Kaupfélagsandi endurvakinn á Reykhólum Guðrún Ansnes skrifar 25. mars 2015 00:01 Ása og Reynir eru ófeimin við að breyta um umhverfi og láta ævintýrin leiða sig áfram. Róbertsson Vísir/Reynir Þór Róbertsson Hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson hafa undið kvæði sínu í kross og munu á morgun opna matvöruverslunina Hólabúð á Reykhólum. Þau stóðu því í stórræðum við að taka upp vörur og gera klárt þegar blaðamaður sló á þráðinn vestur. Koma hjónin eins og kölluð, en Reykhólar hafa verið verslunarlausir síðan í byrjun árs. „Það eru að minnsta kosti hundrað og sex kílómetrar í næstu mjólkurfernu,“ segir Ása og skellir uppúr.Tilviljanir ráða för Lífið tekur óvæntar sveigjur og ræður röð tilviljana því að hjónakornin eru nú komin á sunnanvert vesturland. „Ekki alls fyrir löngu ætluðum við að flytja til Noregs og demba okkur í veitingarekstur. Við sögðum bæði upp störfunum okkar, en allt kom fyrir ekki og við enduðum atvinnulaus í Njarðvík,“ útskýrir Ása. Ekki leið á löngu uns tækifærin hreinlega bönkuðu á dyrnar hjá skötuhjúunum en Reynir hnaut um auglýsingu þar sem óskað var eftir fólki til að koma verslun aftur í stand á Reykhólum. „Boltinn var ekki lengi að rúlla af stað og áður en við vissum vorum við komin með húsnæði fyrir vestan.“ Kaupfélagsstemning allsráðandi Fyrir tilstuðlan styrks frá Byggðarstofnunnar gátu þau hjólað í að koma Hólabúð á koppinn. „Hér verður allt mögulegt á boðstólnum, fyrir utan álnavöru kannski. Þetta er svona gamli kaupfélags stíllinn,“ segir Ása. Óhætt er að fullyrða að koma þeirra í bæinn hefur vakið stormandi lukku. „Við settum upp Fésbókarsíðu í síðustu viku og viðbrögðin við versluninni hafa ekki látið á sér standa. Hér er tvöhundruð og sjötíu manna samfélag sem bíður spennt,“ bætir Ása við. Þau eru býsna bjartsýn á framtíð bæjarfélagsins og segja þar mikinn uppgang, og vísar í þörungaverksmiðjuna á staðnum. „Við erum komin til að vera, það er alveg á hreinu. Á fimm ára markmiðalistanum okkar er svo að koma upp veitingastað hérna líka. Reykhólar eru greinilega að verða naflinn,“ segir Ása glöð í bragði og augljóslega full tilhlökkunar. Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Sjá meira
Hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson hafa undið kvæði sínu í kross og munu á morgun opna matvöruverslunina Hólabúð á Reykhólum. Þau stóðu því í stórræðum við að taka upp vörur og gera klárt þegar blaðamaður sló á þráðinn vestur. Koma hjónin eins og kölluð, en Reykhólar hafa verið verslunarlausir síðan í byrjun árs. „Það eru að minnsta kosti hundrað og sex kílómetrar í næstu mjólkurfernu,“ segir Ása og skellir uppúr.Tilviljanir ráða för Lífið tekur óvæntar sveigjur og ræður röð tilviljana því að hjónakornin eru nú komin á sunnanvert vesturland. „Ekki alls fyrir löngu ætluðum við að flytja til Noregs og demba okkur í veitingarekstur. Við sögðum bæði upp störfunum okkar, en allt kom fyrir ekki og við enduðum atvinnulaus í Njarðvík,“ útskýrir Ása. Ekki leið á löngu uns tækifærin hreinlega bönkuðu á dyrnar hjá skötuhjúunum en Reynir hnaut um auglýsingu þar sem óskað var eftir fólki til að koma verslun aftur í stand á Reykhólum. „Boltinn var ekki lengi að rúlla af stað og áður en við vissum vorum við komin með húsnæði fyrir vestan.“ Kaupfélagsstemning allsráðandi Fyrir tilstuðlan styrks frá Byggðarstofnunnar gátu þau hjólað í að koma Hólabúð á koppinn. „Hér verður allt mögulegt á boðstólnum, fyrir utan álnavöru kannski. Þetta er svona gamli kaupfélags stíllinn,“ segir Ása. Óhætt er að fullyrða að koma þeirra í bæinn hefur vakið stormandi lukku. „Við settum upp Fésbókarsíðu í síðustu viku og viðbrögðin við versluninni hafa ekki látið á sér standa. Hér er tvöhundruð og sjötíu manna samfélag sem bíður spennt,“ bætir Ása við. Þau eru býsna bjartsýn á framtíð bæjarfélagsins og segja þar mikinn uppgang, og vísar í þörungaverksmiðjuna á staðnum. „Við erum komin til að vera, það er alveg á hreinu. Á fimm ára markmiðalistanum okkar er svo að koma upp veitingastað hérna líka. Reykhólar eru greinilega að verða naflinn,“ segir Ása glöð í bragði og augljóslega full tilhlökkunar.
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Sjá meira