Enski boltinn

Wenger: Hugsa stundum um hvað Sir Alex sé að gera á daginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger og Ferguson á sínum tíma þegar Ferguson var ekki hættur með United.
Wenger og Ferguson á sínum tíma þegar Ferguson var ekki hættur með United. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki búinn að ákveða hvenær hann ætli að hætta að þjálfa. Hann segist ekki ætla að fara sömu leið og Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchster United, í bili að minnsta kosti.

Wenger hefur þjálfað Arsenal síðan 1996. Hann hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla, fimm bikartitla og hefur tryggt liðinu sæti í Meistaradeildinni hvert tímabil síðan tímabilið 1997-1998.

„Stundum hugsa ég: Hvað er Sir Alex að gera allan daginn? Hann virkar þó mjög ánægður eftir að hann hætti,” sagði Wenger í viðtali, en hann telur að Skotinn, Sir Axel, sé heppinn:

„Hann er heppinn því hann hefur einnig áhuga á hestum. Þegar hann vaknar á morgnanna getur hann gert eitthvað með hestunum.”

Ferguson eyddi 27 árum á Old Trafford áður en hann steig niður sumarið 2013, en Arsenal mætir United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

„Ég elska hesta einnig, en ég fer ekki á keppnir. Mér líkar vel við hesta vegna þess að ég er bóndi. Ég reið þeim þegar ég var yngri en núna? Nei, bakið mitt mun ekki höndla það.”

Leikur Manchester United og Arsenal verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport 2/HD, en leikurinn hefst klukkan 15:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×