Freyr: Löglegt mark tekið af okkur | Óttar mögulega brotinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2015 21:31 Óttar Bjarni borinn af velli í kvöld. vísir/stefán Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, segir að hann sé ekkert mjög sáttur við að hafa fengið aðeins eitt stig á Stjörnuvellinum í kvöld. „Ég er ekki sáttur við stigið, ekkert rosalega. En úr því sem komið var tökum við það. En mér finnst illa að okkur vegið þar sem við skorum löglegt mark sem er tekið af okkur,“ sagði Freyr og átti þar við atvik sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks. Kolbeinn Kárason skoraði þá mark sem var dæmt af vegna brots á Gunnari Nielsen, markverði Stjörnunnar. „Mér fannst þetta helvíti dýrt. Við vorum með tvo stóra menn sem standa alveg kyrrir og þeir hafa alveg skýr skilaboð með það að þeir eiga ekki að hamast í markverðinum. Þeir bara voru þarna.“ „Markvörðurinn dettur svo þarna fyrir framan hann og við neglum honum í þaknetið. Ég sá ekki alveg hvað gerðist en ég er með heimildir fyrir því að það hafi verið í 100 prósent lagi með þetta mark.“ Hann hrósaði sínum mönnum fyrir leikskipulagið en Leiknir spilaði með fimm manna varnarlínu í dag. „Mér fannst þetta frábært. Við náðum að loka á flest allt sem þeir voru að reyna að gera og fannst við spila vel úr því sem við höfðum.“ Freyr þurfti að gera þrjár breytingar á byrjunarliði sínu í dag vegna meiðsla og þá fór Óttar Bjarni Guðmundsson af velli vegna meiðsla í lok fyrri hálfleiks. „Lið sem er nýliði í deildinni vill ekki lenda í þessu. Strákarnir eru þó ekkert að detta í einhvern fórnarlambagír við það að fá nýtt upplegg og mér fannst þeir bregðast hratt við. Ég er stoltur af þeim, þetta heppnaðist mjög vel.“ Óttar var fluttur upp á sjúkrahús og Freyr segir að útlitið sé ekki gott. „Hann fékk högg á lærlegginn og hann er í myndatöku til að kanna hvort hann sé brotinn. Hann er mjög kvalinn.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Stjarnan - Leiknir 1-1 | Meistararnir í vandræðum með nýliðana Stjarnan tapaði sínum fyrstu stigum í Pepsi-deild karla í kvöld. 17. maí 2015 00:01 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, segir að hann sé ekkert mjög sáttur við að hafa fengið aðeins eitt stig á Stjörnuvellinum í kvöld. „Ég er ekki sáttur við stigið, ekkert rosalega. En úr því sem komið var tökum við það. En mér finnst illa að okkur vegið þar sem við skorum löglegt mark sem er tekið af okkur,“ sagði Freyr og átti þar við atvik sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks. Kolbeinn Kárason skoraði þá mark sem var dæmt af vegna brots á Gunnari Nielsen, markverði Stjörnunnar. „Mér fannst þetta helvíti dýrt. Við vorum með tvo stóra menn sem standa alveg kyrrir og þeir hafa alveg skýr skilaboð með það að þeir eiga ekki að hamast í markverðinum. Þeir bara voru þarna.“ „Markvörðurinn dettur svo þarna fyrir framan hann og við neglum honum í þaknetið. Ég sá ekki alveg hvað gerðist en ég er með heimildir fyrir því að það hafi verið í 100 prósent lagi með þetta mark.“ Hann hrósaði sínum mönnum fyrir leikskipulagið en Leiknir spilaði með fimm manna varnarlínu í dag. „Mér fannst þetta frábært. Við náðum að loka á flest allt sem þeir voru að reyna að gera og fannst við spila vel úr því sem við höfðum.“ Freyr þurfti að gera þrjár breytingar á byrjunarliði sínu í dag vegna meiðsla og þá fór Óttar Bjarni Guðmundsson af velli vegna meiðsla í lok fyrri hálfleiks. „Lið sem er nýliði í deildinni vill ekki lenda í þessu. Strákarnir eru þó ekkert að detta í einhvern fórnarlambagír við það að fá nýtt upplegg og mér fannst þeir bregðast hratt við. Ég er stoltur af þeim, þetta heppnaðist mjög vel.“ Óttar var fluttur upp á sjúkrahús og Freyr segir að útlitið sé ekki gott. „Hann fékk högg á lærlegginn og hann er í myndatöku til að kanna hvort hann sé brotinn. Hann er mjög kvalinn.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Stjarnan - Leiknir 1-1 | Meistararnir í vandræðum með nýliðana Stjarnan tapaði sínum fyrstu stigum í Pepsi-deild karla í kvöld. 17. maí 2015 00:01 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Stjarnan - Leiknir 1-1 | Meistararnir í vandræðum með nýliðana Stjarnan tapaði sínum fyrstu stigum í Pepsi-deild karla í kvöld. 17. maí 2015 00:01