlæknir og átta barna móðir

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
„Ég held að oft hjálpi börnin manni rosalega mikið. Þegar ég var til dæmis með börnin úti í sérnáminu var alltaf eitthvað sem dró mann heim. Maður var ekki að hanga yfir hlutum sem maður gat drifið af,“ segir Ýr Sigurðardóttir yfirlæknir á flogaveikideild á Nemours barnaspítalanum í Orlando og átta barna móðir.

Ýr er viðmælandi Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur í fjórða þætti af Margra barna mæðrum sem verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. Sigrún heimsótti Ýri til Orlando og fékk meðal annars að fylgja henni eftir í vinnunni, en hluti af hennar starfi er að skima eftir einhverfu í fátækrahverfum borgarinnar. Sá hluti vinnunnar stendur hjarta Ýrar nærri því tveir synir hennar eru á einhverfurófi.

„Því eldri sem ég verð því meira finnst mér að ég sé aðeins á rófinu líka. En þegar tekið er mið af því hvað einhverfan getur verið erfið á allan hátt held ég að mínir drengir standi mjög vel.“

Ýr er gift Jóni Sæmundssyni framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Ennemm, en þau eru í fjarbúð. Ýr býr í Orlando með yngstu börnin fimm, tvö búa hjá föður sínum á Íslandi og eitt býr í Noregi. „Við erum komin með svo mörg börn og þau eru á báðum stöðum þannig að þetta bara hentar okkur í bili,“ segir Ýr.

Þátturinn hefst kl. 20.10 í kvöld. Meðfylgjandi er brot úr honum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.